Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 13. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R I R T Æ K I Eignaleigan er aldagamalt rekstrarform. Á fyrstu auglýsingu Lýsingar kom fram að eignaleiguformsins hefði fyrst verið getið á steintöflum Súmera fyrir fjögur þúsund árum. Atvinnugreinin er rótgróin bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum en varð ekki raunhæf hér á landi fyrr en Þorsteinn Pálsson, þáverandi fjár- málaráðherra, veitti eignaleigum undanþágu frá söluskatti með reglugerð í febrúar 1986. Lýsing var ein fjögurra eignaleiga sem stofnaðar voru það ár. Stofnendur voru Landsbanki Íslands, Búnaðarbankinn, Sjóvá-Tryggingafélag Íslands og Brunabótafélag Íslands. Bankarnir áttu fjörutíu prósenta hlut hvor en tryggingafélögin tíu prósent. „Á stofnfundinum var ákveðið að félagið skyldi heita Lýsing. Ég held nú að nafnið hafi elst ágætlega,“ segir Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri. Stjórnin var skipuð sex mönnum; tveimur frá hvorum banka og einum frá tryggingafélögun- um. Ólafur segir vissulega sérstakt að enginn oddamaður hafi verið í stjórn. Bankarnir hafi skipst á um stjórnarformennskuna og ávallt hafi verið lögð áhersla á að vinna hlut- ina í sátt og samlyndi. „Þetta leggur þær kvaðir á framkvæmdastjóra að undirbúa mál vel fyrir fundi og að vera ekki að hleypa einhverjum álitamálum inn. Við höfum alltaf reynt að vinna í ró og spekt.“ ALLT ANNAÐ REKSTRARUMHVERFI Ólafur gegndi í fyrstu starfi fjármálastjóra Lýsingar en tók við starfi framkvæmdastjóra árið 1992. Hann segir ýmislegt hafa breyst frá fyrstu árum fyrirtækis- ins. Ekki síst hafi orðið breytingar á því umhverfi sem fyrirtækjum í landinu er búið. „Það var gríðarlega mikil skriffinnska fyrstu árin. Við þurftum að senda Seðlabankanum afrit af öllum samningum, sér- staklega í erlendri mynt. Þar var þessu öllu safnað saman og sett í möppur og upp í skáp. Ég vissi nú aldrei hvað var gert við þetta allt saman.“ Ólafur segir þetta þó ekki eina dæmið um undarleg afskipti ríkis- valdsins. Hann nefnir sérstaklega skattheimtu af erlendri lántöku. „Árið 1987 voru sett lög þar sem allt að sex prósenta skattur var settur á erlendar lántökur. Þetta átti víst að sporna gegn erlendri skuldasöfnun þjóðarinnar.“ Ólafur segir eignaleigur hafa verið litnar hornauga fystu árin. Þess misskilnings hafi gætt að leigurnar væru einungis fyrir þá sem hefði verið úthýst úr bankakerfinu. „Þetta viðhorf hefur náttúrlega breyst með tímanum. Stærri fyrirtæki með skynsama fjármálastjóra gera sér nú grein fyrir kostum þess að vera með ákveðinn hluta af sínum rekstrarfjármunum í eignaleigusamningum.“ Lýsing lagði í upphafi mesta áherslu á að þjónusta fyrirtæki og gerir raunar enn í dag. Ólafur segir Lýsingu oft hafa verið legið á hálsi að vera ekki nægilega jásinnuð við öllum umsóknum. „Það er nú frekar tilkomið vegna umhyggju okkar fyrir viðkomandi aðilum. Við viljum að leigutakinn sé betur settur eftir að hafa átt viðskipti við okkur. Að annað hvort sparist fé eða tekjur verði til sem réttlæti gern- inginn. Stundum er besta þjónustan að segja nei.“ Lýsing hóf árið 1997 að bjóða upp á fjármögn- un einkabíla fyrir einstaklinga, fyrst íslenskra fyrirtækja. „Keppinautarnir hermdu strax eftir og nú er svo komið að nánast öll fjármögnun einkabíla fer fram með eignaleigusamningum. Þessi hefðbundnu lán sem voru ráðandi eru nán- ast að hverfa enda bílasamningarnir ódýrari, meðal annars vegna þess að af slíkum samning- um eru engin stimpilgjöld.“ SJÁLFSTÆÐI ÞRÁTT FYRIR HRÆRINGAR Árið 2001 keypti Búnaðarbankinn aðra eigendur út og varð Lýsing þá eitt dótturfélaga bankans. Síðar rann Búnaðarbankinn inn í Kaupþing og úr varð KB banki. KB banki seldi síðan Lýsingu til VÍS árið 2002. Fyrr í vor keypti Exista VÍS og heyrir Lýsing því nú undir fjár- málaþjónustufélagið Exista, sem einmitt verður skráð í Kauphöllina föstudaginn næstkomandi. Ólafur Helgi segir Lýsingu hafa haldið sjálf- stæði sínu gegnum allar þessar hræringar. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að viðskiptavinir Lýsingar skiptist í nokkuð jöfnu hlutfalli á við- skiptabankanna, þrátt fyrir augljós eignatengsl við KB banka. „Lýsing hefur alltaf starfað sjálf- stætt og á eigin forsendum. Þetta sjálfstæði er bein afleiðing þeirrar velgengni sem við höfum notið. Við höfum alla tíð lagt áherslu á viðskipta- vininn frekar en eignarhaldið.“ Ólafur neitar því ekki að komið hafi til tals að Lýsing yrði deild í KB banka. Hann segir hins vegar að strax þegar einkavæðing bankanna stóð fyrir dyrum og óvissa ríkti hvort Lýsing myndi lenda Landsbanka- eða Búnaðarbankamegin hafi sú ákvörðun verið tekin að velta sér ekki upp úr eignarhaldinu. „Maður á að skipta sér af því sem maður getur haft áhrif á. Svo er bara að vera nægilega skynsamur til að gera sér grein fyrir því hvenær maður getur einhver haft áhrif og hvenær ekki.“ Hann segir að á þessum tuttugu árum hafi eigendur Lýsingar aldrei reynt að hafa afskipti af rekstrinum sem talist gætu óeðlileg. Ólafur segir starfsmenn Lýsingar hafa fylgt sömu hugmyndafræði frá upphafi. Reynt hafi verið að starfa með viðskiptavininum og ná niðurstöðu öllum til hagsbóta. Hann seilist í gamla rykfallna möppu sem á stendur „1987: Samningar 1 til 10“. „Það eru nokkur fyrirtæki hér sem hafa verið með okkur alveg frá upp- hafi. Gámaþjónustan byrjaði til að mynda með tvo til þrjá gáma en er nú stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Það er nákvæmlega þetta sem við viljum; stofna til langtímasambands. Hugsunarhátturinn „við og þeir“ er algerlega bannaður. Við stöndum saman í þessu stríði.“ ÞARF AÐ TROÐA SNJÓINN Ólafur telur að velgengni fyrirtækja eigi að meta yfir lengra tímabil; á fimm til tíu ára grunni en ekki einungis síðasta þriggja mánaða uppgjöri. „Mér hefur nú oft fundist furðulegt þegar blaðamenn og greiningardeildir hrópa upp yfir sig vegna góðra milliuppgjöra. Velgengni fyrirtækja er ekki endapunktur heldur vegferð, rétt eins og hamingjan.“ Hagnaður Lýsingar nam tæplega sjö hundruð milljónum króna á síðasta rekstrar- ári. Markaðshlutdeild fyrirtækisins á eigna- leigumarkaði er um fjörutíu og fjögur prósent. Keppinautarnir Glitnir og SP-fjármögnun skipta restinni milli sín. Ólafur telur að bjart sé fram undan hjá Lýsingu, enn sé rúm til stækkunar. Hann segist einkum líta til fasteignafjármögnunar, en Lýsing hafi gert marga slíka samninga það sem af er ári. Þó sé mikilvægt að fyrirtækið vaxi ekki fram úr sjálfu sér. „Það þarf að troða snjó- inn. Þegar fyrirtæki stækka gliðna boðleiðir. Áskorunin er sú að vaxa en halda fyrirtækinu smáu um leið. Of stór fyrirtæki eiga það til að breytast í stofnanir.“ Spurður hvort ekki standi til að hefja starf- semi erlendis segist Ólafur ekki geta neitað því að þreifingar hafi átt sér stað og nefnir sérstak- lega Danmörku í því sambandi. „Við erum alltaf með augun opin. Ég held að það sé alls staðar pláss fyrir fyrirtæki með okkar hugsunarhátt. Útrás bankanna hefur sýnt okkur hverju snerpa og nýr hugsunarháttur geta áorkað.“ Nei er stundum besta svarið Eignaleigan Lýsing varð á dögunum tuttugu ára. Ólafur Helgi Ólafsson hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, þar af síðustu fjórtán ár sem framkvæmdastjóri. Hann segir rekstrar- umhverfið allt annað í dag, enda þurfi fyrirtæki í landinu að sæta mun minni afskiptum ríkis- valdsins. Ólafur tjáði Jóni Skaftasyni að sín stærsta áskorun væri að tryggja áframhaldandi vöxt, en halda fyrirtækinu um leið „smáu“. ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI LÝSINGAR Ólafur segir rekstrarumhverfi fyrirtækja allt annað nú en fyrir tuttugu árum. „Við þurftum að senda Seðlabankanum afrit af öllum samningum, sérstaklega í erlendri mynt. Þar var þessu öllu safnað saman og sett í möppur og upp í skáp. Ég vissi nú aldrei hvað var gert við þetta allt saman.” FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Keppinautarn- ir hermdu strax eftir og nú er svo komið að nánast öll fjár- mögnun einka- bíla fer fram með eigna- leigusamn- ingum. Þessi hefðbundnu lán sem voru ráðandi eru nánast að hverfa enda bílasamning- arnir ódýrari, meðal annars vegna þess að af slíkum samningum eru engin stimpilgjöld.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.