Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 60
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1894 Frídagur verslunarmanna er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Reykjavík. 1940 Ítalir ráðast inn í Egyptaland í síðari heimsstyrjöld. 1971 Uppreisnin í Attica-fangelsinu í Bandaríkjunum lýkur. 43 fangar og fangaverðir létust í átökunum. 1980 Tveir ungir menn klífa norðvesturvegg Skessuhorns í Skarðsheiði sem þangað til var talinn ókleifur. 1981 Borgarfjarðarbrúin er vígð. Brúin er 520 metrar og stóðu framkvæmdir í sjö ár. 1992 Guðrún Helgadóttir fær norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina Undan illgresinu. TUPAC SHAKUR LÉST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1996 Ég óttast ekki dauðann. Ég óttast að endurholdgast og snúa aftur til þessarar jarðvistar. Hvort ótti rapparans hefur ræst skal ósagt látið en hann var aðeins 25 ára þegar hann lést eftir skotárás nokkrum dögum fyrr. Rithöfundurinn Roald Dahl fæddist þennan dag árið 1916 í suðurhluta Wales en foreldrar hans voru norskir. Dahl er hvað þekkt- astur fyrir barnabækur sínar um Kalla og sælgætisgerð- ina, Jóa og risaferskjuna og Matthildi, og margar bóka hans hafa verið kvikmynd- aðar. Roald átti erfiða æsku. Hann missti föður sinn og systur aðeins þriggja ára gamall og sætti síðar ofbeldi í heimavistarskóla. Eftir skóla ferðaðist hann víða, fór meðal annars með leiðangri til Nýfundnalands og vann síðar í Tansaníu. Hann gekk til liðs við flugher Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni og flaug meðal annars til Grikk- lands og Sýrlands en var skotinn niður yfir eyðimörk í Líbíu árið 1942 og slasaðist lífshættulega. Fyrstu bókina sína, The Gremlins, skrifaði Dahl fyrir Walt Disney árið 1943 en löngu síðar var sagan kvikmynduð. Hann skrifaði nokkrar skáldsögur en árið 1960 hóf hann að skrifa sögur fyrir börnin sín sem síðan urðu gríðarvinsælar meðal barna jafnt sem full- orðinna um heim allan. Dahl skrifaði flestar bækur sínar á bóndabæ fjölskyld- unnar. Hann skrifaði tvo tíma að morgni og tvo tíma síðdegis milli þess sem hann sinnti bústörfum. Roald Dahl lést árið 1990, þá 74 ára gamall. ÞETTA GERÐIST: 13. SEPTEMBER 1913 Barnabókahöfundur fæðist „Þetta er rosa gaman,“ segir Andri Þór Arinbjarnarson, nýbakaður Norð- urlandameistari málaranema. Alls öttu fimm keppendur – einn frá hverju landi – kappi á Norðurlanda- mótinu, sem fram fór í Kaupmanna- höfn dagana 21. til 26. ágúst. Var það samdóma álit dómnefndarmanna að verkefni Andra væru leyst best af hendi. „Hver keppandi fékk til umráða nýsmíðaðan bás með þremur hliðum úr gifsplötum og einni hurð. Einn vegginn átti að veggfóðra, lakka hurð- ina og gólflista, sparsla í allt gifsið. Einum veggnum er skipt í tvennt þar sem á að hafa skreytingu fyrir neðan og skilti fyrir ofan. Þriðja vegginn áttum við svo að skreyta eftir eigin höfði,“ segir Andri og segir að mál- araiðnin snúist fráleitt um það eitt að þekja málningu á vegg. „Faginu fylg- ir ýmsu sem þarf að huga að auk þess em þetta reyndi á sköpunargáfuna, allt frá munstri að litavali, enda velt- ur stigagjöfin á áferð og litasamsetn- ingu.“ Tíminn til að leysa verkefnið var sem svaraði einni vinnuviku eða 38 klukkustundum. Val á keppendum fer þannig fram að á hinum Norðurlöndunum eru haldnar landskeppnir milli skóla. Hér á landi er málaraiðn aðeins kennd í Iðnskólanum í Reykjavík og þar til- nefna kennarar keppandann með hlið- sjón af námsárangri og varð Andri fyrir valinu. Hann segir að sigurinn sé sér mikil hvatning, jafnvel þótt hann starfi ekki sem málari nema á sumrin. „Ég er búinn að söðla um og er núna kom- inn í frumgreinadeild í Háskólanum í Reykjavík. Þetta er millistig iðn- menntunar og þess að komast á háskólastig. Ég stefni á tækni- eða verkfræðinám. Þetta er bara gott veganesti og byr í seglinn.“ bergsteinn@frettabladid.is ANDRI Þ. ARINBJARNARSON: NÝR NORÐURLANDAMEISTARI MÁLARANEMA Málaði sig á toppinn Jón Þórarins- son tónskáld er 89 ára. Jón Ásgeir Sigurðsson útvarpsmaður er 64 ára. Edda Björg- vinsdóttir leikkona er 54 ára. AFMÆLI 1739 Grigory Potemkin áhrifamaður í Rússlandi og ástmaður Katrínar II keisaraynju. . 1819 Clara Josephine Schumann tónskáld. 1857 Milton S. Hershey súkkulaðifram- leiðandi. 1894 J.B. Priestley rithöf- undur. 1918 Ray Charles tónlist- armaður. ANDRI ÞÓR Málaraiðnin reynir bæði á tækni og sköpunargáfu, til dæmis með tilliti til litasamsetninga. FÆDDUST ÞENNAN DAG Yndislega dóttir okkar og barnabarn Bryndís Eva Hjörleifsdóttir Heiðarbóli 10, Keflavík, lést á Barnaspítala Hringsins miðvikudaginn 6. september. Útför verður gerð frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 18. september kl. 12.00. Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Hjörleifur Már Jóhannsson Björn Viðar Björnsson Birna Oddný Björnsdóttir Jóhann Guðnason Sóley Vaka Hjörleifsdóttir Hjörleifur Örn Gunnarsson. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast Bryndísar Evu er bent á Barnaspítala Hringsins. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Ólöf Helga Guðnadóttir hússtjórnarkennari, Aratúni 38, Garðabæ, sem lést föstudaginn 8. september, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju föstudaginn 15. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jóhanna Guðný Benediktsdóttir Rósa Kristín Benediktsdóttir Gunnar Jónatansson Hildur Benediktsdóttir Björn Þór Guðmundsson Hrönn Benediktsdóttir Hörður Bjarnason Ingvar, Pétur Smári, Guðni Bergur, Sunna Hrund, Hilmar Benedikt og Brynjar Kári. Viðar Guðnason. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi okkar, Erling Ólafsson múrari, sem lést laugardaginn 2. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 15. septem- ber kl. 15.00. Guðrún Rut Erlingsdóttir Gunnar Magnússon Örn Erlingsson Kristín Einarsdóttir Björk Erlingsdóttir Sverrir Jónsson og afabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.