Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Óvissa um horfur í efnahagslífinu og hræðsla við hvað koma skyldi var það sem einkenndi andrúmsloftið um heim allan eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Ótti einstaklinga við flug og kröfur um aukið öryggi farþega bentu til þess að fyrirtæki í rekstri tengdum ferðaþjónustu myndu fara illa. Fyrstu viðbrögð fjárfesta voru því hálf- gert óðagot og strax í kjölfar árásanna varð snörp lækkun á hlutabréfamörkuð- um um heim allan. Flestir markaðir voru þó merkilega fljótir að rétta aftur úr kútnum og höfðu náð fyrri gildum innan nokkurra vikna. Því er ekki hægt að segja að áhrif á hlutabréfamarkaði hafi verið veruleg, að minnsta kosti ekki þegar til lengri tíma er litið. BANDARÍSKAR VÍSITÖLUR ÞOKAST UPP Á VIÐ Á þeim fimm árum sem liðin eru frá falli Tvíburaturnanna hafa flestar bandarískar hlutabréfavísitölur þokast upp á við. Dow Jones-vísitalan og Standard & Poor’s vísi- talan hafa báðar bætt við sig tæpum nítján prósentum frá því 11. september. Dow Jones, sem náði sínu lægsta gildi þann 9. október 2002, eða 7286,27 stigum, hefur verið á stöðugri uppleið síðan í mars árið 2003. Í maí á þessu ári náði hún 11.642,65, hæsta gildi sínu á síðastliðnum sex árum, einungis hundrað punktum frá meti sínu. Nasdaq-vísitalan hefur á sama tímabili hækkað um 28 prósent. Þrátt fyrir að þess- ar hækkanir séu ekki gríðarlegar segja sérfræðingar þær endurspegla hluta- bréfamarkaði sem stjórnast ekki lengur af hræðslunni við hryðjuverkaárásir. FJÁRFESTAR AÐLAGAST HÆTTUNNI Eftir hverja hryðjuverkaárás frá því 11. september, í Tyrklandi í nóvember 2003, eftir Madríd í mars 2004 og London 2005, hefur sama mynstrið endurtekið sig. Hlutabréfavísitölur hafa tekið snarpar dýfur en náð sér tiltölulega fljótt á strik aftur. Það tók þær flestar til að mynda minna en einn dag að jafna sig eftir hryðjuverkaárásirnar á London. Síðan 11. september hafa viðbrögð markaða við hryðjuverkum sífellt orðið minni og skammvinnari. Þessi örlagaríki dagur virðist því hafa leitt það af sér að fjárfestar taka nú hryðjuverkabreytuna með í reikninginn, markaðirnir eru farnir að þekkja áhrifin sem ódæðin hafa og eru fljótari að hrista þau af sér. Fjárfestar virðast því hafa lært það af hryðju- verkunum að vernda sig betur gegn ógæfu, af hvaða tagi sem er, og geyma ekki öll eggin í sömu körfunni. FLUGIÐ FÉKK ÞYNGSTA HÖGGIÐ Ein var sú atvinnugrein sem varð fyrir meiri áhrifum af 11. september en flestar aðrar. Það var ferðaþjónust- an og þá sér í lagi bandarísku flugfélögin. Nú, fimm árum síðar, eru bandarísk flugfé- lög enn að berjast í bökkum við að ná aftur fyrri hæðum, þrátt fyrir að Bandaríkjamenn séu nú farnir að fljúga meira en þeir gerðu fyrir árásirnar. Árið 2005 flugu 738 milljón- ir Bandaríkjamanna um loftin blá sem var tíu prósentum meira en á metárinu 2000. Sérfræðingar segja að atburðirnir þennan örlaga- ríka dag hafi einungis orðið til þess að flýta óumflýj- anlegu ferli. Það sem þá greinir hins vegar á um er að hve miklu leyti má kenna hryðjuverkunum um vanda iðnaðarins og að hve miklu leyti þau hefðu hvort sem er átt sér stað af efnahags- legum og samkeppnislegum ástæðum, á borð við hækk- andi olíuverð og hin nýju lággjaldaflugfélög. Hvort sem er, þá hristi 11. september verulega upp í iðnaðinum og þá sérstaklega í gömlu hefð- bundnu flugfélögunum á borð við American Airlines, Delta Air Lines, United, Continental, Northwest og US Airways, og varð þeim hvatning til að hrinda í framkvæmd breytingum sem enn eru að ganga í gegn. Þessi sex flug- félög sögðu samtals upp hundrað þúsund manns, einungis mánuði eftir árásirnar og kyrrsettu stærri og eldri gerðir flugvéla sem voru ekki eins sparneytnar á bensín og aðrar. Það var óumflýjanlegt fyrir þau að bregðast við samkeppni frá nýjum fyrirtækjum á markaði og þá sérstaklega frá lággjaldaflugfélögunum. Hvort sem flugfélögin hefðu verið nauðbeygð eða ekki til að fara út í þessar breytingar eru flestir sammála um að umfang breyting- anna og hraði var mun meiri en hefði orðið ef árásirnar hefðu ekki komið til. Þrátt fyrir að mörg af þessum stóru og voldugu fyrirtækjum eigi enn í vök að verjast hafa þau gert ýmislegt til að hagræða í rekstri og orðið samkeppnishæfari. ÓVERULEG ÁHRIF Á ÍSLAND Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði í kjölfar árásanna líkt og aðrir markaðir en áhrifin voru skammvinn, lækkanirn- ar voru litlar og gengu hratt til baka. Á þessum tíma var markaðurinn að koma út úr fimmtán mánaða lækkunarferli. Hlutabréfaverð var því hagstætt og auk- innar jákvæðni tók að gæta í efnahagslíf- inu sem þetta áfall náði ekki að snúa við. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að hér heima hafi áhrifin í raun verið öfug á fyrirtæki í þeim rekstri sem sköðuðust hvað mest í Bandaríkjunum, eins og til að mynda flugfélögin. Langtímaáhrifin á þau voru í raun og veru jákvæð. Hafi það meðal annars komið til af því að litlu flug- félögin þóttu ekki eins hættuleg eða eins líkleg skotmörk og þau stóru og þekktu. „Kalt á litið í þessu hefur Ísland stundum notið góðs af hræðslunni í þessu hryðju- verkasamhengi. Ferðamenn hafa síður viljað fara á átakasvæði, til að mynda til Mið-Austurlanda, og þar sem Ísland er exótískt land í þeirra augum hafa örugg- lega margir komið hingað í staðinn.“ Byggt á blaðagreinum á vefsíðum CNN, Business Week og Vefvísi Landsbankans. REYK LEGGUR FRÁ RÚSTUM TVÍBURATURNANNA MORGUNINN EFTIR HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR ÞANN 11. SEPTEMBER Síðan 11. september hafa viðbrögð markaða við hryðjuverkum sífellt orðið minni og skammvinnari. Fjárfestar virðast því hafa lært það af hryðjuverkunum að vernda sig betur gegn ógæfu, af hvaða tagi sem er, og geyma ekki öll eggin í sömu körfunni. Hlutabréfamarkaðir venjast hryðjuverkaárásum Enginn hefði getað látið framhjá sér fara á mánudaginn að fimm ár voru liðin frá hryðjuverkaárás á Bandaríkin. Allir miðlar kepptust við að rifja upp atburði dagsins sem breytti heimsmyndinni á auga- bragði. Markaðurinn lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni og skoðar hvaða áhrif árásirnar höfðu á hlutabréfamarkaði um heim allan og hvaða lærdóm fjárfestar hafa dregið af þeim. Íslenski hluta- bréfamarkað- arinn lækkaði í kjölfar árás- anna líkt og aðrir markaðir en áhrifin voru skammvinn, lækkanirnar voru litlar og gengu hratt til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.