Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 78
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR42 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Kaldi 2. Svartfjallalandi 3. Ekron LÁRÉTT 2 viðbót 6 dreifa 8 tilvera 9 knæpa 11 aust- urland 12 vondur 14 unna 16 skóli 17 andi 18 for 20 óreiða 21 jurt. LÓÐRÉTT 1 plöntutegund 3 býli 4 ógætinn 5 að 7 árviss 10 fiskur 13 suss 15 vingjarnleiki 16 starfsgrein 19 guð. LAUSN LÁRÉTT: 2 ábót, 6 sá, 8 ævi, 9 krá, 11 al, 12 illur, 14 elska, 16 fg, 17 sál, 18 aur, 20 rú, 21 gras. LÓÐRÉTT: 1 eski, 3 bæ, 4 óvarkár, 5 til, 7 árlegur, 10 áll, 13 uss, 15 alúð, 16 fag, 19 ra. Það verður ekkert til sparað þegar Björgvin Halldórsson stígur á svið í Laugardalshöllinni á stórtónleik- um sínum síðar í þessum mánuði. Bjöggi mun notast við tvo rándýra hljóðnema sem verða fluttir sér- staklega til landsins vegna tón- leikanna. „Þetta eru æðislega frægir og góðir míkrófónar og passa mér því vel,“ segir Bjöggi og aftekur þó með öllu að um eitthvert snobb sé að ræða. „Ég er bara að hugsa um hljómgæðin. Þetta eru Senn- heiser hljóðnemar, þeir dýrustu og vönduðustu í heimi og ég er ákaflega ánægður með að Pfaff hafi gengið í málið og reddað þeim til landsins.“ „Tveir svona hljóðnemar með hljóðnemarásum og öllu tilheyr- andi myndu kosta um 1,6 milljónir hjá okkur,“ segir Bragi Kort, sölu- stjóri hljóðdeildar Pfaff Borgar- ljósa, um þráðlausa Sennheiser hljóðnemana sem Bjöggi bíður spenntir eftir að syngja í. „Framleiðandinn liggur með nokkra svona hljóðnema á lager sem umboðsaðilar geta stundum fengið lánaða við sérstök tæki- færi. Bjöggi er þekktur fyrir að vilja aðeins það besta og Sennheis- er mun aðstoða okkur við að upp- fylla þessa ósk hans.“ Bragi segir að hljóðnemarnir verði svo sendir út aftur nema ein- hver vilji kaupa þá „en markaður- inn fyrir þessa dýru míkrófóna er ekki mjög stór hérna enda ekki margir tilbúnir að stökkva á stykk- ið fyrir 800 þúsund kall“. Bragi segir fjölda þekktra lista- manna nota þessa tegund hljóð- nema og segist til dæmis hafa séð til dívanna Whitney Houston og Norah Jones syngja í þessi tæki. Þá fullyrðir hann að þeir sem noti hljóðnemana fái betri gæði fyrir skildinginn. „Það má vel heimfæra þetta upp á hljómflutningstæki í heima- húsum. Ef þú ert með góðar græj- ur færðu betra sánd og ef hljóð- kerfið er gott þá skila þessir hljóðnemar sínu út í sal. Við félag- arnir í hljódeildinni vorum til dæmis mjög ánægðir með hljóm- burðinn á tónleikum Lou Reed í Laugardalshöll og þegar við fórum, af forvitni, að skoða hvaða tæki hann var með á sviðinu kom í ljós að hann var með þennan búnað.“ Bragi segir græjur af þessari tegund hafa verið notaðar á Mand- ela tónleikunum í Jóhannesborg og í Eurovision svo einhver dæmi séu nefnd. „Tónleikarnir í Jóhann- esarborg voru risavaxnir og það var ótrúlegur fjöldi þráðlausra míkrófóna á sviðinu á sama tíma. Mér skilst að fyrir þá tónleika hafi verið leitað beint til Sennheiser þar sem það þótti ljóst að enginn annar myndi ráða við þetta.“ Það má því ekki minna vera þegar Björgvin stígur á stokk í Höllinni ásamt rúmlega eitthund- rað manns, þegar mest lætur; eigin hljómsveit, gestasöngvur- um, bakröddum, Karlakórnum Fóstbræðrum og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. thorarinn@frettabladid.is BJÖRGVIN HALLDÓRSSON: MEÐ EINFALDAN SMEKK OG VILL AÐEINS ÞAÐ BESTA Syngur í fokdýra sérinnflutta hljóðnema AÐEINS ÞAÐ BESTA FYRIR BÓ „Góður söngvari skilar sér alltaf betur eftir því sem hljóðneminn er betri og Bjöggi er nú þekktur fyrir að geta sungið þannig að þetta getur aldrei verið nema til bóta. Hann gerir sér grein fyrir þessu og veit að þetta skiptir máli enda hefur hann mikinn áhuga á míkrófónum og á ansi myndarlegt hljóðnemasafn,“ segir Bragi Kort sem flytur Sennheiser hljóðnemana inn fyrir Bjögga. Borgarfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson sýndi nýlega á sér mjúku hliðina þegar hann heim- sótti Kattholt. Þar var lítil læða sem beið óþreyjufull eftir nýju heimili en hún hafði fundist vegalaus í vesturbænum. Borg- arfulltrúinn sá aumur á henni og tók kettlinginn með sér heim, sonum sínum tveimur til mikill- ar gleði. Læðan fékk fljótlega nafnið Kleópatra eftir hinni egypsku drottningu sem Eliza- beth Taylor gerði ódauðleg skil. „Ég er alinn upp við að hafa gæludýr á heimilinu,“ segir Björn Ingi þegar Frétta- blaðið innti hann eftir ástæðunni yfir komu þessa nýja fjölskyldu- meðlims sem Björn segir að hafi ekki síður uppeldislegt gildi en skemmt- anagildi. „Ég trúi því að börn læri að umgangast aðra og taka tillit til annarra með gæludýr inni á heimilinu,“ bætir hann við. Læðan dafnar vel á heimil- inu og kvartar helst undan því að synirnir tveir dekri of mikið við hana. „Hún er þó fljót að sakna þeirra þegar þeir fara,“ bætir Björn við og hlær. - fgg Björn Ingi ættleiðir Kleópötru BJÖRN INGI OG KLEÓPATRA Var veglaus kettlingur í vesturbænum en býr nú í góðu yfirlæti á heimili borgarfulltrúans. Stúlknasveitin Nylon hefur gert það gott í Englandi upp á síðkastið enda hafa þær til að mynda verið að hita upp fyrir hina vinælu bresku strákahljómsveit Westlife og stúlknabandið Girls Aloud. Ekki nóg með að þær séu á fullu að kynna nýju plötuna sína í Bret- landi því þær voru á dögunum fengnar til að troða upp í fermingu í Lundúnum. Um var að ræða fermingu að hætti gyðinga eða „Bar mitzvah“ þar sem öllu var tjaldað til að óskum fermingar- barnsins. „Við vorum bókaðar af umboðs- skrifstofunni okkar úti í þessa veislu,“ segir Alma en stúlkan sem var að fermast er mikill aðdáandi íslensku sveitarinnar. „Stelpan vissi ekki af þessu þannig að við komum óvænt inn í ferminguna og sungum tuttugu mínútna pró- gramm. Svo spjölluðum við aðeins við fermingarbarnið sem var him- inlifandi yfir uppátækinu,“ segir Alma og bætir því við að hún hafi aldrei séð aðra eins fermingu en hún var haldin í einbýlishúsi fjöl- skyldunnar og auk Nylon var plötusnúður og dansarar til að halda uppi stuði í veislunni. „Við værum alveg til í að taka svona uppákomar að okkur aftur því þetta var rosa gaman og öðru- vísi en að vera á tónleikum. Miklu persónulegra.“ Nylon-stúlkurnar eru staddar hér á landi þessa dagana en munu halda aftur út um helgina þar sem þær munu hita upp fyrir hljóm- sveitina McFly þar til í október en þá tekur við önnur hljómleikaferð með hljómsveitinni Journey South. „Það er heilmikil vinna framundan en þetta er svo gaman að við finn- um varla fyrir því,“ segir Alma að lokum. - áp Sungu í gyðingafermingu í London NYLON-FLOKKURINN Er ekki bara að troða upp í hljómleikahöllum því stúlkurnar voru fengnar til að syngja í fermingu að hætti gyðinga um daginn í Lundúnum að ósk fermingarbarnsins. FRÉTTIR AF FÓLKI Allt hefur verið logandi í illdeilum á bloggsíðu Davíðs Þórs Jónssonar, deetheejay.blogspot.com, að und- anförnu. Davíð skrifaði Bakþanka í Fréttablaðið á sunnudaginn í síð- ustu viku þar sem hann gagnrýndi skrif Sindra Eldon um tónleika Bubba í Laugardalshöll og skrif Barts Cameron um Rock Star-sjónvarpsþátt- inn í tímaritið Grapevine. Í Bakþönkunum lýsti Davíð óánægju með skrif Grapevine- manna og ekki hefur staðið á viðbrögðunum. Davíð hefur meðal annars þurft að verj- ast einum starfsmanni Grapevine og öðrum sem ekki eru sáttir við hann, en fjölmargir hafa einnig lýst yfir stuðningi við Davíð. Mikið hefur verið um partíhald í tengslum við IFF-kvikmyndahátíð- ina sem nú stendur yfir í Reykja- vík. Ísleifur Þórhallsson stjórnar hátíðinni og hefur verið duglegur við að fá hingað stórstjörnur en koma þeirra er ætíð tilefni til að halda gott partí. Á föstudagskvöld verður eitt slíkt á Rex, en þá munu Nick Cave og Ray Winstone verða aðalgestirnir. Mynd Cave, The Prop- osition, verður frumsýnd það kvöld en Winstone leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. Búist er við að aðdáendur Nicks Cave eigi eftir að slást um að komast í partíið enda ekki dónalegt að fá að skemmta sér með kappanum daginn fyrir tón- leikana í Höllinni. Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál, um ævi Jóns Páls Sigmarsson- ar, hefur lagst vel i íslenska biógesti og stefnir í að hún slái aðsóknar- met. Það er því bjart yfir Hjalta Úrsus Árnasyni framleiðenda hennar þessa dagana. Hjalti er auk þess búinn að selja Páli Magnús- syni og hans fólki á Sjónvarpinu sýningar- réttinn að myndinni, að sögn eftir að Heimir Jónasson og hans fólk á Stöð 2 afþökkuðu myndina. - hdm ... Davíð Smári Harðarson sem lést hefur um 45 kíló og miðlar reynslu sinni nú með líkams- ræktarnámskeiðum. 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.