Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 74
38 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Eitt furðulegasta atvik
síðari ára í knattspyrnuheimin-
um átti sér stað í brasilísku 3.
deildinni á sunnudag. Þá áttust
við Santacruzense og Atletico
Sorocabana í spennandi leik sem
stóð 1-0 fyrir síðarnefnda liðið
þar til á 89. mínútu. Þá komst
framherj Santacruzense að nafni
Samuel í ágætt skotfæri en skaut
framhjá. Þegar markvörðurinn
ætlaði að taka útspark og beið
eftir að fá bolta frá boltastrákn-
um eins og venja er gerði bolta-
guttinn sér lítið fyrir og rakti
boltann framhjá markverðinum
og rúllaði knettinum yfir línuna.
Þetta hefur hann væntanlega
gert í gremju sinni.
Dómari leiksins sá boltann í
markinu og ákvað að dæma mark-
ið löglegt. Dómarinn sá ekki
boltastrákinn en eftir að hafa
ráðfært sig við aðstoðarmann
sinn sem sá ekkert athugavert
við atvikið var markið dæmt lög-
legt. Leikmenn Atletico mót-
mæltu þessu af öllum mætti en
dómarinn, kona að nafni Silvia
Regina de Oliveira, lét ekki hagg-
ast. Þökk sé jafnteflinu hélt Sant-
acruzense tveggja stiga forskoti
á Atletico á toppi deildarinnar.
„Ég skaut bara boltanum,“
sagði Samuel sem var ekki með
mikið samviskubit vegna máls-
ins. „Ef dómarinn dæmdi markið
löglegt er það hennar vandamál,
ekki mitt.“ Þrátt fyrir að „mark-
ið“ náðist á myndband getur bras-
ilíska knattspyrnusambandið að
eigin sögn ekki ógilt úrslit leiks-
ins.
Dómarinn var þegar orðin
þekkt í Brasilíu fyrir að vera
fyrsta konan sem dæmdi deildar-
leik þar í landi. Hvaða áhrif þetta
hefur á stöðu kvenna í dómara-
stétt Brasilíu er ekki vitað.
Hægt er að skoða myndband
af þessu merkilega atviki á vef-
síðunni espnbrasil.uol.com.br
með því að smella á „videos“.
- esá
Stórfurðulegt atvik átti sér stað í brasilísku deildakeppninni:
Mark boltastráks var dæmt löglegt
FÓTBOLTI Í kvöld fara fram fyrstu
leikir í E-, F-, G- og H-riðlum
Meistaradeildar Evrópu. Margir
áhugaverðir leikir eru á dagskrá
en augu flestra Íslendinga beinast
eflaust að leikjum ensku liðanna.
Arsenal á erfiðan leik fyrir hönd-
um gegn Hamburg en á Old Traff-
ord mætast bresku risarnir
Manchester United og Celtic í leik
sem gengur undir heitinu „Barátt-
an um Bretland“.
Mikil vinátta hefur ríkt í gegn-
um tíðina á milli Manchester Unit-
ed og Celtic og hafa liðin ósjaldan
mæst í vináttu- og góðgerðarleikj-
um. Gordon Strachan, stjóri Celt-
ic, lék lengi vel með Manchester
United og hann býst við mjög erf-
iðum leik fyrir sína menn. „Við
erum að fara að mæta mörgum af
bestu leikmönnum í heiminum í
dag. Að leika gegn Manchester
United í Meistaradeild Evrópu er
skref upp á við frá því að spila
með landsliði sínu, þetta er hærra
plan. Við þurfum að hafa heppnina
með okkur en ég hef aldrei vitað
um lið sem fer á Old Trafford og
þarf ekki að hafa heppni með sér
til að vinna leikinn,“ sagði Gordon
Strachan.
Arsenal heimsækir þýska liðið
Hamburg í kvöld en hvorugt þess-
ara liða hefur staðið undir vænt-
ingum það sem af er tímabilsins.
Arsenal hefur ekki enn unnið leik
í ensku úrvalsdeildinni, hefur leik-
ið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og
tapað einum leik. Hamburg hefur
sömuleiðis leikið þrjá leiki og gert
jafntefli í þeim öllum. Jens Leh-
mann fær í kvöld tækifæri til að
bæta við metið sem hann á, en
hann hefur haldið markinu hreinu
í 763 mínútur í Meistaradeild Evr-
ópu. „Hamburg eru mjög líkam-
lega sterkir og munu stanslaust
reyna að sækja á okkur,“ sagði
Arsene Wenger.
Meðal annarra áhugaverðra
leikja í kvöld má nefna viðureign
Lyon og Real Madrid og þá er FC
Köbenhavn frá Danmörku að taka
þátt í Meistaradeild Evrópu í
fyrsta sinni en liðið fær Benfica í
heimsókn á Parken í Kaupmanna-
höfn. Mikil eftirvænting er í Dan-
mörku fyrir leiknum og hefur
umræðan töluvert snúist um það
að ekki má selja öl á Parken á
meðan leiknum stendur, en nýjar
reglu Knattspyrnusambands Evr-
ópu kveða á um það að ekki má
lengur selja áfengi á alþjóðlegum
knattspyrnuleikjum. - dsd
Gríðarleg eftirvænting er í Bretlandi fyrir viðureign Manchester United og Celtic:
Stórleikur á Old Trafford í kvöld
JENS LEHMANN Hefur haldið markinu
hreinu í 763 mínútur í Meistaradeild
Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI „Þeir verða ekki mikið
lengri samningarnir,“ sagði
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, og átti þar við þann átta
ára samning sem Spánverjinn
Cesc Fabregas sem mun senn
skrifa undir samkvæmt stjóran-
um. Fabregas er ekki nema 19 ára
gamall og þegar orðinn fastamað-
ur í spænska landsliðinu og var í
sumar orðaður við Real Madrid.
En hann segist vera ánægður í
London. „Þetta eru mikil verðlaun
fyrir okkur því við fengum hann
aðeins 16 ára gamlan,“ sagði
Wenger en Fabregas var fenginn
til Arsenal frá Barcelona. - esá
Cesc Fabregas:
Semur við Ars-
enal til átta ára
CESC FABREGAS Hefur náð langt þrátt
fyrir ungan aldur. Hér hefur hann stung-
ið Ousmane Dabo, leikmann Manchest-
er City, af. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Fyrirliði landsliðs Ísraels
og leikmaður West Ham, Yossi
Benayoun, segir að hann muni
senn skrifa undir nýjan fimm ára
samning við félagið. Hann hefur í
ensku pressunni verið orðaður
við Liverpool og Arsenal. „Ég hef
aldrei sagt að ég vilji fara en það
er eðlilegt að vangaveltur um
slíkt birtist í fjölmiðlum. En ég er
mjög ánægður hjá West Ham og
er búið að ganga frá nýjum fimm
ára samningi sem ég mun skrifa
undir,¿ sagði Ísraelinn í gær. - esá
Yossi Benayoun:
Ánægður hjá
West Ham
FÓTBOLTI Hjálmar Jónsson og
félagar í IFK Gautaborg unnu í
gær góðan útivallasigur á BK
Häcken í sænsku úrvalsdeildinni
í gær. IFK komst í 4-0 áður en
heimamenn klóruðu í bakkann.
Hjálmar lék allan leikinn fyrir
IFK en Ari Freyr Skúlason,
leikmaður Häcken, var ekki í
leikmannahópi liðsins. Emil
Hallfreðsson kom inn á sem
varamaður er lið hans, Malmö,
tapaði 3-1 á útivelli fyrir Helsing-
borg. - esá
Sænski boltinn:
Stórsigur
Gautaborgar
ÚRSLITIN Í GÆR
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL
CHELSEA-WERDER BREMEN 2-0
1-0 Essien (24.), 2-0 Ballack, víti (68.).
BARCELONA-LEVSKI SOFIA 5-0
1-0 Iniesta (7.), 2-0 Giuly (39.), 3-0 Puyol (49.),
4-0 Eto¿o (58.), 5-0 Ronaldinho (90.).
B-RIÐILL
SPORTING LISSABON-INTER 1-0
1-0 Caneira (64.).
BAYERN MÜNCHEN-SPARTAK MOSKVA 4-0
1-0 Pizarro (47.), 2-0 Santa Cruz (51.), 3-0
Schweinsteiger (71.), 4-0 Salihamidizic (84.).
C-RIÐILL
PSV-LIVERPOOL 0-0
GALATASARAY-BORDEAUX 0-0
D-RIÐILL
ROMA-SHAKTAR DONETSK 4-0
1-0 Taddei (67.), 2-0 Totti (76.), 3-0 De Rossi
(79.), 4-0 Pizaro (90.).
OLYMPIAKOS-VALENCIA 2-4
1-0 Konstantinou (28.), 1-1 Morientes (34.), 1-
2 Morientes (39.), 2-2 Castillo (66.), 2-3 Albiol
(85.), 2-4 Morientes (90.).
FÓTBOLTI Evrópumeistarar Barce-
lona hófu titilvörn sína í Meistara-
deild Evrópu með miklum glæsi-
brag er liðið vann 5-0 sigur á
Levski Sofiu frá Búlgaríu á heima-
velli sínum, Camp Nou. Eiður
Smári Guðjohnsen lék síðasta
hálftímann í liði Börsunga en náði
ekki að skora.
Þrjú önnur lið, Roma, Valencia
og Bayern München, skoruðu fjög-
ur mörk í sínum leikjum en stein-
dautt var í leikjunum í C-riðli, riðli
Liverpool, þar sem báðum leikjun-
um lauk með markalausu jafn-
tefli.
Ein óvæntustu úrslit kvöldsins
urðu í Portúgal þar sem heima-
menn í Sporting frá Lissabon
gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0
sigur á Ítalíumeisturum Inter
Milan. Þar var það Marco Caneira
sem skoraði mark heimamanna í
síðari hálfleik með glæsilegu skoti
utan teigs en Toldo varði skot hans
í slána og inn. Frakkinn Patrick
Vieira fékk svo að líta rauða
spjaldið í leiknum eftir fremur
fólskulegt brot á Alecsandro sem
lá óvígur eftir viðskipti þeirra.
Börsungar sýndu hvers þeir
eru megnugir með léttum 5-0 sigri
á Levski frá Sofiu en leikurinn var
sá fyrsti hjá búlgörsku liði í Meist-
aradeild Evrópu. Fimm leikmenn
skoruðu mörkin fimm í leiknum
og sýnir það hversu gríðarlega
góðum mannskap Frank Rijkaard
hefur á að skipa.
Í hinum leik A-riðils unnu Eng-
landsmeistarar Chelsea 2-0 sigur
á Werder Bremen og máttu þakka
fyrir að Miroslav Klose skoraði
ekki í leiknum en hann fékk að
minnsta kosti tvö góð færi til þess.
En Michael Essien og Michael
Ballack voru á skotskónum í gær
og skoraði sá síðarnefndi úr víti.
Rafael Benitez stjóri Liverpool
geymdi marga sína bestu leik-
menn á bekknum er liðið lék gegn
PSV Eindhoven í Hollandi í gær og
má hann ágætlega vel við una að
hafa náð í stig á erfiðum útivelli.
Framundan er líka erfiður leikur
gegn Chelsea í ensku úrvalsdeild-
inni og veitir honum ekki af því að
lykilmenn liðsins verði upp á sitt
besta í þeim leik.
Fernando Morientes skoraði
þrennu fyrir Valencia er liðið vann
Olympiakos á útivelli í gær en lið
hans vann leikinn, 4-2. Roma og
Bayern München skoruðu einnig
fjögur mörk í sínum leikjum og
fóru heldur illa með andstæðinga
sína. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
TÖFRAMENN Ronaldinho og félagar í Barcelona léku á als oddi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Barcelona skoraði fimm
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór af stað í gærkvöldi með miklum látum.
Meistarar Barcelona hófu titilvörnina með því að skora fimm gegn Levski Sofiu
á heimavelli en annars skoruðu þrjú önnur lið fjögur mörk í sínum leikjum.