Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 S K O Ð U N Eftirfarandi skilgreiningu á merkingu orðsins forvörn er að finna í íslensku orðabókinni. „Forvörn (oftast í ft.), ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir sjúk- dóm, slys eða önnur áföll“. Svo einfalt er það nú. Forvarnir birtast okkur með ýmsum hætti og oftast sem eðli- legur og sjálfsagður hluti af dag- legu lífi okkar sem við þurfum ekki að gefa ítarlegan gaum til þess að takast á við. Aðrar for- varnir eru þess eðlis, að þær krefjast umhugsunar, vinnu og kostnaðar. En það að takast á við þær aðgerðir sem kunna að vera eðlilegar og nauðsynleg- ar til þess að forvarnirnar geti staðið undir nafni er háð vilja og skilningi þeirra sem fram- kvæma skulu. Fjölmargar for- varnaraðgerðir eru ákvarðaðar með lögum og reglum opinberra aðila þar sem einstaklingar og fyrirtæki eru skylduð til þess að hafa uppi forvarnir. Þegar hætta eða ógn er augljós og fyrirséð þá grípa flest okkar til einhverra aðgerða til að koma í veg fyrir að tjón verði eða draga úr tjóni. Í kjölfar alvarlegra slysa og tjónsatburða verður oftast mikil almenn umfjöllun um mikilvægi og gildi forvarna og til hvaða ráð- stafana hefði mátt grípa til þess að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum þeirra. Stundum er þá gripið til aðgerða en oft fjarar umræðan út án þess að nokkuð sé að gert. Skilningur stjórnenda og forráðamanna fyrirtækja á gildi forvarna til þess að tryggja áfallalausan rekstur hefur aukist á síðari árum. Það hefur margoft sýnt sig að þar sem forvarnir eru hafðar í hávegum skilar það sér í betri rekstrarafkomu. Slys og önnur ófyrirséð áföll sem trufla rekstur tilheyra þá fortíðinni og viðhorf starfsmanna allra er miklum mun jákvæðara. Þannig má segja að samnefnari sé á milli öflugs og trausts rekstrar og öflugs forvarnarstarfs. Nýlega heimsótti greinar- höfundur framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þar sem unnið er með ýmis eldfim efni en jafnframt er þörf á logsuðu- vinnu í tengslum við nokkra þætti framleiðslunnar. Þegar stjórnandi fyrirtækis- ins var inntur eftir eldhættunni sem af þessu stafaði var svar- ið skýrt og einfalt. „Við vinn- um enga logsuðu hér. Hún er öll unnin annars staðar.“ Þótt þetta hefði í för með sér aukinn kostnað skapaði þessi ráðstöfun það öryggi hvað eldhættu varð- aði sem stjórnendur fyrirtæk- isins vildu að starfmenn þess og rekstur byggi við. Viðhorf stjórnenda þessa fyrirtækis endurspeglaði umhyggju fyrir rekstrinum og starfsmönnum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru forvarnir spurning um við- horf. Viðhorf sem verður til vegna hugsunar, þekkingar, reynslu en ekki síst ábyrgðar. Í byrjun júní opnaði Sjóvá í samvinnu við nokkur fyrirtæki svokallað Forvarnarhús. Slíkt hús er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en á sér fyrirmyndir að hluta m.a. frá Noregi. Húsinu er ætlað að vera samnefnari fyrir forvarnarstarf sem á að leiða til fækkunar slysa og tjóna bæði hjá einstaklingum og fyrirtækj- um. Forvarnarhúsið og sú starf- semi sem rekin verður í tengsl- um við það opnar nýjar leiðir til að vekja áhuga og skilning einstaklinga svo og starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja á mik- ilvægi markvissra forvarna. Þar fer fram fræðsla þar sem lögð er rík áhersla á upplifun. Upplifun er sterk aðferð til að hafa áhrif á viðhorf fólks en það er ein- mitt viðhorf fólks til hinna ýmsu áhættuþátta í umhverfi okkar sem þarf að breyta. Umferðin á Íslandi leiðir árlega til þess að mannslíf tapast auk fjölda slasaðra, svo ekki sé minnst á það gífurlega eignatjón sem verður. Reiknað hefur verið út að árlega kosti umferðarslys þjóðfélagið nokkuð á þriðja tug milljarða króna með beinum og óbeinum hætti. Það gefur auga leið að öflugt forvarnarstarf skil- ar miklum ávinningi fyrir þjóðfé- lagið. Ekki má líta á þá fjármuni sem varið er til forvarna sem kostnað heldur sem fjárfestingu sem skilar hagnaði vegna færri slysa og annarra tjóna. Skilningur á þessu er því sem betur fer að aukast en það er enn langt í land að ásætt- anlegur árangur hafi náðst. Forvarnarvinna er eilífðarverk- efni og á að vera sjálfsagður og eðlilegur partur af daglegu lífi okkar því eins og getið er í upphafi þessarar greinar merkir orðið forvörn „ráðstafanir til að koma í veg fyrir sjúkdóm, slys eða önnur áföll“. Svo einfalt er það nú. Andrés Andrésson Fulltrúi fyrirtækjasviðs Sjóvár Hvers vegna forvarnir? ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ���������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.