Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Það eru ekki einvörðungu hluta- bréf sem hafa hækkað skarpt á síðustu vikum því stofnfjár- bréf í SPRON tóku við sér seinni hlutann í ágúst. Frá því í byrjun ágúst nemur hækkun bréfanna um fjórðungi og má sennilega ætla að gott sex mánaða uppgjör sparisjóðsins hafi ráðið þar miklu um. Einnig er ljóst að SPRON hagnast verulega á skráningu Existu á markað í næstu viku en sjóðurinn er þriðji stærsti hluthafinn í Existu. Reikna má með að nokkru muni á markaðs- virði bréfanna og bókfærðu virði þeirra. Markaðsvirði SPRON er því 39,3 milljarða virði ef miðað er við gengið 3,9 á hvert stofnfjár- bréf. - hh HILDUR PETERSEN, FORMAÐUR STJÓRNAR SPRON Gengi stofnfjárbréfa hefur hækkað eins og virði hlutabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. SPRON 40 milljarða virði Baugur hefur eignast minni- hluta í breska tískufyrirtækinu Matthew Williamson, með það að leiðarljósi að styrkja félagið til sóknar á erlendri grundu. Tískufyrirtækið var stofn- að árið 1997 og hefur vaxið ört í höndum stofnenda. Joseph Velosa, forstjóri Matthew Williamson og annar stofnenda, segir að innkoma Baugs muni einkum gefa fyrirtækinu færi á að sækja inn á Bandaríkja- og Evrópumarkað. Velta Matthew Williamson er um einn milljarður króna það sem af er ári. Félagið selur vörur sínar til 160 tískuverslana um allan heim og rekur auk þess flaggskipsverslun í Mayfair í Lundúnum. Félagið stefnir að því að auka sölu í gegnum eigin verslanir. Kaupin fara fram í gegnum dótturfélag Baugs, Venture Business Unit, sem hefur verið að fjárfesta í smærri tísku- merkjum eins og hátísku kven- fataframleiðandanum PPQ. - eþa ÖRT VAXANDI TÍSKUFYRIRTÆKI Innkoma Baugs í eigendahóp Matthew Williamson gerir tískufyrir- tækinu kleift að sækja fram á við. Fjárfest í Matthew Williamson A F K O M A O R K U F Y R I R TÆ K J A N N A Á F Y R R I H L U TA Á R S I N S * Hagnaður fyrir skatt Hagnaður eftir skatta Hitaveita Suðurnesja -450 1.066 Landsvirkjun -22.959 -6.490 Orkuveita Reykjavíkur -9.854 -6.180 Alls -33.263 -11.604 * í milljörðum króna Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Á fyrri hluta ársins tekjufærðu orkufyrirtækin þrjú, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, tekju- skatt að upphæð 21,3 milljarðar króna en þar til um síðustu ára- mót voru fyrirtækin undanþegin greiðslu tekjuskatts. Skattainneignin myndast með tvenns konar hætti. Annars vegar tekjufærðu orkufyrirtækin 18 eða 26 prósenta tekjuskatt vegna taprekstrar á tímabilinu en sam- anlagt töpuðu þau 11,6 milljörð- um króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Neikvæð afkoma er að mestu leyti rakin til gengistaps af erlendum lánum. Dró reiknuð skattaeign verulega úr taprekstri LV og OR og skilaði HS réttu megin við núllið en tap félaganna fyrir skatt nam um 33 milljörðum króna. Hins vegar verður til skattainn- eign vegna mismunandi afskrifta- hraða á skattalegu verði eigna og skulda og bókhaldslegu verði þeirra en afskriftir eru hægari í skattalegu tilliti. Eignir hjá orku- fyrirtækjum eru afskrifaðar á 20-100 árum þannig að afskriftir eiga sér stað yfir langan tíma. „Þegar afskrifað er hraðar skatta- lega en bókhaldslega myndast skattsskuldbinding til framtíðar sem kemur þá inn sem kostnaður í rekstri en hins vegar hefur verið afskrifað hraðar í bókhaldi OR en skattalega á undanförnum árum, sem myndar þá skattalega eign,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. Reiknaða skattinneignin er eignfærð í efnahagsreikning en mótbókunin kemur í rekstrar- reikning. Áætla stjórnendur OR að inneignin hafi numið tveimur milljörðum króna en hún liggur ekki nákvæmlega fyrir. „Óvissan helgast af því að þetta eru eignir áratugi aftur í tímann sem er verið að meta upp til afskriftastofns í þessu skattalega umhverfi sam- kvæmt ákveðnum reglum. Menn hafa verið að viðra leiðir fyrir skattayfirvöld að samþykkja um hvernig þetta sé metið.“ Landsvirkjun átti í lok júni um 82 milljarða króna í ónotaðan skattalegan frádrátt. Fyrirtækið tekjufærði skattainneign að fjár- hæð 16,1 milljarður á fyrri hluta ársins en hefði getað tekjufært um 21 milljarð miðað við heim- ildir skattalaga. Að sögn Stefáns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs LV, voru öll varúð- arsjónarmið höfð til hliðsjónar við þetta mat. „Okkar mat er að þetta sé eign sem við getum nýtt okkur á næstu árum.“ STARFSMENN VIÐ FRAMKVÆMDIR Á KÁRAHNJÚKUM Tekjuskattsinneign orkufyrirtækja myndast vegna mismunar á afskriftahraða fastafjármuna í skattauppgjöri annars vegar og reikningsskilum hins vegar. Orkufyrirtækin færðu 20 milljarða skatt til tekna Skattainneign orkufyrirtækja myndast einkum vegna mismunar á bókfærðu virði eigna og skulda og skattalegu verði þeirra. LV átti 82 milljarða króna í ónotaðan skattalegan frádrátt. Sameining Kauphallar Íslands við norrænu kauphallasamstæð- una OMX, NASDAQ-markaðinn í New York og Kauphöllina í Lundúnum er góður kostur, að mati Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar. Kauphöllin hefur átt í viðræð- um um sameiningu við OMX, en orðrómur hefur verið uppi um að NASDAQ hyggist taka yfir OMX. NASDAQ á nú þegar fjórðungs- hlut í Kauphöllinni í Lundúnum og er búist við því að fullri yfir- töku verði brátt lokið. Sú staða gæti því komið upp að Kauphöllin yrði útibú alþjóðlegrar risakaup- hallar á Íslandi. „Íslendingar hafa fjár- fest langmest í Bretlandi og Bandaríkjunum auk Norðurlandanna. Á þessum mörkuðum eru svipuð viðhorf og vinnubrögð þannig ég hef ekkert nema gott um það að segja ef að sameiningu yrði,“ segir Þórður Friðjónsson. Þórður telur augljóst að sýni- leiki skráðra félaga verði meiri eftir því sem markaðssvæðið er stærra, auk þess sem auðveldara verði að laða að erlenda fjárfesta „Hér yrði þó eftir sem áður kaup- höll sem starfar samkvæmt regl- um íslenskra stjórnvalda. Okkar hagsmuna yrði gætt gaumgæfi- lega í hvers konar samstarfi.“ Viðræður við OMX eru vel á veg komnar, að sögn Þórðar, og má vænta niðurstöðu fyrir árs- lok. -jsk Risakauphöll góður kostur NASDAQ hefur sýnt OMX áhuga. Niðurstöðu að vænta úr sameiningarviðræðum Kauphallarinn- ar og OMX fyrir árslok. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON, FORSTJÓRI KAUPHALLAR ÍSLANDS Þórður telur sameiningu NASDAQ, LSE, OMX og Kauphallarinnar góðan kost. Stærra mark- aðssvæði auðveldi íslenskum fjárfestum að laða að erlent fjármagn. ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������ ���������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������ �������������������������������������� ������������������������������������ ������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������ ���������������������������� ���������������������������������������������������� ����� ������������������������������������������������� ���������� ������������� �������������������� ����������������� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.