Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 66
 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR30 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 10 11 12 13 14 15 16 Miðvikudagur ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands, heldur erindi á vegum Félagsvísindatorgs Háskólans á Akureyri og fjallar um gildi útivistar og hugmyndafræði sem vænlegt er að byggja á þegar unnið er með fólk og útivist. Fyrirlestur fer fram miðvikudaginn stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. ■ ■ SÝNINGAR  11.00 Sumarsýning Listasafns Íslands, Landslagið og þjóðsagan, geymir verk úr eigu safnsins þar sem viðfangsefn- ið er þjóðsagnaarfur og landslagslist íslenskra myndlistarmanna, allt frá Jóni Stefánssyni til Georgs Guðna. Safnið er opið frá 11-17.  11.00 Samsýningin Mega vott stendur yfir í Hafnarborg. Myndlistarkonurnar Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðarsdóttir og Jessica Stockholder eiga verk á sýningunni. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17, á fimmtudögum er opið frá kl. 11-21 sýningunni lýkur mánudaginn 2. október.  12.00 Halla Gunnarsdóttir sýnir mál- verk og skúlptúra í galleríi Turpentine við Ingólfsstræti. Opið frá þriðudögum til föstudaga frá 12-18 og laugardaga kl. 11-16.  Finnska listakonan Linda Bondestam sýnir barnabókamyndskreytingar í and- dyri Norræna hússins. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17 og um helgar frá kl. 12-17 fram til 2. október. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólar- hring fyrir birtingu. vaxtaauki! 10% ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������� Frumsýning 15. september uppselt 2. sýning 16. september örfá sæti laus 3. sýning 22. september 4. sýning 23. september LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Sumardagur Smiðaverkstæði Þjóðleikhússins Höfundur Jon Fosse / Þýðing Hjalti Rögnvaldsson / Tónlist Hildur Ing- veldardóttir Guðnadóttir / Leikmynd og búningar Martin Eriksson / Lýsing Rainer Eisenbaum / Leikstjóri Egill Heiðar Anton Pálsson / Leikarar Krist- björg Kjeld, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson. Við erum í heimsókn hjá eldri konu. Gamlir ljótir húsmunir. Hún sýnir okkur slædsmyndir úr fortíðinni. Gólfborð lýst neðanfrá. Handan við gagnsæ gluggatjöld sést í bak- grunni út á bláan fjörð. Konan byrj- ar að segja okkur frá. Það er þessi sumardagur fyrir mörgum árum þegar ungi maðurinn hennar fer á bátskel út á fjörð og kemur ekki aftur sem er örlagadagurinn í lífi hennar og allt frá þeim degi er hún föst í viðjum þessa atburðar úr for- tíðinni og ekkert í spilunum sem bendir til þess að hún nái nokkru sinni að losna þaðan. Lífið heldur bara áfram utan við hennar heim. Hennar heimur er kyrrstæður. Gamla húsið við fjörðinn sem þau keyptu og hann ætlaði alltaf að gera upp en ekkert varð af því. Hlín Agnarsdóttir leiklistar- ráðunautur eyðir mörgum dálk- sentimetrum í leikskrá til að útskýra fyrir okkur hvers konar höfundur Jon Fosse sé. Hversu umdeildur og hve ólíkar skoðanir hinir og þessir hafa á honum. Hann hefur hlotið ýmsar vegtyllur og sagt að fá ef nokkur leikskáld slái tón sem hljóm- ar svipað og sá sem sleginn er í verkum hans. Hann ku sækja stíl- brögð í smiðju Becketts, Pinters og annarra. Þó finnst mér eins og ekki ósvip- aðan tón sé að finna í seinustu leik- ritum Jökuls Jakobssonar, (Dómínó, Klukkustrengir, Kertalog) þrástef um einfalt fólk fast í gráum hvers- dagsleikanum að leita einhvers sem helst væri að finna í þess eigin ranni. Þessar sífelldu vangaveltur um leiðina til sjálfs sín sem hver og einn verður að finna á eigin spýtur verða í þessu verki að síendurteknu þrástefi með nokkrum tilbrigðum. Ljóðrænn textinn sem líður um loft- ið án sýnilegs markmiðs. Án dramatískrar uppbyggingar, án rök- rænnar framvindu, eins og ,,...öld- urnar sem brotna og brotna“. Konan í leikriti Jons Fosse (Kristbjörg) þýtur fram og aftur í frásögninni, endurtekur og endur- tekur og það gera hinir líka þegar þeir fara að tínast inn á sviðið einn og einn. Karlarnir með fádæma asnalegar hárkollur og unga konan með svo einstaklega ljót gleraugu (eins og áttu að hafa verið í tísku í þessari fortíð) sem gerðu lítið annað en að gera Margréti Vilhjálmsdótt- ur að viðundri fremur en alvöru kvenpersónu sem áhorfendum var ætlað að hafa samúð með. Ef það var þá ætlunin. Kannski er því ein- mitt þveröfugt farið í þessari túlk- unarleið listamannanna. Vinkonan, bæði sú eldri (Anna Kristín) og yngri, (Katla Margrét) fékk þó að vera glæsileg og vel til höfð á svið- inu en bæði Katla Margrét og Kjart- an voru einskonar ,,kómískur léttir“ þegar ljóðrænan ætlaði að svæfa mann. Leikritið er fyrirsjánlegt frá byrjun og ég verð að viðurkenna að ég var farinn að líta á klukkuna og bíða eftir því að aðalpersónan fengi loksins að vita að ungi maðurinn væri að öllum líkindum drukknað- ur. Ég var ekki viss í leikslok hvort Jon Fosse er svona hrikalega gott leikskáld eða ég svona ofboðslega vitlaus og ónæmur að skynja ekki þessa fádæma hrynjandi og dýpt í textanum og allar þær duldu mein- ingar sem þar var að finna. Kannski hefði ekki átt að flytja textann svona yfirmáta melódramatískt. Að minnsta kosti voru hughrifin minni en ég bjóst við. Of lengi mallað áfram í lága drifinu og fyrir vikið náði verkið aldrei að rísa í neinar hæðir og þrástefið varð leiðigjarnt á köflum. Í svona texta leynast svo margar gildrur sem erfitt er fyrir leikarana að sniðganga af því að hann hefur ekki neitt rökrænt áframhald í hugsun og tilfinningu. Leita þarf logandi ljósi að einhverju sem ligg- ur miklu dýpra en að gráta ofan í hálf hefað brauðdeig ef takast á að láta svona verk lifa. Vissulega áttu leikararnir ágæta spretti inni á milli en því miður þá náði hvorki verkið né leikararnir að heilla mig í þetta skiptið. Ungur maður drukknar SUMARDAGUR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU „Ljóðrænn textinn líður um loftið án sýnilegs markmiðs.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.