Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 10
10 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR DANSAÐ Í TAÍVAN Spænski dans- flokkurinn Teatro Espanol de Rafael Aguilar sýnir nú flamengó dans í Taipei, höfuðborg Taívans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP vaxtaauki! 10% THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S Frímerki · Mynt · Vín · Skartgripir Muslingevej 40 · 8250 Egå · Tlf. +45 8612 9350 www.thauctions.com · e-mail: tr@thauctions.com FRÍMERKI • UMSLÖG • SEÐLAR • MYNT Laugardaginn 16. september n.k. munu sérfróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næstu uppboð. Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur stór uppboð á hverju ári auk þess að vera stöðugt með uppboð á Netinu. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er upp á umboðssölu eða staðgreiðsluviðskipti eftir óskum viðskiptavinarins. Þeir verða til viðtals á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 16. sept. kl. 10:00-13:00 og geta líka komið í heimahús eftir kl. 14:00. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991. ������������� ��������������������������� ���������������������������� ��������������������������������������� ������������� �������������������������������� SPILAFÍKN „Ég hugsaði um sjálfs- morð á hverjum einasta degi undir það síðasta. Það komst ekkert annað að í lífi mínu en spilakass- inn. Ég hélt að ég kæmist aldrei út úr þessu fari,“ segir Helgi Einars- son. Hann er 23 ára gamall og þekkir örvæntingu spilafíkilsins vel eftir áralanga baráttu við fíkn- ina. Á fermingaraldri var hann far- inn að stunda spilakassa og segir hann ástæðuna hafa verið þá að hann langaði að drýgja vasapen- ingana sína. Sautján ára hætti hann í skóla, draumar um framhaldsnám og ferðalög voru látin lönd og leið, enda segir hann ekkert annað hafa getað komist að í huga hans en spil. „Fíknina varð ég að fjármagna og því þurfti ég að vinna. Launin voru þó venjulega búin viku eftir útborgun. Hugurinn var þó ekki aðeins bundinn við spil á daginn því næturnar fóru yfirleitt í að skipuleggja hvernig ég gæti náð að verða mér úti um peninga næsta dag,“ segir hann hreinskilnislega. Tuttugu og eins árs gamall leit- aði Helgi sér fyrst hjálpar. Þá segir hann stöðuna hafa verið orðna þá að hann hefði verið búinn að svíkja alla í kringum hann og því hefði hann verið algerlega einangraður. „Fjölskylda mín hélt að ég væri í eiturlyfjum og töldu þunglyndið og kvíðann sem hrjáðu mig á þess- um tíma afleiðingar þess. Pening- ana sem ég fékk sífellt að láni hjá þeim töldu þau renna í neyslu,“ segir Helgi sem viðurkennir að á vissan hátt hafi honum þótt betra að aðstandendur hans héldu það. Spilafíkn hafi verið óþekkt hugtak og því takmarkaðs skilnings að vænta vegna hennar. Sífelldar sjálfsvígshugsanir urðu þó til þess að Helgi ákvað að reyna komast út úr vítahringnum. Fyrsta skref hans var að mæta á fund sem haldinn var á vegum SÁÁ. Hann hafði verið mjög ein- angraður um langt skeið í fíkn sinni og því segir hann hafa hjálp- að sér mikið að hitta fólk sem hafði verið í sömu sporum og hann þekkti svo vel sjálfur. „Þá loksins sá ég að ég var ekki einn,“ segir Helgi sem útskýrir að í raun hafi honum þótt sem hann hafi verið aleinn í heiminum með spilakass- anum svo lengi áður en það gerð- ist. Við tók meðferð á Vogi og síðar Staðarfelli. Um það bil nítján mán- uðir séu liðnir frá því hann kom aftur út í lífið. „Mér finnst samt eins og það sé rétt að byrja hjá mér núna. Maður var orðinn svo steiktur af því að hugsa ekki um neitt annað en peninga og spil sem engu höfðu þó skilað mér í gegnum árin,“ segir hann en viðurkennir að nokkrum sinnum hafi fíknin látið á sér kræla á þeim tíma. „Ég get samt ekki látið undan fíkninni til þess eins að snú aftur í eymd- ina.“ - kdk Var heltekinn af spilafíkn Sjálfvígshugsanir eru þekktar meðal spilafíkla að sögn yfirlæknis á Vogi. Helgi Einarsson glímdi lengi við spilafíkn. Hann var þjáður af sjálfsvígshugsun- um og þekkir örvæntingu spilafíkilsins. HELGI EINARSSON ÁNETJAÐIST SPILAKÖSSUM Á FERMINGARALDRI Segir ekkert hafa komist að annað en það hvernig hann gæti fjármagnað næsta dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ORKUMÁL Vafi leikur á því hvort tímaáætlanir vegna orkuöflunar fyrir álver í Helguvík munu stand- ast, en mikil aðsókn hefur verið í rannsóknar- og nýtingarleyfi á háhitasvæðum Reykjanesskaga í tengslum við fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir. Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, sagði nýverið í viðtali á NFS að það þyrfti að rann- saka mikið strax á næsta ári ef framkvæmdir við álverið ættu að hefjast á tilætluðum tíma. Umhverfisráðuneytið reiknar þó ekki með að taka afstöðu til máls- ins fyrr en á árunum 2009 til 2010. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri umhverfisráðuneytisins, segir að vinna við mat á verndar- gildum háhitasvæða sé þegar hafin og nú standi yfir 2. áfangi ramma- áætlunar um virkjanakosti á Reykjanesskaga. „Þetta er heild- stætt mat þar sem að við þurfum að taka afstöðu til þess hvernig við viljum hafa þessi mál. Viljum við bara taka út ákveðin svæði sem við sjáum fram á að gefi góða og mikla orku og vera þá bara sam- mála um að ákveðin svæði séu ein- faldlega þess eðlis að það eigi bara að vernda þau.“ Umhverfistofnun skilaði ráðu- neytinu nýlega áliti um tilrauna- rannsóknir á Reykjanesskaga og segir Ingimar það ekkert launung- armál að stofnunin leggist gegn framkvæmdum á svæðinu. Ekki náðist í Júlíus Jónsson vegna máls- ins þar sem hann er staddur erlend- is. - þsj Virkjun háhitasvæða á Reykjanesskaga: Óvíssa ríkir um orku fyrir álver LANDBÚNAÐUR Verði veruleg rösk- un í landbúnaði, til dæmis með lækkun eða afnámi tollverndar er hætt við stórfelldri byggðaröskun og í raun hruni byggðar á stórum landssvæðum. Svo segir í ályktun fundar sem afurðastöðvar í landbúnaði í Norð- vestur- og Norðausturkjördæmum efndu til fyrir helgi með fulltrúum verkalýðsfélaga, bænda og sveit- arstjórna á svæðinu. „Góð sátt hefur lengi ríkt um íslenskan landbúnað, enda hefur átt sér stað jákvæð þróun til hag- ræðingar, vöruframboð hefur stóraukist og framleiðslugæðin eru óumdeild í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði,“ segir enn fremur í ályktuninni. „Hlut- fall matvæla af útgjöldum vísi- tölufjölskyldunnar hefur snar- minnkað á nokkrum árum og hlutfall innlendrar búvörufram- leiðslu af útgjöldunum nemur nú aðeins 5,6 prósentum. Á sama tíma hefur stuðningur ríkisins til land- búnaðarins minnkað mjög mikið að raungildi sem hlutfall af heild- arútgjöldum ríkisins.“ Lagt er til að fulltrúar afurðastöðva og bænda vinni með stjórnvöldum að því að auka hagkvæmni og lækk- un virðisaukaskatts á matvæli til að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði til neytenda. - jss DILKAKJÖT Fundarmenn vilja að fulltrúar afurðastöðva og bænda vinni með stjórnvöldum að stefnumörkun í landbúnaði. Fundur afurðastöðva um lækkun eða afnám tollaverndar í landbúnaði: Hætta á hruni byggðarlaga HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftirlit Austurlands fann í síðustu viku kólígerla í lindarbrunnum sem sjá íbúum á Borgarfirði eystri fyrir neysluvatni. Við frekari eftir- grennslan kom í ljós að frágangi við tvo af sex lindarbrunnum svæðisins væri ábótavant. Helga Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að yfirborðsvatn hafi komist í brunnana. Heilbrigðu fólki á ekki að stafa nein hætta af neyslu vatnsins en viðkvæmir gætu fengið niðurgang eða magaverki. Þeim tilmælum er beint til fólks að sjóða allt neysluvatn við þessar aðstæður. - þsj Borgarfjörður eystri: Saurgerlar í drykkjarvatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.