Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 8
8 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA Velkomin á sjávarréttahátíðina Fiskirí á 80 veitingastöðum um land allt. Komið og njótið gómsætra fisk- og sjávarrétta í stórkostlegri sjávarfangsveislu. Kíktu á www.fiskiri.is www.fiskiri.is FO R ST O FA N 2 0 0 6 / M yn d : H al la S ó lv ei g Þ o rg ei rs d ó tt ir Helgina 15.-17. september 6 til sjö E N N E M M / S IA / N M 2 3 3 6 3 SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland Guðrún og Felix alla virka daga á SKJÁEINUM milli 18 og 19. Þátturinn er endursýndur milli 7 og 8 alla virka morgna. HEILBRIGÐISMÁL Samningur um kauptryggingu á bóluefni vegna heimsfaraldurs inflúensu verður að líkindum undirritaður að hálfu Íslands á næstu vikum. Þá eru samningar um kaup á hlífðarfatn- aði við farsóttum á næsta leiti. Þetta kemur fram í nýjum sótt- varnarfréttum Landlæknisemb- ættisins, þar sem fjallað er um viðbragðsáætlun við heimsfar- aldri, sem ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni var falið að leiða, samkvæmt samþykkt ríkisstjórn- arinnar. Vinnuhópar sem skipaðir hafa verið til að vinna að verkefn- inu hafa fjallað um það á víðum grunni. Mikilvægir áfangar hafa náðst á nokkrum sviðum. Keyptir hafa verið til landsins 89 þúsund með- ferðarskammtar af inflúensulyfj- um. Samið hefur verið um 20.000 skammta til viðbótar á þessu og næsta ári. Haldið verður áfram að auka birgðirnar. Samið hefur verið um neyðarbirgðir af dreypilyfjum sem eiga að duga í slæmum far- aldri í þrjá mánuði jafnvel þótt allir aðflutningar til landsins brygðust. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess að engin framleiðsla er á dreypi- lyfjum í landinu. Á næstunni verð- ur sett reglugerð um birgðahald nauðsynjalyfja hér. - jss LYFJABIRGÐIR Dreypilyfjabirgðir Land- læknisembættisins eiga eftir að aukast verulega á næstunni. Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri inflúensu: Tryggja kauprétt á bóluefni VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir nýi íslenski bjór- inn sem er væntanlegur? 2 Í hvaða landi var kosið til þings í fyrsta skipti á dögunum? 3 Hvað nefnist ný starfsþjálfun fyrir áfengissjúklinga? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 78 UMHVERFISMÁL Hópur frá Veraldar- vinum hefur verið á Austurlandi í sumar og unnið að tiltekt og þrifum víða í fjórðungnum. Í hópnum eru sjálfboðaliðar víðs vegar að úr heimilnum. Hópurinn hefur verið á Héraðs- sandi og við Selfljót og í síðustu viku var 15 manna hópur við störf í Mjóafirði við tiltekt og þrif á hafnarsvæðinu. Hópurinn gistir í Neskaupstað og er nú að hefja vinnu í Hjallaskógi við grisjun og stígagerð. Næsti hópur Veraldarvina er væntanlegur til Fjarðarbyggðar í dag og mun sá hópur vinna við þrif á Eskifirði og Reyðarfirði. -hs Tiltekt á Austurlandi: Sjálfboðaliðar vinna að tiltekt BAGDAD, AP Tvær tylftir manna dóu ofbeldisdauða í Írak í gær og er það nokkuð undir meðaltali ágústmánaðar, en þá lést 51 maður að jafnaði daglega. Mest er ofbeld- ið í höfuðborginni Bagdad, en í gær létust þar sex og átján særð- ust eftir að bílsprengja sprakk. Mörg þúsund Bandaríkjamanna og Íraka reyna að gæta friðar og reglu í Bagdad, sem er í blönduðu héraði sjía og súnnía. Því er þar sérlega mikið um erjur, sem og í nágrenni borgarinnar. Fyrir norð- austan Bagdad, nálægt Baqouba- borg, sprakk sprengja við þjóðveg og skildi eftir 24 særða og fjóra til ólífis í gær. Þetta mun hafa verið önnur sprengja dagsins í bænum. Síðastliðinn mánudag var svo árás með sprengjuvörpum og vélbyss- um á bænahús sjía, rétt fyrir sunn- an Baqouba. Nokkrum súnníum og sjíum á íraska þinginu tókst þó að samein- ast í gær um að krefjast tíma- marka við hersetu Bandaríkja- manna í Írak. Verði hún að lögum, verða þau bindandi fyrir ríkis- stjórn landsins. - kóþ Ekkert lát á ódæðisverkum í Írak: Rúmlega fimmtíu drepnir daglega GERT AÐ SÁRUM EINS FÓRNARLAMBSINS Mynd tekin skömmu eftir slysið í sjúkra- húsinu í Baqouba, norðaustan við Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.