Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 14
14 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR VATNSRÁÐSTEFNA Kínversk kona lítur út um dyr sem notaðar hafa verið undir auglýsingu um vatnsráðstefnu sem fram fer nú í Kína. Um þrjú þúsund sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum sækja ráðstefnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÚBA Indverskt olíufyrirtæki hefur skrifað undir samning um olíuleit og rannsóknir norðan við Kúbu í kjölfar bandarískrar skýrslu um að þar kunni að leyn- ast gífurlegar birgðir af olíu og gasi. Kínversk og kanadísk fyrir- tæki hafa einnig tryggt sér rétt- indi á svæðinu, ásamt Norsk Hydro. Væntanleg olíusvæði eru ein- ungis 80 kílómetra undan strönd- um Bandaríkjanna og væri því einkar hagkvæmt að flytja olíuna beint á markað. Bandarísk fyrir- tæki eru hins vegar úti í kuldan- um vegna hins 44 ára gamla við- skiptabanns. Tveir þingmenn Repúblikana lögðu fram frumvarp fyrr í sumar um að stærri olíufyrir- tæki yrðu undanþegin viðskipta- banninu, enda þjóni það ekki lengur hagsmunum bandarísku þjóðarinnar að viðhalda ströngu banni. Kirby Jones, forseti viðskipta- ráðs Bandaríkja og Kúbu, segir í viðtali við BBC að þetta sé í fyrsta skipti sem Bandaríkin finni fyrir virkilega neikvæðum áhrifum viðskiptabannsins. Hann segir að nú sé spurning hvort Bandaríkin sitji hjá og horfi upp á olíuna renna til annarra þjóða, eða taki þátt í veislunni. - kóþ Þrýstingur á bandaríska þingið vegna olíufundar við Kúbustrendur: Viðskiptabann endurskoðað? SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Fidel Rivero, forstjóri olíufélags kúbverska ríkisins tekur í hönd R. S. Butola, fram- kvæmdastjóra ONGC. DÓMSMÁL Fjörtíu og fimm ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir innbrot í íbúðarhúsnæði í Reykjavík á Þorláksmessu í fyrra og stolið þaðan fatnaði, matvæl- um og jólagjöfum að verðmæti rúmlega tvö hundruð þúsund króna. Konan var ennfremur ákærð fyrir að hafa sama dag brotist inn í kjallaraíbúð og stolið þaðan fatnaði og tveimur ferðatöskum að óþekktu verðmæti. Þá er hún ákæra að stela ýmsu smálegu úr verslun. Ofangreind mál voru tekin til aðalmeðferðar í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. - æþe Bíræfin innbrotsþjófur: Braust inn og stal jólagjöfum ÁSTRALÍA, AP Minnst tíu stingsköt- ur hafa fundist dauðar við austur- strönd Ástralíu síðan krókódíla- maðurinn geðfelldi Steve Irwin lést af áverkum vegna stungu einnar slíkrar. Sköturnar voru illa farnar og virtist hafa verið mis- þyrmt. Yfirvöld í Quennsland ótt- ast að um „hefndaraðgerðir“ aðdá- enda krókódílamannsins sé að ræða. Talsmaður dýraverndunarsam- taka Steves Irwin lýsti yfir við- bjóði vegna skötudrápanna og sagði að slík hegðun væri „ekki í anda Steves“. Stingskötur eru mannfælin dýr og að mestu meinlaus, en svara fyrir sig, séu þau áreitt. - kóþ Aðdáendur Steves Irwins heitins: Hefna sín á skötum MINNINGARATHÖFN Stingskötudrápin eru ekki anda Steve Irwin. LÖGREGLUMÁL Ökumaður slapp ómeiddur eftir að hafa keyrt út af, farið í gegnum girðingu og hafnað í skógræktarlandi við Breiðabólstað í Miðdölum í gær. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaðurinn hafi sofið fast undir stýri þegar óhappið varð. Vegfarendur sem komu að fluttu manninn í Hreðavatnsskála þar sem kallað var eftir aðstoð lögreglu. Símasambandslaust var á slysstað. Þetta er annað umferðaró- happið á tveimur dögum í umdæmi lögreglunnar í Búðardal þar sem grunur leikur á að ökumenn sofið undir stýri. - kdk Slapp ómeiddur í Búðardal: Sofandi bílstjóri keyrði út af NEYTENDUR „Það sem stendur upp úr er að hér er um að ræða mjög miklar hækkanir á grunnmatvöru, um tugi prósenta, sem ekki er hægt að útskýra með eðlilegum þáttum að okkar áliti,“ segir Henný Hinz, verkefnisstjóri verð- lagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Henný segir að þrátt fyrir mikla verðbólgu og þensluástand í þjóðfélaginu sé ekki hægt að útskýra þessa miklu hækkun eins og raun ber vitni með eðlilegum hætti. Hún segir enn fremur að verslanir noti sér ástand líkt og nú er til að lauma verðhækkunum út í verðlagið í þeirri von að þær veki ekki eftirtekt. „Að mínu mati er skýringuna fyrir hækkuninni helst að finna í því að hér séu verslanirnar að reyna að vinna upp mikið tap sem varð í verðstríðinu í fyrra þar sem verið var að selja vörur langt undir kostnaðarverði og var versl- ununum afar erfitt,“ segir Henný og vísar til verðstríðsins á milli lágvöruverðsverslananna í fyrra þegar meðal annars mjólkurlít- rinn var seldur á eina krónu á tímabili. „Þetta tímabil kostaði verslanirnar gríðarlega fjármuni og það var alveg ljóst bæði meðan á verðstríðinu stóð og í kjölfarið að einhver þurfti að borga brús- ann og nú er komið að því að neyt- endur eru að gera einmitt það.“ Ef niðurstöður könnunarinnar sem gerð var í síðustu viku eru bornar saman við niðurstöður samskonar verðlagskönnunar sem gerð var í byrjun árs, vekur athygli hversu mikil hækkun hefur orðið á mjólk og öðrum mjólkurafurðum á tímabilinu. Einn lítri af mjólk hefur hækkað um tæp sautján prósent í öllum lágvöruverðsverslununum nema Nettó, en þar hefur lítrinn hækkað um fjörtíu prósent frá því í janúar síðastliðnum. Mjólkurlítrinn kost- ar nú að meðaltali 75 krónur í öllum verslununum en var á 61 krónu í ársbyrjun. Þá hefur stoðm- jólk fyrir ungabörn hækkað um helming, úr 42 krónum í 63 krónur nú. aegir@frettabladid.is Mest hækkun á mjólkurvöru Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ hefur verð á matvöru hækkað umtalsvert frá því í upphafi árs. Henný Hinz, hjá verðlagseftirliti ASÍ, segir neytend- ur vera að borga fyrir verðstríð verslana. VERSLUN Samkvæmt nýrri verðlags- könnun hefur verð á matvöru hækkað umtalsvert síðan í janúar á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RANNSÓKNIR Veitt hefur verið und- anþága til útboðs byggingar öryggisrannsóknarstofu á Keld- um, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði. Útboðið hefur þegar verið auglýst, að sögn Helga S. Helgasonar framkvæmdastjóra. Stjórnvöld stöðvuðu útboð allra opinberra framkvæmda fyrr á árinu vegna stöðu efnahagsmála í landinu. Áður höfðu þau sam- þykkt að veita 90 milljónum króna til uppbyggingar öryggisrann- sóknarstofu á Keldum vegna yfir- vofandi hættu á að fuglaflensa bærist til landsins með farfugl- um. Samkvæmt áætlunum átti byggingin að vera tilbúin í febrú- ar. Fagaðilar sem Fréttablaðið ræddi við, eftir að framkvæmdir stöðvuðust, töldu að hættan á fuglaflensa bærist hingað yrði ef til vill enn meiri á næsta ári en hún var í ár. Helgi segir að útboð- ið nú nái til fyrri hluta fram- kvæmdanna, sem er bygging sjálfs hússins. Enn sé verið að vinna í hönnun loftræstingarinn- ar. Hann kveðst telja að töfin sem varð á útboðinu seinki verkinu ekki um meira en mánuð, gangi nýjar áætlanir eftir. „Það er feikilega gott að fá þetta því við verðum aftur í svip- aðri hættu og við vorum í ár, þegar farfuglar koma til landsins,“ segir Helgi. „Menn eru mjög ánægðir og þakklátir stjórnvöldum fyrir að hafa sýnt okkur þennan skiln- ing.“ - jss Útboð opinberra framkvæmda: Keldur fengu undanþágu GRUNNURINN BÍÐUR Grunnurinn undir nýju öryggisrannsóknarstofuna er tilbúinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.