Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN
F Ó L K Á F E R L I
13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR16
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
MAGNÚS ÁRNI MAGNÚSSON, aðstoðar-
rektor Háskólans á Bifröst, hefur verið
ráðinn til starfa hjá
Capacent. Magnús
Árni mun starfa
innan ráðgjafa-
sviðs Capacent.
Verkefni hans þar
verða á sviði sviði
almennrar stefnu-
mótunar innan einkageirans, félagasam-
taka og opinberrar stjórnsýslu. Þá mun
Magnús gegna veigamiklu hlutverki við
samhæfingu ráðgjafar og rannsókna
innan Capacent. Magnús hefur starfað
sem aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans
á Bifröst frá 2001 og veitti jafnframt
viðskiptadeild skólans forstöðu sem
deildarforseti frá 2003 til 2005 þegar hann
tók við sem deildarforseti nýstofnaðrar
félagsvísinda- og hagfræðideildar. Hann
hlaut mat sem dósent við skólann vorið
2003. Magnús er með M.Phil. gráðu í
Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla í
Englandi, MA-gráðu í þróunar- og alþjóða-
hagfræði frá University of San Francisco
og BA í heimspeki frá Háskóla Íslands.
Hann er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur
listfræðingi og eiga þau þrjú börn.
TINNA JÓHANNSDÓTTIR hefur verið ráðin
framkvæmdastjóri SMÁÍS – samtaka
myndrétthafa á Íslandi, í stað Hallgríms
Kristinssonar sem farinn er til starfa hjá
svæðisskrifstofu MPA – Motion Picture
Association í Brussel. Samtökin mynda
kvikmyndahús, helstu útgefendur kvik-
mynda- og sjónvarpsefnis, sjónvarps-
stöðvar og helstu dreifingaraðilar tölvu-
leikja á landinu; 365 Ljósvakamiðlar,
RÚV, Skjárinn, Bergvík, Myndform,
Sam-Félagið og Sena. SMÁÍS er sam-
starfsaðili MPA hér á landi. Tinna starf-
aði áður hjá Íslenska sjónvarpsfélaginu
– Skjá einum og 365 – Sirkusmiðlum, við
framleiðslu- og framkvæmdastjórn.
STEFÁN B. GUNNLAUGSSON er nýr sér-
fræðingur hjá Íslenskum verðbréfum.
Stefán er fæddur
árið 1970. Hann
útskrifaðist sem
sjávarútvegs-
fræðingur hjá
Háskólanum á
Akureyri 1995 og
lauk MSc-gráðu í
fjármálahagfræði
frá Háskólanum í Stirling í Skotlandi
1997. Frá 1997 til 2003 starfaði Stefán
sem sérfræðingur hjá Landsbankanum
á Akureyri. Frá 2003 hefur Stefán verið
lektor við Viðskiptadeild Háskólans á
Akureyri. Samhliða störfum sínum hjá
ÍV er Stefán áfram lektor við Háskólann
á Akureyri. Eiginkona Stefáns er Linda
Benediktsdóttir og eiga þau eina dóttur.
Bandaríski tölvurisinn IBM
hefur fengið leyfi til að smíða
hraðvirkustu tölvu í heimi í rann-
sóknarstofu bandaríska orku-
málaráðuneytisins í Los Alamos
í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölv-
an, sem hefur fengið vinnuheitið
Roadrunner, verði fjórum sinn-
um hraðvirkari en BlueGene/L,
sem IBM smíðaði og er heimsins
hraðvirkasta tölva nú um stund-
ir.
Í tölvunni verða 16.000 hefð-
bundnir ofurörgjörvar og jafn
margir örgjörvar sem notaðir
eru í nýju PlayStation 3 leikja-
tölvunni frá Sony og þykja
þeir hraðvirkustu um þessar
mundir. Jafn margir örgjörvar
eru í BlueGene/L ofurtölvunni
en ástæðan fyrir aukinni getu
nýju tölvunnar er sú hversu
örgjörvarnir sem munu prýða
leikjatölvuna eru öflugir.
Þá standa vonir manna til að
ofurtölvan Roadrunner geti fram-
kvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s)
útreikninga á sekúndu en slíkt
jafngildir þúsund billjón (þúsund
x milljón x milljón) útreikning-
um á sekúndu. Til samanburðar
getur BlueGene/L og sú hrað-
virkasta nú um stundir fram-
kvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s)
eða 136,8 billjón útreikninga á
sekúndu.
Á meðal þess sem ofurtölvan
mun gera er að búa til líkan til
að greina fyrirbyggjandi áhrif
próteins gegn sjúkdómum á borð
við Alzheimer.
Reiknað er með að smíði
Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir
tvö ár. - jab
NÝ OFURTÖLVA Á LEIÐINNI Bandaríski
tölvurisinn IBM segir tvö ár þar til fyrirtækið
verði tilbúið með nýja öfurtölvu. Hún er
talsvert öflugri en þessar gömlu tölvur frá
IBM. MARKAÐURINN/HEIÐA
Ný ofurtölva
tilbúin eftir tvö ár
Eftir tvö ár lítur öflugasta tölva í heimi dagsins
ljós en hún mun gera líkön í læknisrannsóknum.
M
IX
A
•
fí
t
•
6
0
4
7
0
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Útflutningsráð heldur fræðslufund fimmtudaginn 14. september
kl. 8.30-10.00 í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð.
Fundurinn ber yfirskriftina Húmor í alþjóðaviðskiptum.
Fyrirlesari verður Rafn Kjartansson frá Háskólanum á Akureyri.
Fundurinn er öllum opinn og þátttaka ókeypis.
Skráning fer fram í síma 511 4000 eða á
www.utflutningsrad.is.
14. september
kl. 8.30-10.00
Húmor í
alþjóðaviðskiptum