Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 72
36 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af „Rieg“ og Fréttablaðið hefur einn- ig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer „Rieg“ mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokk- ur ummæli í þræðinum sem var eytt en „Rieg“ stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir. „Nú frétti ég að stjórnin bauð honum (Erni, innsk., blm) gull og græna skóga á sama tíma og okkar efnilegustu strákar spila nánast fyrir skóna og smánarleg- an bónus. Hvað er verið að meina með þessu að borga Erni rúmlega þrisvar sinnum meira en Fannar og Elvar fá samtals. Þetta kalla ég ekki að fá til liðsins menn á réttum forsendum. Svo er algert lágmark að standa í skilum við þá leikmenn sem eru hjá okkur áður- en stórir samningar eru gerðir við unglinga. [...] Ég tel þetta ekki rétta vettvanginn til að nefna tölur nákvæmlega en þetta er alveg pottþétt svona. Ernir var í viðræðum við Stjörnuna og faðir hans gaf sterklega til kynna hvað hann fengi hjá Val og meira að segja Stjörnumönnum þótti það mikið. Ég veit alveg hvað Fannar, Elvar og Ingvar eru að fá og það er í engum tengslum við þetta [...] það er skandall hvernig stjórnin hefur komið fra við Loutoufi og það er líka skandall hve seint og illa vissum leikmönnum hefur verið greitt. Svo eru menn bara með stæla þegar núverandi leik- menn vilja fá smá hækkun. [...] það er annað sem gerir mig ósátt- ann. Hvernig Óskar Bjarni kom fram í Fréttablaðinu þegar til- kynnt var um Erni. Af ummælum Óskars að dæma hefur hann mun meiri trú á þessum Erni heldur en okkar strákum, sem ég tel að séu meira efni ef eitthvað er. Enda kemur þetta fram í samningnum sem stjórnin gerir við Erni sem er margfaldur á við aðra samninga við stráka af svipuðu reyki.“ Þegar þarna er komið við sögu stígur Örn Franzson, faðir Ernis Hrafns, inn í umræðuna og útskýrir sína hlið mála þó honum sé það ekki að skapi þar sem ásak- anirnar komi frá manni sem þori ekki að koma fram undir nafni. „Rieg“ var fljótur til svars. „Ég fer ekki ofan af því að samningurinn hans Ernis er miklu hærri en hjá öðrum leikmönnum Vals á svipuðum aldri. [...] svo er það alveg óþolandi að í hvert skipti sem einhver Valsmaður gagnrýnir stjórn félagsins þá er hann orðinn óvinur. [...] ég get engann veginn sætt mig við að vel menntaður maður eins og þú (Örn Franzson., innsk. blm) skulir skrifa á spjall okkar Valsmanna og efast um heilindi mín sem Vals- manns [....] byrjaði nú á að ganga í Val og segja af þér sem fjölmiðla- fulltrúi Aftureldingar áður en þú kemur á þetta spjall og hraunar yfir menn sem hafa stutt Val í gegn súrt og sætt og það án þess að sonur þeirra sé að fá milljónir í laun (á samningstímanum). [...] virðingarfyllst, RIEG, stuðnings- maður Vals síðan 1981.“ „Rieg“ tjáir sig einnig á spjall- síðu Vals þegar Baldvin Þor- steinsson hafði framlengt samn- ing sinn við Valsmenn. „Mér finnst nú samt skrítið að þessi afkomandi kvótagreifa númer 1 skuli þurfa að fá borgað frá klúbbi sem veltir minna á ári en fyrirtæki pabba hans fyrir hádegi á einum góðum degi. Mér bara finnst þetta og tel að við hefðum ekki átt að láta það eftir Óskari að sleikja upp sloslóðann eftir hann Baldvin til að fá hann til baka. Við höfum helling af ungum ferskum rétthentum Vals- mönnum sem hafa vanist því að vinna fyrir hlutunum innan sem utan vallar.“ - hbg Hvað skrifaði „Rieg“ á spjallborð Vals? Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins FJARLÆGT Hér sést hluti af svari „Rieg” til Arnar Franzsonar, föðurs Ernis Arnarsonar. Stór hluti þessa svars er í greininni sem fylgir þessari mynd. AF HVERJU FÆR BALDVIN BORGAÐ? „Rieg” tjáir sig hér um launamál Bald- vins Þorsteinssonar. HANDBOLTI Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyr- irliði, sakað Hjálmar Vilhjálms- son, varaformann handknatt- leiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals- manna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Notandi að nafni „Rieg“ á spjallsíðu Vals var rakinn inn í fyrirtæki Hjálmars en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir Hjálmar vera eina manninn í fyrirtækinu í fyrirtækinu sem hafi áhuga og vit á handbolta. Geir heldur því fram að Hjálmar hafi játað fyrir sér verknaðinn þegar hann gekk á hann með málið. Hjálmar vildi ekki ræða málið við Fréttablaðið en sagði sögu Geirs ósanna. Fréttablaðið setti sig í sam- band við formann Fram, Guð- mund B. Ólafsson, en Geir gekk á hans fund á sínum tíma og fór fram á afsökunarbeiðni frá Hjálmari fyrir sig og Val. „Geir Sveinsson talaði við mig en í sjálfu sér kom ekkert út úr því. Ég sagði við hann að ef þetta væri rétt þætti mér það mjög leitt fyrir hönd félagsins,“ sagði Guðmundur, sem talaði við Hjálmar í kjölfarið. „Við rædd- um saman og það samtal er á milli okkar. Annars er verið að bera sakir á Hjálmar og þetta kemur í sjálfu sér Fram ekkert við. Ég hef engar sannanir um eitt eða neitt og Hjálmar verður að svara því til sjálfur hvort þess- ar ásakanir séu sannar.“ Guðmundur segir að honum finnist ekki eðlilegt að menn séu að tjá sig á öðrum spjallsíðum, en þeir sem það geri verði að standi fyrir sínu sjálfir. „Aðalstjórn félagsins mun ekkert gera í þessu máli en hand- knattleiksdeildin hlýtur að ræða þetta á sínum fundi þar sem um er að ræða varaformann deildar- innar. Annars er þetta ekki mál- efni Fram. Ef Hjálmar er að skrifa það sem hann er sakaður um þá er hann að skrifa það per- sónulega og ekki fyrir hönd félagsins á neinn hátt. Þannig að þetta er í sjálfu sér Fram óvið- komandi,“ sagði Guðmundur. Kjartan Ragnarsson, formað- ur handknattleiksdeildar Fram, vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. „Ég vísa þessu máli bara á Hjálmar enda hef ég ekkert kynnt mér það. Hjálmar hlýtur að geta svarað fyrir sig,“ sagði Kjartan en eftir að blaðamaður hafði kynnt málið fyrir Kjartani sagði hann: „Mér finnst þetta ekki stórar ásakanir og málið ekki stórt. Þetta er alfarið mál Hjálmars og þú verður að tala við hann.“ henry@frettabladid.is Þetta er ekki málefni Fram Guðmundur B. Ólafsson, formaður Fram, segir deilu Geirs Sveinssonar og Hjálmars Vilhjálmssonar ekki koma Fram við. Hafi Hjálmar á annað borð gert það sem hann sé sakaður um sé það hans eigið mál enda hafi hann ekki verið að mæla fyrir hönd félagsins. Formaður handknattleiksdeildar segir málið ekki stórt. FORMAÐURINN RÓLEGUR Kjartan Ragn- arsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir ásakanirnar í garð varafor- mannsins ekki merkilegar. HVAÐ GERIR HJÁLMAR? Hjálmar Vilhjálmsson, varaformaður handknattleiksdeildar Fram, hefur enn ekki tjáð sig um ásakanir Geirs Sveinssonar í sinn garð. Hann sést hér í leik með Fram gegn Val fyrir tveim árum síðan. FORMÚLA Heimsmeistarinn í formúlu 1, Fernando Alonso, gagnrýnir Michael Schumacher í viðtali við spænska blaðið Marca. „Michael Schumacher er óheiðarlegasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og sá ökumaður sem hefur fengið flestar refsing- ar,“ sagði Alonso. Alonso, sem er tveimur stigum á undan Schumacher í keppni ökumanna, segir einnig að Schumacher og Ferrari njóti forréttinda í Formúlu 1. „Það er mikil pólitík í formúlunni. Schumacher er sigursælasti ökumaðurinn í sögu keppninnar og hefur oft notið góðs af því. Ferrari-liðið hefur svo oft farið yfir strikið að það er ólýsanlegt,“ sagði Alonso. - dsd Fernando Alonso: Schumacher er óheiðarlegur FERNANDO ALONSO Er ekki sáttur við keppinaut sinn Michael Schumacher og keppnislið hans, Ferrari. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Ívar Ingimarsson hefur leikið alla leiki Reading í ensku úrvals- deildinni á þessari leiktíð og virðist vera búinn að festa sig vel í sessi hjá liðinu. Ívar skoraði sigurmark Reading á mánudaginn þegar liðið sigraði Manchester City á heimavelli, 1-0. Markið skoraði Ívar með skalla en í sömu andrá og hann skallaði boltann koma varnarmaður Manchester City og skallaði í höfuð Ívars. Við þetta vankaðist Ívar og hann segist ekkert muna eftir því að hafa skallað að marki. „Varnarmaður þeirra, Distin, var aðeins á eftir mér og ég veit ekki hvort hann skallaði í gagnaugað á mér eða hvort öxlin á honum fór í mig, en ég vankaðist í smá tíma. Ég sá bara stjörnur en það var mjög fínt að fá að frétta það eftir á að boltinn hefði farið í mark- ið. Ég man ekkert eftir að hafa skallað boltann en svo kom James Harper, liðsfélagi minn, til mín brosandi og hristi mig til og þá áttaði ég mig á því hvað hefði gerst,“ sagði Ívar um markið góða. „Ég er mjög ánægður með þetta. Gott að fá markið, halda hreinu og fá þrjú stig, þannig að þetta er frábært fyrir okkur. Okkur veitir ekkert af því að fá eins mörg stig og við getum fengið,“ sagði Ívar. Reading hefur nú fengið sex stig úr fyrstu fjórum leikjunum og Ívar er nokkuð sáttur við þá byrjun. „Byrjunin hefur bara verið ágæt og að vera komnir með sex stig eftir fjóra leiki er bara nokkuð gott. Það skiptir gríðarlega miklu máli að byrja vel í þessari deild og við höfum núna unnið báða okkar heimaleiki en tapað báðum útileikjunum. Vonandi förum við bara að ná í stig á útivelli líka,“ sagði Ívar og bætti því við að markmið Reading væri að halda sæti sínu í deildinni. „Mark- miðið er að halda sætinu í deildinni og að gera það vel. Eftir gott tímabil í fyrra er sjálfstraustið mjög gott í liðinu en við vitum alveg að við erum í úrvalsdeild núna og það er erfiðara.“ ÍVAR INGIMARSSON: SKORAÐI SITT FYRSTA ÚRVALSDEILDARMARK Á MÁNUDAGINN Í SIGURLEIK READING Man ekki eftir að hafa skallað boltann Ísland mætir Lúxemburg í kvöld Íslenska landsliðið í körfubolta mætir í kvöld Lúxemburg í B-deild Evrópukeppninni en leikurinn verður í Keflavík. Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá þeim tveimur leikj- um sem liðið hefur leikið til þessa. Ísland tapaði fyrir Finnum á heimavelli fyrir viku síðan og um síðustu helgina tapaði íslenska liðið fyrir Georgíu ytra. Leikurinn í kvöld er því gríðarlega mikilvægur og óhætt er að segja að ef þessi leikur tapist sé öll nótt úti. Lúxemborgarar hafa sömuleiðis tapað báðum sínum leikjum til þessa. Leikurinn er því gríðarlega þýð- ingarmikill fyrir íslenska liðið. Leikurinn er eins og áður sagði í Keflavík og hefst hann kl. 20.00. Fjölmennum nú á leikinn og hvetjum strákana okkar til sigurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.