Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 27
[ ] Skartgripasmíði er heillandi grein sem kennd verður á námskeiðum í nýj- um skóla sem nefnist listnam.is. „Marga dreymir um að læra að smíða skart úr málmi og nú get ég gefið fólki tækifæri til þess,“ segir Ella Rósin- krans kát. Hún stendur á bak við hinn nýja skóla listnam.is. Þar verður unnið úr nýju efni sem nefnist PMC. Það er silfur og gull í mjúku formi sem auð- velt er að eiga við, að sögn Ellu. Skólinn verður með aðsetur í Súðarvogi 26, Kænuvogsmeg- in, og hann leggur til efni og tæki til smíð- innar. Ella hefur nýlega lokið námi í meðferð þessa nýja efnis í Banda- ríkjunum og Japan og aflað sér kennslurétt- inda en kveðst áður hafa stundað skart- gripasmíði í Suður- Ameríku í tíu ár. Þá var þetta nýja efni hins vegar ekki komið til sögunnar og Ella er beðin að lýsa því aðeins nánar. „PMC er agnir af silfri sem bætt er með bindi- efnum og vatni þannig að það verður auðmótan- legt sem leir. Þegar búið er að móta hlutinn er hann brenndur við hátt hitastig, þannig að aukaefnin brenna burt.“ Ella kveðst bjóða upp á grunn- nám, framhaldsnám og kennaranám í smíðinni og einnig muni gesta- kennarar koma í skólann og halda námskeið. Sá fyrsti er Bandaríkjamað- urinn Robert Danick sem kemur í nóvember en hann er þekktur í grein- inni og hefur mikinn áhuga á Íslandi og skarthefð- um víkinga. Íslendingar eru hvattir til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um endurskoðun grunn- skólalaga. Sérstök nefnd skipuð af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra vinnur nú að heild- arendurskoðun laga um grunn- skóla nr. 66/1995, með síðari breytingum. Nokkra athygli vekur að nefndin hefur auglýst eftir athugasemdum frá almenningi, en Guðni Olgeirsson, starfsmaður nefndarinnar, vonast til að ábend- ingarnar muni veita betri innsýn í málið. „Nefndin tók til starfa fyrr á þessu ári og hefur verið í sam- starfi við hina ýmsu hagsmunaað- ila vegna þessarar endurskoðun- ar,“ útskýrir Guðni. „Við höfum fundað víðs vegar um land með starfsmönnum skóla, foreldrum, fulltrúum sveitarstjórna og nem- endum sjálfum í þeirri von að það muni skila af sér sem víðtækust- um niðurstöðum.“ Að sögn Guðna hefur nefndin í mörg horn að líta. „Okkur er ætlað að hafa til hliðsjónar nýjustu breytingar á grunnskólalögum, sveigjanleika í skólastarfi, áform um breytta námsskipan til stúd- entsprófs og reynsluna af flutn- ingi grunnskólans til sveitarfélaga sem átti sér stað árið 1996 svo dæmi séu tekin,“ segir hann enn fremur. „Hingað til höfum við verið í gagngerri gagnasöfnun og nú tekur við úrvinnsla á þeim upplýs- ingum sem fyrir liggja, en miðað við allt það efni sem við höfum viðað að okkur á þessum tíma er viðbúið að það muni taka nokkurn tíma,“ útskýrir Guðni. „Miðað er að því að nefndin ljúki störfum í ársbyrjun 2007, þannig að okkar bíður stórt og spennandi verkefni sem vonandi mun skila frumvarpi sem góð og víðtæk sátt næst um.“ Almenningi gefst enn færi á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við nefndina eða þar til sept- emberloka á þessu ári, með því að senda tölvupóst á Guðna á net- fangið gudni.olgeirsson@mrn.stjr. is. roald@frettabladid.is Álit almennings skiptir máli Guðni Olgeirsson vonast til að starf nefndar sem vinnur að heildarendurskoðun laga um grunnskóla skili af sér góðri og víðtækri sátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjallað er um siðfræðileg álita- mál á námskeiðum í sálgæslu- fræðum við Endurmenntun HÍ. Námskeið í sálgæslu snertir vandasöm málefni eins og umönn- un deyjandi sjúklinga, um rétt sjúklinga og aðstandenda til að hafna meðferð og hvenær rétt sé að hefja ekki eða hætta meðferð. Áhersla er lögð á greiningu raun- hæfra dæma og umræður um þau. Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem starfar við kirkjur, heilsugæslu, kennslu, félagsþjón- ustu og löggæslu. Það er haldið af Endurmenntun í samstarfi við guðfræðideild, heimspekideild HÍ og siðfræðistofnun. Vilhjálmur Árnason prófessor hefur umsjón með því ásamt Salvöru Nordal, forstöðumanni Siðfræðistofnunar. Einnig koma margir gestakennar- ar við sögu og má nefna Sigurð Guðmundsson landlækni, Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest, Ástríði Stefánsdóttur, lækni og dósent, og Ingileif Malmberg sjúkrahúsprest. Sálgæslunámskeiðið er á meist- arastigi og má meta sem hluta af námi til MA-prófs. Það hefst 28. september en umsóknarfrestur rennur út hinn átjánda. Sálgæsla við lífslok Vilhjálmur Árnason heimspekingur er umsjónarmaður sálgæslunámskeiðsins. Smíði skartgripa Golf fyrir byrjendur Nú er tilvalið fyrir hjón að skella sér á byrjendanámskeið í golfi til að geta verið tilbúin með kylfurnar næsta vor, en flestir golfklúbbar landsins bjóða upp á slíka kennslu. Á helgarnám- skeiði er hægt að smíða fjóra til sex hluti, að sögn Ellu. Píanó og hljómborðskennsla Nótnalestur - tónheyrn - tónfræði Kennsla fyrir börn, fullorðna, byrjendur og lengra komna. Kennsla samkæmt námsskrá tónlistarskólanna. Upplýsingar og innritun í síma: 848-1538 eða 453-5094 eftir kl. 14 - 19. Staðsetning við Mjódd í neðra Breiðholti. Píanó - Hljómborðskennslan VR og fleiri stéttarfélög styrkja flátttöku félagsmanna sinna á námskei›inu. Þau hafa lengt sinn sól ar hring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nem end ur okk ar um nám skeiðið: Frá bært, mark visst, hnit mið að, ævi á byrgð, nyt sam legt, krefj andi, skemmti legt, mjög gott, skipu lagn ing, ein beit ing, já kvæðni, mik il aðstoð, góður kenn ari, spenn andi, ár ang urs ríkt, hvetj andi, góð fljón usta. Nýtt 6. vikna nám skeið hefst 4. okt. Nýtt 6. vikna nám skeið 16. okt. SUÐURNES 3 vikna hraðnámskeið 12. október Skrán ing á hraðlestrar nám skeið er haf in á www.h.is og í síma 586-9400 Námskeiðið verður haldið föstudaginn 15. sept. kl. 18:00 - 20:00 í Síðumúla 33, 2 hæð til hægri. Upplýsingar og skráning í síma 694 7997 Ásta Kristrún Ólafsdóttir - BA, CCDP Ráðgjafi Þetta er mitt líf! Námskeið fyrir konur þar sem tekið verður fyrir: Sjálfsmynd og mörk Sjálfsvirðing Erfitt fólkEinstakt enskunámskeiðFyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799 *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið * *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.