Fréttablaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 64
13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR28
menning@frettabladid.is
!
NÝJAR Á NÁTTBORÐIÐ
Kl. 11.00
Halla Gunnarsdóttir sýnir
málverk og skúlptúra í galleríi
Turpentine við Ingólfsstræti.
Opið frá þriðudögum til föstu-
daga frá 12-18 og laugardaga kl.
11-16.
> Dustaðu rykið af...
rithöfundinum Patrick Süskind. Met-
sölubókin Ilmurinn: saga af morðingja
kom þýska höfundinum á kortið en
kvikmynd byggð á bókinni verður frum-
sýnd í Þýskalandi í vikunni. Færri þekkja
hins vegar hinna stórskemmtilegu sögu
Dúfuna, sem kom út í þýðingu Hafliða
Arngrímssonar árið 1992.
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst hinn 27. september
og á morgun hefst miðasala á 19 hljómleika
hátíðarinnar. Um næstu helgi
verða sérlegir upphitunartón-
leikar þar sem hljómsveitin
TYFT leikur á Nasa. Sveitina
skipa Hilmar Jensson gítarleik-
ari, Jim Black á trommum og
Andrew D‘Angelo sem leikur á
bassaklarinett og saxófón. Fyrr í
vikunni kom út diskur frá þeim
félögum sem ber heitið „Meg
Nem Sa“ og kemur hann út hjá
Skirl Records í New York. Eins
og á fyrri diskum þeirra félaga
þá ægir öllu saman, rokki,
djassi, rafhljóðum og frjálsum
spuna en það er mál manna að
TYFT sé hljómsveit sem berja
þarf augum á tónleikum.
Meðal erlenda gesta á Jazz-
hátíðinní í ár eru söngvarinn og tónskáldið Kurt
Elling en hvar á dögunum kosinn djasssöngvari
ársins af tímaritinu Downbeat.
Elling mun heldur tónleika 30.
september en Kvintett Eyjólfs
Þorleifs og Andrésar Þórs hitar
upp.
Hægt er að kaupa miða á
midi.is, og í BT- og Skífuverslun-
um. Miðar verða jafnframt seld-
ir á tónleikastað svo lengi sem
ekki er uppselt á tónleikana og
á midi.is. Hægt er að kaupa
miða á staka viðburði ásamt
því að hægt er að kaupa tvær
tegundir af pössum, en þar er
annars vegar um að ræða passa
á alla viðburði hátíðarinnar eða
passa á fimm viðburði að eigin
vali. Nánari upplýsingar má
finna á www.jazz.is.
Upprennandi djassveisla
JAZZSÖNGVARINN KURT ELLING
Var nýlega kosinn jazzsöngvari ársins
af tímaritinu Downbeat.
Skáldsagan Stutt ágrip af sögu traktorsins á úrkraínsku sló í gegn í Bret-
landi þegar hún kom þar í fyrra og fer nú mikinn á metsölulistum víðar í
Evrópu. Sagan var tilnefnd til Booker- og Orange-bókmennta-
verðlaunanna í Bretlandi. Í bókinni segir af tveim-
ur systrum sem þurfa að standa saman þegar faðir
þeirra, sem er komin af léttasta skeiði, tekur saman
við úkraínska fegurðardis sem þeytist inn í líf þeirra
„eins og bleik og dúnmjúk handsprengja“. Ást gamla
mannsins á nautnasjúku og brjóstgóðu ljóskunni er
líka til trafala vegna þess að sá gamli er að skrifa sögu
traktorsins á úkraínsku.
Höfundur hennar, Marina Lewycka, er af úkraínsk-
um ættum en fæddist í flóttamannabúðum í Þýska-
landi. Hún er nú búsett á Englandi. Edda gefur bók-
ina út en þýðandi er Guðmundur Andri Thorsson.
Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina Leitina að
landinu góða, úrval bréfa Vesturheimsfar-
ans Jóns Jónssonar frá Mýri í Bárðardal, í
samvinnu við Mýrarmannafélagið. Landneminn
Jón Jónsson frá Mýri fluttist til Vesturheims árið
1903 með tíu börn sín, kona hans var þá látin
og elsta dóttirin tók við búi hans á Mýrum. Jón
gerðist fyrst landnemi í suðvestur-Manitoba en
tók sig enn upp vorið 1906 og fluttist vestur til
Vatnabyggða í Saskathchewan og bjó þar til
dauðadags árið 1935.
Öll ár sín vestanhafs skrifaði Jón reglulega
heim til Íslands, mest til dóttur sinnar og tengda-
sonar á Mýri, og er bréfasafn hans óhemjumikið
að vöxtum. Þar segir hann fréttir af fólkinu í
Vesturheimi og hefur uppi hugleiðingar um hvað
kæmi Íslandi best, einkum íslenskum bændum.
Hann var áfram um að kenna mönnum nýja tækni, en samtímis hafði hann
þungar áhyggjur af pólitísku ástandi í heiminum. Bréf hans eru magnaður
vitnisburður um íslenska alþýðumenningu og íslenska alþjóðahyggju.
Ritstjóri bókarinnar er Heimir Pálssonar lektors í íslensku við Uppsala-
háskóla í Svíðjóð, en með honum í ritnefnd voru Jón Aðalsteinn Hermanns-
son og Jón Erlendsson.
Sjöunda bóki Hennings Mankell um rannsóknar-
lögreglumanninn Kurt Wallander er komin út
á íslensku. Spennusagan Skrefi á eftir segir af
ráðgátu tengdri morði á samstarfsmanni Wall-
anders þar sem fáar vísbendingar liggja á lausu.
Wallander er illa fyrir kallaður vegna heilsuleysis
en samur við sig og kemst fljótt á spor kaldrifjaðs
byssumanns. Henning Mankell er einn vinsæl-
asti spennusagnahöfundur heims og hafa bækur
hans notið mikillar hylli hérlendis. Útgefandi er
bókaforlagið Edda en þýðandi bókarinnar er Vig-
fús Geirdal.
Norska metsölubókin Berlínaraspirnar eftir Anne B.
Ragde kemur einnig út hjá Eddu í þýðingu Péturs Ást-
valdssonar en bókin skaut meðal annars Da Vinci lykl-
inum aftur fyrir sig á vinsældalistum þar í landi. Sagan
segir af sálarstríði fjölskyldu einnar í Þrándheimi þar sem
ættmóðirin liggur fyrir dauðanum en eiginmaður henn-
ar, þrír synir og sonardóttir þurfa að takast á við fortíðina
til þess að geta hafið nýtt líf. Fólkið á fátt sameiginlegt en
reynir að finna sameiginlegan takt í tilverunni.
Svavar Þór Guðmundsson sagnfræðingur hefur
tekið saman bókina Þættir úr sögu Bessa-
staðaskóla 1805-1846. Skólinn hefur löngum
verið sveipaður dulúð og leyndardómi en í rit-
inu er leitast við að varpa ljósi á hið daglega
líf skólasveina og lærimeistara þeirra og efnið
þannig nálgast á persónulegri hátt en áður
hefur verið gert þannig að lesandinn fái innsýn í
veruleika fræðimanna og piltanna er þar stund-
uðu nám, t.d. Sveinbjarnar Egilssonar, Jónasar
Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal. Auk þess
gefur bókin lýsingu á húsakosti, kennurum og
öðrum aðstæðum skólapilta á Bessastöðum.
Bókaútgáfan Hólar gefur ritið út. - khh
DÚNMJÚK HANDSPRENGJA
Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku.
LEITIN AÐ LANDINU FAGRA
Úrval bréfa Vesturfarans
Jóns Jónssonar frá Mýri.
SKREFI Á EFTIR
Sjöunda bókin um Kurt Wallander.
Markmið Vinafélags Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands
er að efla áhuga á starfi
sveitarinnar og samstarf og
tengsl þeirra sem bera hag
hennar fyrir brjósti. Félag-
ið stendur fyrir kynningar-
fundum um valda tónleika
og á morgun verður fyrsti
fundur vetrarins þar sem
Rumon Gamba, aðalstjórn-
andi sveitarinnar, kynnir
efnisskrá kvöldins fyrir
forvitnum hlustendum.
Rumon Gamba tók við stöðu aðal-
hljómsveitarstjóra og listræns
stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í september árið 2002 og
er þetta ekki í fyrsta sinn sem
hann ræðir við gesti kynningar-
kvöldanna. „Ég mun tala frá
hjartanu eins og ég geri venju-
lega,“ segir Rumon góðlátlega en
sjaldheyrð viðfangsefni fimmtu-
dagstónleikanna eru honum
hugstæð - 12. sinfónía Dímítrí
Sjostakovitsj og 5. sinfónía
breska tónskáldsins Sir Malcolm
Arnold. „Sjostakovitsj er eitt af
mínum uppáhaldstónskáldum og
það hefur verið mjög áhugavert
að beina sjónum sínum að verk-
um hans eins og við höfum gert
undanfarið,“ segir Rumon og
bætir því við að brátt fari að sjá
fyrir endann á Sjostakovitsj-
maraþoninu sem hófst fyrir fjór-
um árum þegar fyrstu þrjár sin-
fóníur hans voru fluttar.
Rumon segir að sinfónían sé
mjög áheyrileg og ekki flókin við
fyrstu hlustun. „Við munum kafa
dýpra og reyna að skilja það sem
hann var að skrifa í samhengi við
söguna. Þegar Sjostakovitsj
samdi þetta verk var hann nýlega
genginn til liðs við Kommúnista-
flokkinn og var skikkaður til að
semja verk til dýrðar Lenín. Nú
mörgum árum síðar vitum við að
þetta verk hans er næstum kald-
hæðnislegt og það bælir niður
mikilfengleika harðstjórans, í
verkinu eru mikið af vísbendin-
um um persónulega sýn tón-
skáldsins á heiminn.“
Rumon Gamba segir síðara
verk tónleikanna vera visst mót-
vægi við duldar meiningar
Sjostakovitsj en 5. sinfónía Mal-
colm Arnold fjallar einnig
um missi. Rumon hefur flutt
mörg verka hans og starfað með
tónskáldinu sem nú fagnar brátt
85 ára afmæli sínu en Rumon
bendir þó á að íslenskir hlustend-
ur þekki fremur til smærri og
léttari verka hans. „Hann samdi
þessa sinfóníu eftir að hafa misst
vini sína, tónlistarfólk sem dó
ungt, en þetta verk dregur upp
mynd af þeim missi,“ segir
Rumon og bætir við að verkið sé
mjög tært og hafi skýran boð-
skap eða sögu fram að færa.
Stjórnandinn vonast til þess
að fólk nýti tækifærið og mæti á
kynningarfundinn enda eru þeir
hugsaðir til þess að opna eyru
gestanna enn betur, þar gæti
einnig verið von á líflegum
umræðum því verkin hafa bæði
sögulegar og pólitískar vísanir.
Allir geta orðið meðlimir í
Vinafélaginu og hægt er að skrá
sig með því að senda póst á vina-
felag@sinfonia.is og á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Kynningarfundir félagsins fara
fram í Sunnusal Hótels Sögu og
hefjast jafnan kl. 18.
Rumon mun síðan leggja land
undir fót ásamt sveitinni á föstu-
dag en Sinfónían heldur tónleika
í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöð-
um kl 19.30. Á tónleikunum verð-
ur lögð áhersla á stutt og fjöl-
breytt verk. „Við leikum brot af
því sem við höfum verið að fást
við síðustu tvær vikur,“ útskýrir
Rumon en verkin spanna langan
tíma í sögu tónbókmenntanna og
eru eftir jafn ólíka höfunda og
franska rómantíkerinn Hector
Berlioz, fyrrgreindan Arnold og
Jón Múla Árnason. Í vetur er
einnig stefnt á heimsókn til Akur-
eyrar.
Sinfóníuhljómsveitin bryddar
upp á nýjungum þetta starfsárið
og stendur í fyrsta sinn fyrir
kammertónleikaröð í Listasafni
Íslands sem fengið hefur yfir-
skriftina Kristall. „Þetta er frá-
bært framtak því það er mikil-
vægt fyrir þróun sveitarinnar að
halda slíka tónleika,“ segir
Rumon Gamba sem hvatt hefur
félaga sveitarinnar til þess að
leika kammermúsík. „Við erum
með frábæra listamenn í Sinfón-
íunni og nú gefst þeim tækifæri
á að spila saman í nýju sam-
hengi,“ segir hann en þegar leik-
ið er án stjórnanda reynir meira
á samvinnu fólks. „Fólk þarf að
hlusta og horfa hvert á annað og
deilir því músíkinni á annan
hátt.“ Fyrstu kammertónleikarn-
ir verða á laugardaginn og verða
þá flutt verk eftir Händel og
Beethoven og meðal flytjenda í
listasafninu verður Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Einar
Jóhannesson klarinettuleikari og
Bryndís Halla Gylfadóttir sellól-
eikari.
Nánari upplýsingar um vetr-
arstarf sveitarinnar og Vinafé-
lagsins er að finna á heimasíð-
unni www.sinfonia.is.
kristrun@frettabladid.is
Nýjungar og náin kynni
RUMON GAMBA, AÐALSTJÓRNANDI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Ræðir um verk Sjostakovitsj og Malcolm Arnold á fyrsta
kynningarfundi Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands. MYND/GRÍMUR BJARNASON
BERLÍNARASPIRNAR
Norsk metsölubók um
leitina að sameiginleg-
um takti.
LÍF SKÓLASVEINA Fræðslurit
um sögu Bessastðaskóla.