Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. september 2006 3 HVAÐ ER... HJÓLBARÐI? Flest dekk sem notuð eru á fólksbíla í dag eru svokölluð radíaldekk, sem vísar til þess hvernig þau eru upp- byggð. Kíkjum á einfalda útgáfu. Þegar dekkið er sett saman er byrjað á tveimur sterkum vírum sem sjá um að halda lögun dekksins við felguna og koma í veg fyrir að það losni. Svo eru þverofnir belgþræðir lagðir á milli og lögun dekksins fer að koma í ljós. Ofan á belgþræðina, undir bananum eða slitfletinum, eru lögð stálvírbelti, vanalega tvö. Í hliðarnar koma svo styrktarlag og kantsætisgúmmí sem liggja ofan á vírunum og út eftir belg dekksins. Utan á belgþræðina kemur kant- gúmmílag og að innan er hjólbarðinn klæddur með gúmmílagi líka. Þá er bara eftir að klæða dekkið að utan með gúmmílagi, sem í er steypt munstur. Á hliðum hjólbarða er oft mikið magn upplýsinga sem sumum kunna að virðast óskiljanlegar við fyrstu sýn. Venjulega er nafn framleiðanda og dekkjategundar með stærstum stöf- um, en einhvers staðar á belgnum má finna talna- og stafarunu á borð við 195/65R15 og svo aðra styttri, til dæmis 91T. Fyrri runan er þannig byggð upp að „195“ stendur fyrir breidd slitflatar, eða mynsturs, í millimetrum. „65“ er hæð dekksins frá felgu sem prósenta af breidd slitflatar, í þessu tilfelli 65 prósent af 195 mm eða 126,75 mm. „R“ stendur fyrir radial og vísar til uppröðunar burðarlaga í dekk- inu. Hinn möguleikinn er diagonal bygging sem er nánast óþekkt orðin í fólksbíladekkjum en þá vantar „R“-ið á hjólbarðann. Loks er svo „15“ sem stendur fyrir felgustærðin, í þessu tilfelli 15 tommur. Seinni runan vísar til burðarþols og hraðatakmörkunar. Til að finna burðarþolið er „91“ margfaldað með 5,792, hvernig sem á því nú stendur, og fæst þá burðarþolið í kílóum; 527 kg fyrir hvert hjól. Hraðatakmörkin eru lesin út úr bókstanum og er sem hér segir: L=120, M=130, N=140, P=150, Q=160, R=170, S=180, T=190, U=200, H=210, V=240, W=270 og Y=300. Í þessu tilfelli þolir dekkið því 190 km hraða. Á sumum dekkjum má líka finna stafina M+S eða M&S sem stendur fyrir mold og snjó og gefur til kynna að um hentugan heilsárs- eða vetrar- hjólbarða sé að ræða. Meginreglan í hjólbarðastærðum er sú að því lægri sem belgurinn er, því betur lætur bíllinn að stjórn og því hraðar er hægt að aka honum. Helgast þetta meðal annars af því að sé barðinn hár geta hliðarkraftar haft mikil áhrif á lögun hjólbarðans. Við venjulegar aðstæður ætti slitflöturinn að vera beint undir felgunni en þegar hliðarkraftar eru sterkir getur dekkið svignað þannig að spor slitflatarins lendir út undan felgunni. Á móti kemur að háir hjólbarðar fjaðra betur og gera bílinn því mýkri í akstri, til dæmis á malarvegum. Margbrotin uppbygging og torlæsilegar merkingar Dekk eru mikil völundarsmíð og á hlið- um þeirra má finna ýtarlegar upplýsingar um þau, kunni maður að lesa úr þeim. EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS! WWW.GRAS.IS Ný regnhlífarsamtök áhuga- fólks um örugga umferð. Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík og stjórnarmaður í FÍB, var á sínum tíma hvatamaður að stofnun áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. Reykjanesbraut var á þeim tíma mikill slysavegur og slæm umferðarslys þar allt of algeng. Eftir að sá hluti leiðarinnar sem nú hefur verið tvöfaldaður var opnaður umferð fyrir tveimur árum hefur ekki orðið banaslys á Reykjanesbraut. Áður urðu allt að sex banaslys árlega á brautinni. Steinþór ritaði grein í Morgun- blaðið nýlega. Í henni hvetur hann til þess að stofnuð verði eins konar regnhlífarsamtök sams konar áhugahópa um úrbætur á íslensku vegakerfi alls staðar á landinu og leggur til að opnað verði sérstakt vefsvæði sem verði vettvangur og fundarstaður áhugafólks um örugga umferð og vegabætur sem stuðla að öruggari umferð. Þetta vefsvæði er nú í vinnslu og er slóðin þangað www.fib.is/ samstada. Á þessu nýja vefsvæði er hægt að lesa ofannefnda grein Steinþórs. Spjallrásir eru í vinnslu og munu verða virkar á næstunni ein af annarri. (www.fib.is) Samstaða stofnuð Ekki hefur orðið banaslys á Reykjanesbrautinni eftir að hún var tvöfölduð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nú er mögulegt í fyrsta sinn að götuskrá ný fjórhjól og reyndar gömul líka, uppfylli þau ströng skilyrði. Í sumar var reglugerð um gerð og búnað ökutækja breytt á þann hátt að fjórhjól geta fengið götuskrán- ingu sem bifhjól. Sú breyting sem orðið hefur snýst þannig fyrst og fremst um það að nú mega þung bifhjól hafa fjögur hjól. Þessi breyting er samevrópsk og gerir framleiðendum fjórhjóla kleift að selja götuskráð hjól, að því gefnu að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til bifhjóla. Þeir aðilar sem hafa hug á að flytja inn fjórhjól til götuskrán- ingar þurfa að skila inn þeim gögn- um sem krafist er almennt um bif- hjól. Hvað varðar skráningu notaðra hjóla þurfa götuskráð fjórhjól að uppfylla sömu kröfur og þung bif- hjól. Kröfunum er lýst í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og hægt er að ganga úr skugga um sumar af þeim með skoðun á skoð- unarstofu. Það verður hins vegar alltaf að framvísa vottorðum frá framleiðanda ökutækjanna fyrir útblástursmengun og hljóðmeng- un. Kröfurnar sem hjólin þurfa að uppfylla eru þær kröfur sem gilda þegar sótt er um götuskráningu, ekki þegar hjólið var fyrst skráð. Núgildandi kröfur um útblást- ursmengun bifhjóla eru frá árinu 2002 sem þýðir að hjól sem eru framleidd fyrir þann tíma geta ekki uppfyllt kröfurnar. En jafn- vel þótt fjórhjól hafi verið fram- leitt eftir 2002 er alls ekki víst að það uppfylli umræddar kröfur enda virðist stærsti hluti fram- leiddra fjórhjóla ennþá ætlaður einungis til notkunar utan vega. Ökuskírteini fyrir flokk B (fólksbifreið/sendibifreið) veitir rétt til að stjórna bifhjóli á þrem- ur, fjórum eða fleiri hjólum utan- vega, en fyrir götuskráningu þarf ökuskírteini í flokki A (bifhjól). (Af vef Umferðarstofu) Fjórhjól á götur landsins Hægt er að skrá fjórhjól sem bifhjól með fjórum hjólum. Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.