Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 71
Vasa
línan
Fer vel í veski
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Þó að hljómsveitin New York
Dolls hafi verið stofnuð árið 1971
er nýja platan hennar, One Day It
Will Please Us to Remember
Even This, aðeins þriðja hljóð-
versplata sveitarinnar. Hinar
tvær fyrri voru New York Dolls
sem kom út árið 1973 og Too
Much Too Soon sem kom ári
seinna. New York Dolls var á
meðal fyrirrennara New York-
pönksins. Hún lagði upp laupana
árið 1977 og byrjaði ekki aftur
fyrr en vorið 2004 þegar Morriss-
ey bað hana að spila á Meltdown-
tónlistarhátíðinni í London sem
hann sá um það árið.
Allir eftirlifandi meðlimir
hinnar upprunalegu New York
Dolls spila á nýju plötunni. Allir
er samt kannski ekki rétta orðið
því að þeir David Johansen
söngvari og Sylvain Sylvain gít-
arleikari eru einir eftir. Fyrsti
trommarinn, Jerry Murcia, dó af
blöndu eiturlyfja og áfengis árið
1972. Johnny Thunders gítarleik-
ari dó af of stórum heróín-
skammti 1991, trommari númer
tvö, Jerry Nolan, fékk hjartaáfall
og dó sama ár og bassaleikarinn
Arthur Kane dó úr hvítblæði
fyrir tveimur árum.
Tónlist The Dolls var undir
miklum áhrifum frá Rolling
Stones og breska glysrokkinu. Þó
að það séu liðin rúm þrjátíu ár
frá því að síðasta plata með nýju
efni kom út hljómar sveitin á
nýju plötunni eiginlega alveg
eins og á hinum fyrri. Þetta er
hrátt blúsrokk litað af pönki og
þungarokki. Það merkilega við
það er að þessi tónlist hljómar
fersk enn í dag. Skýringuna má
kannski finna í þeirri staðreynd
að seinni tíma sveitir hafa leitað
grimmt í rokksöguna, þ.á m. til
New York Dolls. Rokkbransinn
gengur í hringi. Ágæt plata þó að
gæðunum hraki aðeins á seinni
helmingnum. Trausti Júlíusson
Ekki útdauðir enn
NEW YORK DOLLS
ONE DAY IT WILL PLEASE US TO
REMEMBER EVEN THIS
Niðurstaða: Endurkomuplata þessarar
goðsagnakenndu sukksveitar verður að teljast
ágætlega heppnuð. Það fara fáar sveitir betur
með skítugt pönkskotið Stones-rokk en New
York Dolls.
Bubbi Morthens heldur áfram tón-
leikaröð sinni á Nasa á fimmtu-
dagskvöld eftir stutt hlé. Að þessu
sinni flytur Bubbi plötuna Sól að
morgni, en á henni er meðal ann-
ars að finna lagið Kveðja sem
hefur notið mikilla vinsælda.
Tónleikar Bubba annað kvöld
hefjast klukkan 21 og fer miðasala
fram á Nasa. Næstu tónleikar
kóngsins verða í byrjun október,
þá aðrir í nóvember og tónleika-
röðinni lýkur með Þorláksmessu-
tónleikunum vinsælu.
Bubbi spilar á Nasa
BUBBI MORTHENS Spilar plötuna Sól að
morgni í heild sinni á Nasa annað kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Leikkonan kynþokkafulla Eva
Longoria ætlar að segja skilið við
sjónvarpið eftir að þátturinn
Desperate Housewives lýkur
göngu sinni.
Longoria, sem er 31 árs, segist
elska sjónvarpsmiðilinn og þá rút-
ínu sem fylgi honum. Engu að
síður vill hún hætta eftir að þætt-
inum lýkur.
„Ég myndi aldrei hætta í Despe-
rate Housewives. Ég hef mjög
gaman af því að leika bæði í sjón-
varpi og kvikmyndum en ég myndi
aldrei leika í öðrum sjónvarps-
þætti á eftir Desperate House-
wives,“ sagði hún.
Longoria, sem leikur Gabrielle
Solis í þættinum, sést næst á hvíta
tjaldinu í myndinni How I Met My
Boyfriend´s Dead Fiancee á næsta
ári. Fyrsta stóra kvikmyndahlut-
verk hennar var í The Sentinel á
móti Michael Douglas, sem kom út
fyrr á þessu ári.
Þriðja þáttaröðin af Desperate
Housewives hefst í Bandaríkjun-
um hinn 24. september.
Hættir í sjónvarpi
DESPERATE HOUSEWIVES Longoria,
lengst til vinsti, mun ekki leika í öðrum
sjónvarpsþætti en Desperate House-
wives.
Hljómsveitin Á móti sól nýtur
greinilega góðs af velgengni söngv-
arans Magna Ásgeirssonar, sem
hefur gert góða hluti í Rock Star:
Supernova. Samkvæmt heimildum
blaðsins hefur sala á plötum hljóm-
sveitarinnar aukist meðfram sigur-
göngu Magna og þá mun Sena vera
að íhuga að setja tvær plötur sem
fyrirtækið gaf út árin 2001 og 2003
aftur í framleiðslu.
Þórir Gunnarsson, bassaleikar-
inn knái, var staddur í Los Angeles
þegar Fréttablaðið náði tali af
honum og spurði hann út í nýja
sigurgöngu hljómsveitarinnar. „Já,
við höfum eitthvað frétt af þessu,“
sagði hann, augljóslega spenntur,
enda verða úrslitin í þættinum til-
kynnt annað kvöld og þá kemur í
ljós hvort meðlimir sveitarinnar
þurfi að leita að nýjum söngvara.
„Við þurfum ef til vill að fara að
panta fleiri eintök,“ bætir hann við
og hlær.
Þórir var „ættleiddur“ af fjöl-
skyldu Magna í nokkra daga en
henni var sem kunnugt er boðið til
Los Angeles af Icelandair til að
veita Magna stuðning á síðustu
metrunum. „Við vonumst til að hitta
hann bráðum,“ bætir Þórir við en
sagðist ekki vera farinn að örvænta
ef Magna skyldi vera boðið gull og
grænir skógar eftir að þátttöku
hans lýkur. „Magni kemur bara til
liðs við okkur þegar hann er laus.“
Heimir Eyvindarson, umboðs-
maður og hljómborðsleikari Á móti
sól, sagðist kannast við að sala á
plötunni hefði aukist en ekki fjór-
faldast eins og sumir fréttavefir
hefðu haldið fram. „Ef síðasta plata
okkar hefði farið í 36 þúsund ein-
tök væri ég búinn að frétta af því,“
sagði hann og hló en bætti því við
að útlendingar væru farnir að sýna
sveitinni áhuga og hefðu jafnvel
reynt að prjóna sig í gegnum
íslenska heimasíðu sveitarinnar.
„Við höfum fengið mann til að þýða
hana og hann ætti að vera búinn að
klára verkefnið,“ bætti hann við.
freyrgigja@frettabladid.is
Á móti sól með byr í seglin
Á MÓTI SÓL Alltaf jafn hressir og sérstaklega nú eftir velgengni Magna í Rock Star.
FRAMLEIDD AF
TOM HANKS.
HAGATORGI • S. 530 1919
BJÓLFS
KVIÐA
ICELAND FILM FESTIVAL 2006
Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER
Looking for... A cock and bull .. Where the tru...
inconvinient tr... Down the valley jasmine woman
The Libertine
FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN
TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
Heimurinn hefur fengið
aÐvÖrun.
Aðsóknarmesta
heimildarmyndin í ár.
����
V.J.V. TOPP5.IS
�����
H.J. / MBL
DIGITAL
/ KEFLAVÍK
DIGITAL
Stórkostleg mynd frá
leikstjóranum Paul Grengrass
sem hlotið hefur einróma
lof gagnrýnenda.
FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
„the ant bully“
Frábær skemmtun
fyrir alla fjölskylduna ���
L.I.B. Topp5.is
���
S.V. Mbl.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
Kvikmyndahátíð
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 leyfð
LITTLE MAN kl. 8 - 10 leyfð
YOU, ME AND DUPREE kl. 10:10 B.I.12
Frábær dansmynd hlaðin geggjaðri tónlist en
myndin kom heldur betur á óvart í USA fyrir nokkru.
Með kyntröllinu
Channing Tatum
(“She’s the Man”)
Þegar þú færð annað tækifæri
þarftu að taka fyrsta sporið.
Deitmynd ársins.
STEP UP kl. 4 - 6:10 - 8 - 10:10 B.i. 7
STEP UP VIP kl. 5:05 - 8 - 10:10
UNITED 93 kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i.14
MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal kl. 4 - 6 Leyfð
YOU, ME AND DUPREE kl. 5:45 - 8 - 10:20 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 6:15 - 8:20 - 10:30 B.i. 12
5 CHILDREN AND IT M/- ensku tal kl. 3:50 Leyfð
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:20 B.i. 12.
OVER THE HEDGE M/- Ísl tal kl. 3:50 Leyfð
BÍLAR M/- Ísl tal kl. 4 Leyfð
Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt.
Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín.
Þetta er saga fjórðu vélarinnar. ����
T.V.KVIKMYNDIR.IS
Í EINU ORÐI SAGT
STÓRKOSTLEG MYND
�����
L.I.B. TOPP5.IS
����
H.J. MBL
STEP UP kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7
MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal kl. 6 Leyfð
THE ANT BULLY M/- ensku tal kl. 6 - 8 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10 B.i. 12
AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 Leyfð
MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
BJÓLFSKVIÐA kl. 10:15 B.i.16
Renaissance kl. 5:45 - 8 B.i.12
A cock and bull story kl. 10:30 Leyfð
Down the valley kl. 5:45 B.i.16
The Libertine kl. 8 - 10:30 B.i.12
Looking for Comedy in the Muslim world kl. 5:55 Leyfð
The Sisters kl. 8 B.i. 12
Where the Truth Lies kl. 10:15 B.i.12
/ AKUYREYRI
MAGNAVAKA kl. 10 leyfð
STEP UP kl. 6 - 8
MAURAHRELLIRINN- M/- Ísl tal kl. 6 leyfð
UNITED 93 kl. 8 - 10 B.I.12
GEGGJUÐ GRÍNMYND
4 vikur
á toppnum á Íslandi !
V.J.V. TOPP5.IS
����
����
S.U.S. XFM 91,9.
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI