Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 6
6 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR FÉLAGSMÁL Starfsemi kaffistofu Samhjálpar við Hverfisgötu er í uppnámi. Heiðar Guðnason, for- stöðumaður Samhjálpar, segir ákvörðun hafa verið tekna um að selja húsnæðið þar eð skipulagsyf- irvöld hafi þrýst mjög á Samhjálp að selja það og borgin hafi gefið fyrirheit um að útvega nýtt aðset- ur. Við þetta hafi ekki verið staðið. Hann segir algera óvissu ríkja um framtíð starfseminnar sem hafi séð heimilislausu og fátæku fólki fyrir máltíðum í 21 ár. Ótti hafi skapast meðal þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda en að jafnaði koma á bilinu 70-90 manns þanngað á degi hverjum. „Við vorum undir miklum þrýst- ingi af skipulagsyfirvöldum borg- arinnar um að selja. Það hefðum við ekki gert nema vegna þess að fyrirheit kom frá borginni um að nýtt húsnæði yrði útvegað. Það hefur ekki verið gert. Það vill víst enginn sjá eða vita af óhreinu börn- unum hennar Evu,“ segir Heiðar sem segist mjög ósáttur við þessa meðhöndlun borgaryfirvalda. Hann ítrekar að þeir sem þurfi að nýta sér þjónustuna sem rekin er á Kaffi- stofu Samhjálpar sé veikt fólk. Húsnæði Sam- hjálpar við Hverf- isgötu skiptist í framhús og bak- hús. Áætlað er að framhúsið verði rifið af nýjum eiganda í þessum mánuði en útlit er fyrir að starf- semi geti áfram verið í bakhúsinu um einhvern tíma eins og Heiðar segir nýjan eiganda hafa orðað það. Slíkt óvissuástand telur hann með öllu ólíðandi. Óvissa ríkir einnig um áfram- haldandi rekstur Konukots sem Reykjavíkur- deild Rauða krossins hefur rekið til þessa fyrir heimilis- lausar konur í tvö ár. Katla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross- ins, segir Konukot hafa verið til- raunaverkefni þar sem komið hafi í ljós að konur geti ekki deilt gisti- aðstöðu með körlum. Verkefninu ljúki í nóvember en þá taka borg- aryfirvöld við rekstrinum þó ekki sé komið í ljós hvernig rekstrinum verði háttað í framtíðinni. Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkur, segir að verið sé að vinna að því að leita að nýjum lausnum fyrir þessa hópa. Viðræður séu í gangi við Rauða krossinn um framtíð Konu- kots. Mikil vinna sé einnig í gangi við að leita að hentugu húsnæði fyrir Kaffistofuna. Vonast sé til þess að Kaffistofan geti verið á Hverfisgötu til áramóta en verið sé að athuga aðra kosti. Henni þyki staðan óheppileg en segir öruggt að farsæl lausn finnist. - kdk Þjónusta við heimil- islausa í uppnámi Ótti ríkir meðal þeirra sem þurfa að nýta sér mataraðstoð Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðumaðurinn segir fyrirheit hafa komið frá borginni um að nýtt húsnæði myndi finnast. Við það hafi ekki verið staðið og nú ríki alger óvissa um framtíðina. HEIÐAR GUÐNASON FORTSÖÐUMAÐUR SAMHJÁLPAR Segir ákvörðun hafa verið tekna um að selja húsnæðið þar sem Samhjálp hafi verið undir miklum þrýstingi af skipulagsyfirvöldum sem ekki vilja lengur hafa heimilislausa á Hverfisgötunni. Húsið hefði þó ekki verið selt nema vegna þess að borgaryfirvöld lofuðu að finna nýtt húsnæði í tæka tíð. Við það var ekki staðið. Það vill víst enginn sjá eða vita af óhreinu börn- unum hennar Evu. HEIÐAR GUÐNASON, FORSTÖÐUMAÐUR SAMHJÁLPAR STJÓRNMÁL Erla Ósk Ásgeirsdóttir, meistaranemi í stjórnsýslufræðum, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, meistaranemi í lögfræði, sækjast eftir formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Bolli Thoroddsen verkfræðinemi hefur gegnt starfinu undanfarin tvö ár og sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundi Heimdallar síðar í mánuðin- um. Erla Ósk var kosningastjóri Heimdallar í síðustu borgarstjórnarkosningum og situr í framkvæmda- stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Heiðrún Lind hefur verið í stjórn Heimdallar, varastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og gegnt starfi framkvæmdastjóra Landssambands sjálfstæðiskvenna. Kona hefur einu sinni verið formaður í næstum 90 ára sögu Heimdallar, var það Elsa B. Valsdóttir sem var formaður á árunum 1995 til 1997. Aldrei fyrr hafa tvær konur verið í framboði til embættis formanns. - bþs Bolli Thoroddsen lætur af starfi formanns Heimdallar: Erla og Heiðrún gefa kost á sér HEIÐRÚN LIND MARTEINSDÓTTIR BOLLI THORODDSEN ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR KJÖRKASSINN Horfðir þú á bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks í knatt- spyrnu kvenna? Já 42% Nei 58% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú kosið Magna í þættin- um Rock Star: Supernova? Segðu þína skoðun á visir.is DAMASKUS, AP Fjórir menn létust þegar hópur herskárra múslima gerði í gærmorgun tilraun til að ráðast inn í bandaríska sendiráðið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þeir voru vopnaðir rifflum, hand- sprengjum og að minnsta kosti einni bifreið búnni sprengjubún- aði, sem sprengdur var við sendi- ráðsvegginn. Sýrlenskar öryggissveitir stöðvuðu árásina áður en mennirn- ir náðu að komast inn fyrir girð- ingu, sem umlykur sendiráðið og er 2,5 metra há. Einn sýrlenskur öryggisvörður lést í árásinni, auk þriggja árásarmannanna. Að minnsta kosti ellefu manns særð- ust, þar á meðal kínverskur sendi- ráðsstarfsmaður, sem stóð uppi á þaki bílskúrs við kínverska sendi- ráðið, sem er í næsta nágrenni við bandaríska sendiráðið í Damask- us. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, sögðust þakklát Sýrlendingum fyrir að stöðva árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki haft sendi- herra í Damaskus frá því í febrúar á síðasta ári, þegar grunur vaknaði um að sýrlensk stjórnvöld hefðu átt hlut að morði Rafiks Hariri, forsætisráðherra Líbanons. - gb Sýrlenskir öryggisverðir stöðvuðu árásarmenn: Fjórir létust í árás á sendiráð Bandaríkjanna í Damaskus VIÐ INNGANG SENDIRÁÐSINS Sýrlenskur lögreglumaður stendur við inngang sendiráðsins þar sem ummerki árásarinnar sjást á rúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hefur trú á sínum manni Eyrún Huld Haraldsdóttir, sambýlis- kona Magna Ásgeirssonar, er þess fullviss að maður hennar muni standa uppi sem sigurvegari raunveruleika- þættinum Rockstar Supernova. SÖNGVAKEPPNI Byrjaðir að vinna Geimferjan Atlantis lagðist við alþjóð- legu geimstöðina í fyrradag. Bygginga- framkvæmdir við hana hófust í gær. GEIMFERÐIR SRÍ LANKA, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist hafa fengið vísbendingar frá stríðandi fylkingum á Srí Lanka um að þær séu reiðubúnar til viðræðna „án nokkurra skilyrða“. Benita Ferrero-Waldner, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórninni, sagði að vonast væri til að Tamílatígrar og ríkisstjórn Srí Lanka hittust í Ósló í byrjun næsta mánaðar. Markmið fundarins verður þó ekki að leysa sérstök ágreinings- mál, að sögn Eriks Solheim, sáttasemjara Norðmanna, heldur einungis að fá hina fornu fjendur til viðræðna. - kóþ Rofar til á Srí Lanka: Viðræður mögulegar Hassmoli í óskilum Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á hassmola sem gleymdist á veit- ingastað í bænum. Lögreglan auglýsti á vef sínum að eigandinn gæti vitjað molans á lögreglustöðina. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi er hann keyrði bifreið undir áhrifum áfengis á hús Vífilfells á Akur- eyri aðfaranótt 4. mars síðastlið- inn, með þeim afleiðingum að farþegi í bifreiðinni lést. Samkvæmt ákæru mældust um 1,8 prómill af áfengi í blóði ákærða eftir að hann ók bifreið- inni á húsið. Auk þess er talið að bifreiðinni hafi verið ekið á tæplega 80 kílómetra hraða norður Hjalteyrargötu uns ákærði missti stjórn á bifreiðinni og hafnaði á húsinu. Talið er að farþeginn, sem var 19 ára gamall, hafi látist nær samstundis vegna áverka á höfði og brjóstkassa. - mh Karlmaður á Akureyri: Ákærður fyrir manndráp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.