Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Viðskiptahalli þjóðarinnar við útlönd hefur aldrei verið meiri en í ár og þó var metár í fyrra. Sérfræðingar hafa þó ekki teljandi áhyggjur af hallanum, enda hagvöxtur mikill og þjóðin standi því vel undir þessu. Helst er að hallinn hafi áhrif á gengi krón- unnar þannig að hún veikist og gengissveiflur kalla jú á ákveðinn óstöðugleika. Þá er öllum þeim sem láta sig efnahagsmál varða í fersku minni sú umræða um íslenska hagkerfið sem fór í gang í útlöndum í byrjun ársins. Þar stöldruðu greiningardeildir banka og fjölmiðl- ar sumir við viðskiptahallann og töldu ljóst að hér væri allt á hraðri niðurleið. Sú var þó ekki raunin og hefur með nokkru átaki, bæði stofnana og fyrirtækja hér heima, tekist að leiða umræðuna inn á aðra braut, að hér njóti hagkerfið nokkurrar sérstöðu í smæð sinni og því eðlilegt að þar sjáist sveiflur. STÓRIÐJAN VEGUR ÞUNGT En hvað er viðskiptahalli? Jú, hann myndast þegar tekjur þjóðarinnar af útflutningi nægja ekki til að greiða fyrir kostnað af innflutningi hennar. Þann halla þarf að fjármagna, annað hvort með því að ganga á eignir landsmanna eða með því að taka erlend lán. Mikil og langvinn skuldasöfnun getur vissu- lega verið ávísun á fjárhagslega erfiðleika síðar meir, en þó skiptir eðli viðskiptahallans máli. Ef til dæmis er verið að flytja inn mikið af fjárfestingavöru sem leggur grunn að meiri útflutningi síðar er það jákvætt, enda lagt í kostnað sem síðar skilar sér í tekjum. Vel heppnuð fjárfesting borgar niður skuldsetn- inguna sem henni fylgir. Síður eftirsóknarvert er talið ef flutt er inn mikið af neysluvöru. Slík þróun er talin geta verið ávísun á langvinna skuldasöfnun erlendis og endað með greiðslu- erfiðleikum, gengislækkun og skertri getu til að flytja inn vörur þegar fram í sækir. Hér hefur vegið þungt fjárfesting vegna stóriðju, en einnig mikil neysla almennings. Hún er þó ekki talin jafnslæm og virst hefði getað í fyrstu, enda hafi gengi krónunnar verið hagstætt margvíslegum innkaupum. Neyslan dragist hratt saman þegar gengið verði óhag- stæðara, það sýni sagan okkur. Núna velta hagfræðingar þó fyrir sér hvort krónan bragg- ist of hratt. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings banka, segir að með upp- töku evrunnar myndi viðskiptahallinn hætta að skipta máli. „Viðskiptahallinn er fyrst og fremst bagalegur af því að hann getur skapað ýmis seljanleikavandamál á gjaldeyrismark- aði vegna þess að það þarf að fjármagna hann með einhverjum hætti. Þar fyrir utan þarf Vera kann að krónan braggist fullhratt Viðskiptahallinn er meiri en nokkru sinni. Hagfræðingar hafa þó ekki af honum stórfelldar áhyggjur, enda er hér hagvöxtur mikill, en benda á að helst hafi hann áhrif á gengi krónunnar. Óli Kristján Ármannsson ræddi við sérfræðinga um halla á viðskiptum við útlönd, áhrif hans og framtíðarhorfur. FLOTI NÝRRA BÍLA BÍÐUR TOLL- AFGREIÐSLU Ungur maður lætur sig dreyma um nýja jeppa í Sundahöfn í Reykjavík, innan um fjölda bíla sem verið er að flytja inn til landsins. Einkaneysla á borð við bílakaup hefur vegið þungt í viðskiptahalla þessa árs og síðasta og spurning hvort lát verði á. MARKAÐURINN/GVA ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON „Skynsemi og fyrirhyggja í ákvarðanatöku einstaklinga varðandi eigin hag leiðir oftast af sér bestu niðurstöðu fyrir efnahagslífið í heild. Þannig hefur íslenskt efnahagslíf sýnt sig að vera afar sveigjanlegt þegar kemur að því að fyrirtæki og einstaklingar bregðist við gengisbreytingum.“ ÁSGEIR JÓNSSON „Það er hægt að hafa viðskiptahalla töluverðan ef vöxtur erlendra skulda er ekki meiri en vöxtur landsframleiðslu. Núna er hagkerfið búið að vaxa um 50- 60 prósent á síðustu tíu árum og í þeim samanburði má segja að það sem þótti mikið í erlendum skuldum þá þykir kannski ekki mikið núna.“ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR „Krónan hefur styrkst frá því hún var hvað veikust á árinu og alveg ljóst að ef hún verður sterk áfram gætum við þurft aðra gengislækkun 2008 eða 2009 til að fá utanríkisviðskiptin nær jafnvægi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.