Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 18
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við 1999 42 .4 68 50 .3 16 34 .2 99 2002 2005 FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Aðildarríki Evrópusambandsins greinir nú á um vodka og úr hverju áfengið skuli gert úr. Vodkasérfræðingar sumra landanna segja að gera megi drykkinn úr alls konar landbúnað- arvörum, en aðrir telja að alvöru vodki sé ein- göngu gerður úr korni eða kartöflum. Vonast Finnar, sem aðhyllast strangari reglur, til þess að leysa úr ágreiningnum fyrir lok tímabils þeirra í forsæti sambandsins í desember. Úr hverju er vodki gerður? Það fer eftir löndunum úr hverju áfengið er unnið. Helst er vodki gerður úr hveiti í Rúss- landi og Svíþjóð, úr byggi í Finnlandi, og rúgi og kartöflum í Póllandi. Annars staðar er hann unninn úr sykurrófum og ávöxtum, þar með töldum vínberjum. Í raun er hægt að eima glæran áfengan vökva úr öllu sem gerjast. Sagan segir að meðan kommúnistatímabilið varði í Póllandi, hafi landsmenn þar notast við kol til að búa til vodka, en ekki tekist að nota hænsni í sama tilgangi. Aukaafurð úr trjákvoðuiðnaðinum í Svíþjóð var einnig eitt sinn notuð. Bragðið fer þó aðallega eftir eim- ingartækninni sem notuð er og þarf maður að vera afar reyndur vodkadrykkjumaður til að finna bragðmun á vodka sem unninn er rúg, hveiti eða kartöflum. Hvaðan kemur vodki? Orðið „vodka“ kemur úr orðinu „voda“ sem þýðir vatn á pólsku og rússnesku. Drykkurinn er ævaforn, en notkun hans sem bragðlítils áfengis í hanastél hófst í Bandaríkjunum eftir að áfengisbanninu var létt þar á síðustu öld. Vodki barst svo til Vestur-Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og farið var að eima hann á Norðurlöndunum á áttunda áratugnum. Síðan hefur drykkurinn hefur notið æ meiri vinsælda og selst hann nú meira í Bretlandi en viskí. Eins vaxa vinsældir hans í Þýskalandi og Suður-Evrópu, en í Svíþjóð og Póllandi aðhyllast færri hann en áður. Enn er hann drukkinn óblandaður með mat í Rússlandi og víðs vegar um Austur-Evrópu, en yngra fólk er farið að blanda hann meir en áður. FBL-GREINING: ÁGREININGUR UM VODKA Vodkastríð í Evrópusambandinu > Skráð fyrirtæki og félög á Íslandi Bílatjón dýrust Þóra Hallgrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjóvá, þvertekur fyrir að tryggingafélög reyni að svíkja almenning. Hún segir Sjóvá leggja áherslu á að afgreiða málin rétt og borgi fólki bætur með bros á vör í yfirgnæfandi fjölda tilfella. Þóra segir alveg skýrt að ekkert samráð sé um ákvörðun iðngjalda en bætir við að íslensk tryggingafélög séu á sama markaðnum. Hvað greiðir Sjóvá í bótafjár- hæðir árlega? „Á síðasta ári voru bókfærð tjón Sjóvá-samstæðunnar 6.587.030.762 sem þýðir að bók- færð tjón eru 18 milljónir hvern dag ársins.“ Í hvaða flokki eru dýrustu tjónin? „Hæstar greiðslur eru greidd- ar vegna tjóna sem ökutæki valda. Hér er bæði um að ræða munatjón og slysatjón. Næst í röðinni koma tjón vegna almennra ábyrgðartrygginga í atvinnurekstri og brunatrygginga húseigna.“ SPURT & SVARÐ TRYGGINGAFÉLÖG SÖKUÐ UM SVIK ÞÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR Heimild: Hagstofa Íslands Mikil spenna er í kosninga- baráttunni fyrir þingkosn- ingarnar í Svíþjóð á sunnu- dag. Svo gæti vel farið að jafnaðarmenn misstu völd- in, þrátt fyrir að sænskt efnahagslíf sé í góðri uppsveiflu. Óánægja með aðgerðir – eða aðgerðaleysi – stjórnarinnar í atvinnu- málum, þreyta á langri valdasetu Görans Persson og fordæmislaus samstaða borgaralegu flokkanna und- ir forystu ungs og „miðju- sækins“ leiðtoga „Nýja Hægriflokksins“ leggst allt á eitt að auka líkur á stjórn- arskiptum. Jafnaðarmenn eyða miklu púðri í að vara við „óörygginu“ sem lands- menn myndu kalla yfir sig með því að kjósa borgaralegu flokkana til valda. Slíkur hefðbundinn hræðslu- áróður gegn „hægrigrýlunni“ virð- ist þó ekki bíta vel á kjósendur í þetta sinn. Sænskir stjórnmálaskýrendur sem Fréttablaðið náði tali af í Stokk- hólmi eru líka á einu máli um að atvinnumálin séu veikasti flöturinn á málefnastöðu stjórnarinnar. Það, ásamt hinni fordæmislausu sam- stöðu borgaralegu flokkanna fjög- urra – þeir ganga nú í fyrsta sinn til kosninga með sameiginlega stefnu- skrá – hefur veikt vígstöðu stjórn- arinnar í kosningabaráttunni það mikið að jafnvel vel tímasett hneyksli virðist varla ætla að duga til að jafnaðarmenn haldi völdum. Þótt hneykslið um innbrot starfs- manna Þjóðarflokksins, eins borg- aralegu flokkanna, í innra tölvunet Jafnaðarmannaflokksins hafi varp- að skugga á endasprett kosninga- baráttunnar virðist það þó lítil áhrif ætla að hafa á það hvor fylkingin hefur betur þegar talið verður upp úr kjörkössunum, ef marka má skoðanakannanir. Umbylting á flokkalandslaginu Henrik Brors, aðalstjórnmálaskýr- andi dagblaðsins Dagens Nyheter, segir í samtali við Fréttablaðið að pólitíska landslagið fyrir þessar kosningar sé allt annað en ríkti fyrir þær síðustu, árið 2002. Síðan þá hafi tveir af borgaralegu flokk- unum gengið í gegnum mikla umbyltingu, Hægriflokkurinn hafi færst í átt að miðju og Miðflokkur- inn – sem á rætur sínar í bænda- hreyfingunni og átti síðast á tíunda áratugnum þátt í að styðja ríkis- stjórn jafnaðarmanna – hefur undir Maud Olofsson færst til hægri, í átt að meiri frjálslyndishugmyndum en hann áður stóð fyrir. Hinn lánlausi Bo Lundgren, sem farið hafði fyrir Hægriflokknum fyrir kosningarnar 2002, var felld- ur eftir einhverja verstu útkomu í sögu flokksins, en í stað þess að fá þann fimmtung til fjórðung atkvæða sem flokkurinn er vanur féll fylgið niður í rúm 15 prósent. Við tók Fredrik Reinfeldt, sem að sögn Brors hafði undirbúið yfirtök- una vel. „Reinfeldt var einn af þeim fáu sem eitthvað kvað að í flokknum sem hafði vogað sér að gagnrýna (Carl) Bildt og nýfrjálshyggjuhug- myndir helztu fylgismanna hans,“ segir Brors. „Uppskriftina að „Nya Moderaterna“ sótti Reinfeldt til efnahagsstefnu Clintons í Banda- ríkjunum og „New Labour“ Tonys Blair í Bretlandi. Aðalatriðið var að gera flokkinn „kjósanlegan“ í augum breiðari kjósendahóps og þar með jafnframt að gera flokkinn hæfari til að taka við ábyrgð á rík- isstjórninni,“ bendir Brors á. Sátt um grunn velferðarkerfisins Mikilvæg forsenda fyrir þessari umbyltingu Reinfeldts á Hægri- flokknum segir Brors vera þá, að hann sé af þeirri kynslóð Svía sem hafi alizt upp við hið rausnarlega velferðarkerfi og telji sér ekki skylt að halda áfram þeim hörðu hugmyndafræðilegu átökum um það sem fyrirrennarar hans stund- uðu. Á spjallfundi á skemmtistaðn- um Sturecompagniet í Stokkhólmi á mánudagskvöld staðfesti Rein- feldt þetta í svari við spurningu áheyranda. „Nú eru einfaldlega aðrir tímar. Samstaða um vissan grunn velferðarkerfisins er eðli- leg,“ sagði hann. Sameiginleg stefnuskrá borg- aralegu flokkanna, miðjusækni „Nýja Hægriflokksins“ og „kjör- þokki“ hins unga og mjúkmála Reinfeldts hefur gert að verkum að nú standa sænskir kjósendur í fyrsta sinn í langan tíma frammi fyrir skýrum og trúverðugum val- kosti við „valdaáskrifendurna“ í Jafnaðarmannaflokknum. Jafnað- armenn hafa hingað til jafnan getað slegið sér upp á því að vara við „glundroðanum til hægri“. En í þetta sinn er „glundroða- hættan“ á vinstrivængnum. Minni- hlutastjórn jafnaðarmanna hefur undanfarið kjörtímabil treyst á stuðning Vinstriflokksins og græn- ingja. Í báðum þessum smáflokkum eru nú uppi kröfur um að fulltrúar þeirra fái sæti í ríkisstjórninni, takist vinstriflokkunum að halda þingmeirihlutanum. Þannig hafa borgaralegu banda- lagsflokkarnir getað varað við því að maður eins og Lars Ohly, for- maður Vinstriflokksins, gæti orðið fjármálaráðherra ef kjósendur veita borgaralegu flokkunum ekki umboð til stjórnarskipta. Erik Fichtelius, sem um árabil stýrði stjórnmálaskýringaþætti í sænska ríkissjónvarpinu SVT, segir reynd- ar í samtali við Fréttablaðið að jafn- aðarmenn myndu aldrei fallast á að láta undan slíkum kröfum. En þetta atriði geri samstöðu borgaraflokk- anna þeim mun þungvægari í kosn- ingunum. Eigið gildi stjórnarskipta Borgaralegu flokkarnir hafa jafn- framt lagt áherzlu á eigin gildi stjórnarskipta. Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, lagði áherzlu á þetta á kosningafundi í Gautaborg um helgina, er hann sagði: „Stjórnarskipti eru gagnleg í sjálfu sér. Fólk þarf að gera sér grein fyrir að Jafnaðarmannaflokk- urinn er eins og hver annar stjórn- málaflokkur, en ekki það sama og ríkisvaldið.“ Fredrik Segerfeldt, verkefnis- stjóri hjá markaðshyggju-hug- myndabankanum Timbro, vísar til nýgerðrar rannsóknar á birtingar- myndum alltumlykjandi valda Jafnaðarmannaflokksins og verka- lýðshreyfingarinnar í Svíþjóð til að leggja áherzlu á mikilvægi stjórn- arskipta fyrir sænskt lýðræði. Rannsóknin ber yfirskriftina „Eins- flokks-ríkið“ (Enpartistaten). Seg- erfeldt segir jafnaðarmenn, með stuðningi sænska Alþýðusam- bandsins og annarra stofnana sem tengist flokknum, eyða sem svarar um fimm milljörðum íslenzkra króna í kosningabaráttu sína. Sem hlutfall á hvern íbúa sé það marg- falt það sem George W. Bush hefði eytt í sína kosningabaráttu fyrir síðustu forsetakosningar vestra. Atvinnumálin í brennidepli Bandalag borgaralegu flokkanna segist berjast fyrir atvinnuskap- andi stjórnarstefnu, sem stjórn jafnaðarmanna hafi í tólf ár sýnt sig að vera ekki fær um. Hún loki meira að segja augunum fyrir vandamálinu, þar sem hún beiti vafasömum tölfræðiaðferðum til að „reikna atvinnuleysið niður“. Jafnaðarmenn aftur á móti kalla atvinnustefnu borgaralegu flokk- anna „öryggisleysisstefnu“, og reyna þannig sem fyrr að útmála „hægrigrýluna“ sem vilji eyði- leggja velferðarkerfið. Í kosningaáróðri jafnaðarmanna er slagorðið „jobben kommer“ áberandi, þ.e. að fleiri störf séu „á leiðinni“, en með þessu er átt við að hagvöxturinn muni fyrr en síðar skapa störf fyrir þá atvinnulausu. Hins vegar verkar slíkt slagorð greinilega nokkuð innantómt á kjósendur, þegar það kemur frá flokki sem stjórnað hefur landinu óslitið í tólf ár. Hann hefur reyndar stjórnað því í 65 af síðustu 74 árum. Göran Persson hefur í kosninga- baráttunni eytt miklu púðri í að vara við því hvað borgaralegu flokkarnir hafi í hyggju, komist þeir að stjórnartaumunum. „Þeir segja það ekki hreint út, en þeir segja í raun þetta: Þú átt ekki að hafa efni á að vera atvinnulaus,“ sagði Persson á kosningafundi í Trollhättan á mánudag. Reinfeldt og félagar hans í borg- aralega bandalaginu segja hins vegar að atvinnusköpun ríkisstjórn- ar jafnaðarmanna takmarkist við að setja fleira fólk á launaskrá hjá hinu opinbera. Háskattastefnan bæði á laun og sérstaklega á allan sjálfstæðan rekstur, máttur og ósveigjanleiki verkalýðsfélaganna og fleira sem einkenni kerfið eins og það er nú, hindri að ný og arð- bær störf skapist í landinu. Að sögn stjórnmálaskýrandans Henriks Brors mun það sennilega ráða úrslitum í kosningunum hvort kjósendur taki frekar trúanlega sýn Perssons eða Reinfeldts á stöðu atvinnumálanna í landinu og hvað gera skuli í þeim. Atvinnumálin eru Akkilesarhæll Perssons í komandi kosningum SJÓNVARPSKAPPRÆÐUR Forsætisráðherranefnin Göran Person og Fredrik Reinfeldt tókust á í kappræðum á sunnudagskvöld. Stjórnmálaskýrandinn Henrik Brors telur það munu ráða úrslitum hvort kjósendur taki frekar trúanlega sýn Perssons eða Reinfeldts á stöðu atvinnumálanna í landinu. „NÝI VERKAMANNAFLOKKURINN“ Fredrik Reinfeldt er andlit „Nýja Hægri- flokksins“ og beitir fyrir sig kosninga- slagorðinu „Svíþjóð þarfnast nýs verkamannaflokks“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.