Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR16 H É Ð A N O G Þ A Ð A N MAGNÚS ÁRNI MAGNÚSSON, aðstoðar- rektor Háskólans á Bifröst, hefur verið ráðinn til starfa hjá Capacent. Magnús Árni mun starfa innan ráðgjafa- sviðs Capacent. Verkefni hans þar verða á sviði sviði almennrar stefnu- mótunar innan einkageirans, félagasam- taka og opinberrar stjórnsýslu. Þá mun Magnús gegna veigamiklu hlutverki við samhæfingu ráðgjafar og rannsókna innan Capacent. Magnús hefur starfað sem aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst frá 2001 og veitti jafnframt viðskiptadeild skólans forstöðu sem deildarforseti frá 2003 til 2005 þegar hann tók við sem deildarforseti nýstofnaðrar félagsvísinda- og hagfræðideildar. Hann hlaut mat sem dósent við skólann vorið 2003. Magnús er með M.Phil. gráðu í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla í Englandi, MA-gráðu í þróunar- og alþjóða- hagfræði frá University of San Francisco og BA í heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur listfræðingi og eiga þau þrjú börn. TINNA JÓHANNSDÓTTIR hefur verið ráðin framkvæmdastjóri SMÁÍS – samtaka myndrétthafa á Íslandi, í stað Hallgríms Kristinssonar sem farinn er til starfa hjá svæðisskrifstofu MPA – Motion Picture Association í Brussel. Samtökin mynda kvikmyndahús, helstu útgefendur kvik- mynda- og sjónvarpsefnis, sjónvarps- stöðvar og helstu dreifingaraðilar tölvu- leikja á landinu; 365 Ljósvakamiðlar, RÚV, Skjárinn, Bergvík, Myndform, Sam-Félagið og Sena. SMÁÍS er sam- starfsaðili MPA hér á landi. Tinna starf- aði áður hjá Íslenska sjónvarpsfélaginu – Skjá einum og 365 – Sirkusmiðlum, við framleiðslu- og framkvæmdastjórn. STEFÁN B. GUNNLAUGSSON er nýr sér- fræðingur hjá Íslenskum verðbréfum. Stefán er fæddur árið 1970. Hann útskrifaðist sem sjávarútvegs- fræðingur hjá Háskólanum á Akureyri 1995 og lauk MSc-gráðu í fjármálahagfræði frá Háskólanum í Stirling í Skotlandi 1997. Frá 1997 til 2003 starfaði Stefán sem sérfræðingur hjá Landsbankanum á Akureyri. Frá 2003 hefur Stefán verið lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Samhliða störfum sínum hjá ÍV er Stefán áfram lektor við Háskólann á Akureyri. Eiginkona Stefáns er Linda Benediktsdóttir og eiga þau eina dóttur. Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rann- sóknarstofu bandaríska orku- málaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölv- an, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinn- um hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stund- ir. Í tölvunni verða 16.000 hefð- bundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikja- tölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti fram- kvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikning- um á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hrað- virkasta nú um stundir fram- kvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár. - jab NÝ OFURTÖLVA Á LEIÐINNI Bandaríski tölvurisinn IBM segir tvö ár þar til fyrirtækið verði tilbúið með nýja öfurtölvu. Hún er talsvert öflugri en þessar gömlu tölvur frá IBM. MARKAÐURINN/HEIÐA Ný ofurtölva tilbúin eftir tvö ár Eftir tvö ár lítur öflugasta tölva í heimi dagsins ljós en hún mun gera líkön í læknisrannsóknum. M IX A • fí t • 6 0 4 7 0 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsráð heldur fræðslufund fimmtudaginn 14. september kl. 8.30-10.00 í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð. Fundurinn ber yfirskriftina Húmor í alþjóðaviðskiptum. Fyrirlesari verður Rafn Kjartansson frá Háskólanum á Akureyri. Fundurinn er öllum opinn og þátttaka ókeypis. Skráning fer fram í síma 511 4000 eða á www.utflutningsrad.is. 14. september kl. 8.30-10.00 Húmor í alþjóðaviðskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.