Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 47

Fréttablaðið - 13.09.2006, Page 47
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 17MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „HAFSJÓR TÆKIFÆRA” Glitnir stóð í síðustu viku fyrir alþjóðlegri sjávarútvegsráð- stefnu í Halifax í Kanada undir yfirskriftinni „Hafsjór tækifæra”. Þetta er í þriðja sinn sem Glitnir heldur slíka ráðstefnu. Fulltrúar helstu sjávarútvegsfyrirtækja Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku sóttu ráðstefnuna sem er hugsuð sem vettvangur fyrir skoðanaskipti um fjárfestingar og viðskiptaþróun í alþjóðlegum sjávarútvegi. Yfir 100 þátttakendur frá um 60 alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum sóttu ráðstefnuna að þessu sinni. Á myndinni eru nokkrir valinkunnir menn sem tóku þátt í ráðstefnunni. Landsbankinn hefur sett upp myntrúllusjálfsala í Smáralind, þann fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sjálfsalinn gerir starfs- mönnum verslana, veitingastaða og annarra fyrirtækja kleift að nálgast skiptimynt á þægilegan og fljótlegan hátt – án þess að bíða í röð til að komast að hjá gjaldkera. Myntrúllusjálfsalinn tekur við peningaseðlum í skiptum fyrir myntrúllur. Fyrst um sinn verða myntrúllurnar afgreiddar í vélinni án þóknunar þar sem um nýjung er að ræða hér á landi. Sjálfsalinn er staðsettur í göngugötu á efri hæð Smáralindar og er því ekki bundinn afgreiðslutíma útibúsins. Fyrsti íslenski myntrúllusjálfsalinn FYRSTUR Jón Björnsson, betur þekktur sem Jón fiskur í Nóatúni, var meðal fyrstu kaupmannanna í Smáralind til að nýta sér myntrúllusjálfsalann. Hjá honum standa Theódóra Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, og Guðrún S. Ólafsdóttir, útibússtjóri Landsbankans í Smáralind. FROSTI ÓLAFSSON hefur verið ráðinn í starf hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði við Háskóla Íslands árið 2006 og stund- aði skiptinám við Macquarie University í Sydney árið 2005. Hann hefur jafnframt unnið sem aðstoðar- kennari við Háskóla Íslands í dæma- tímum í tölfræði og rekstrarhagfræði. Frosti er stúdent af hagfræðibraut Menntaskólans í Kópavogi. Áður en Frosti tók til starfa hjá Viðskiptaráði starfaði hann hjá Landsbankanum, fyrst sem sérfræðingur í greiningardeild og síðan hjá gjaldeyris- og afleiðumiðlun bankans. HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON, sem verið hefur hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands síðan á fyrri hluta ársins 2005, hverfur til annarra starfa innan samstæðu Milestone ehf. Þar mun hann starfa við fjár- festingar, meðal annars hjá Sjóvá. Halldór er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. MAGNÚS STEPHENSEN hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra XL Leisure Group, dóttur- fyrirtækis Avion Group. Magnús hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra Viðskipta- þróunar Avion Group frá stofnun félags- ins. Phil Wyatt verður áfram forstjóri XL Leisure Group. Magnús er 33 ára og er menntaður í hagfræði og alþjóða- viðskiptum frá University of Colorado. Magnús er í sambúð með Bergljótu Þorsteinsdóttur og eiga þau saman þrjá syni. XL Leisure Group er ný sam- einuð afkomueining innan Avion Group og tekur til dótturfélaga innan Avion Group í þremur heimsálfum. Félögin starfa öll á sviði leiguflugs og ferða- heildsölu og þjónusta ferðaskrifstofur víðs vegar um heim. Mestu umsvif hinnar nýstofnuðu samsteypu eru í Evrópu en XL Leisure Group hefur innan sinnan vébanda fyrirtæki sem ráða yfir flugrekstrarleyfum í sex lönd- um og býður samsteypan upp á flug til yfir eitt hundrað áfangastaða í öllum byggðum heimsálfum. Áætlanir XL Leisure Group gera ráð fyrir veltu upp á tvo milljarða Bandaríkjadala miðað við heilt rekstrarár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.