Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 47
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 17MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „HAFSJÓR TÆKIFÆRA” Glitnir stóð í síðustu viku fyrir alþjóðlegri sjávarútvegsráð- stefnu í Halifax í Kanada undir yfirskriftinni „Hafsjór tækifæra”. Þetta er í þriðja sinn sem Glitnir heldur slíka ráðstefnu. Fulltrúar helstu sjávarútvegsfyrirtækja Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku sóttu ráðstefnuna sem er hugsuð sem vettvangur fyrir skoðanaskipti um fjárfestingar og viðskiptaþróun í alþjóðlegum sjávarútvegi. Yfir 100 þátttakendur frá um 60 alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum sóttu ráðstefnuna að þessu sinni. Á myndinni eru nokkrir valinkunnir menn sem tóku þátt í ráðstefnunni. Landsbankinn hefur sett upp myntrúllusjálfsala í Smáralind, þann fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sjálfsalinn gerir starfs- mönnum verslana, veitingastaða og annarra fyrirtækja kleift að nálgast skiptimynt á þægilegan og fljótlegan hátt – án þess að bíða í röð til að komast að hjá gjaldkera. Myntrúllusjálfsalinn tekur við peningaseðlum í skiptum fyrir myntrúllur. Fyrst um sinn verða myntrúllurnar afgreiddar í vélinni án þóknunar þar sem um nýjung er að ræða hér á landi. Sjálfsalinn er staðsettur í göngugötu á efri hæð Smáralindar og er því ekki bundinn afgreiðslutíma útibúsins. Fyrsti íslenski myntrúllusjálfsalinn FYRSTUR Jón Björnsson, betur þekktur sem Jón fiskur í Nóatúni, var meðal fyrstu kaupmannanna í Smáralind til að nýta sér myntrúllusjálfsalann. Hjá honum standa Theódóra Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, og Guðrún S. Ólafsdóttir, útibússtjóri Landsbankans í Smáralind. FROSTI ÓLAFSSON hefur verið ráðinn í starf hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði við Háskóla Íslands árið 2006 og stund- aði skiptinám við Macquarie University í Sydney árið 2005. Hann hefur jafnframt unnið sem aðstoðar- kennari við Háskóla Íslands í dæma- tímum í tölfræði og rekstrarhagfræði. Frosti er stúdent af hagfræðibraut Menntaskólans í Kópavogi. Áður en Frosti tók til starfa hjá Viðskiptaráði starfaði hann hjá Landsbankanum, fyrst sem sérfræðingur í greiningardeild og síðan hjá gjaldeyris- og afleiðumiðlun bankans. HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON, sem verið hefur hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands síðan á fyrri hluta ársins 2005, hverfur til annarra starfa innan samstæðu Milestone ehf. Þar mun hann starfa við fjár- festingar, meðal annars hjá Sjóvá. Halldór er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. MAGNÚS STEPHENSEN hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra XL Leisure Group, dóttur- fyrirtækis Avion Group. Magnús hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra Viðskipta- þróunar Avion Group frá stofnun félags- ins. Phil Wyatt verður áfram forstjóri XL Leisure Group. Magnús er 33 ára og er menntaður í hagfræði og alþjóða- viðskiptum frá University of Colorado. Magnús er í sambúð með Bergljótu Þorsteinsdóttur og eiga þau saman þrjá syni. XL Leisure Group er ný sam- einuð afkomueining innan Avion Group og tekur til dótturfélaga innan Avion Group í þremur heimsálfum. Félögin starfa öll á sviði leiguflugs og ferða- heildsölu og þjónusta ferðaskrifstofur víðs vegar um heim. Mestu umsvif hinnar nýstofnuðu samsteypu eru í Evrópu en XL Leisure Group hefur innan sinnan vébanda fyrirtæki sem ráða yfir flugrekstrarleyfum í sex lönd- um og býður samsteypan upp á flug til yfir eitt hundrað áfangastaða í öllum byggðum heimsálfum. Áætlanir XL Leisure Group gera ráð fyrir veltu upp á tvo milljarða Bandaríkjadala miðað við heilt rekstrarár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.