Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 13.09.2006, Síða 8
8 13. september 2006 MIÐVIKUDAGUR Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA Velkomin á sjávarréttahátíðina Fiskirí á 80 veitingastöðum um land allt. Komið og njótið gómsætra fisk- og sjávarrétta í stórkostlegri sjávarfangsveislu. Kíktu á www.fiskiri.is www.fiskiri.is FO R ST O FA N 2 0 0 6 / M yn d : H al la S ó lv ei g Þ o rg ei rs d ó tt ir Helgina 15.-17. september 6 til sjö E N N E M M / S IA / N M 2 3 3 6 3 SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland Guðrún og Felix alla virka daga á SKJÁEINUM milli 18 og 19. Þátturinn er endursýndur milli 7 og 8 alla virka morgna. HEILBRIGÐISMÁL Samningur um kauptryggingu á bóluefni vegna heimsfaraldurs inflúensu verður að líkindum undirritaður að hálfu Íslands á næstu vikum. Þá eru samningar um kaup á hlífðarfatn- aði við farsóttum á næsta leiti. Þetta kemur fram í nýjum sótt- varnarfréttum Landlæknisemb- ættisins, þar sem fjallað er um viðbragðsáætlun við heimsfar- aldri, sem ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni var falið að leiða, samkvæmt samþykkt ríkisstjórn- arinnar. Vinnuhópar sem skipaðir hafa verið til að vinna að verkefn- inu hafa fjallað um það á víðum grunni. Mikilvægir áfangar hafa náðst á nokkrum sviðum. Keyptir hafa verið til landsins 89 þúsund með- ferðarskammtar af inflúensulyfj- um. Samið hefur verið um 20.000 skammta til viðbótar á þessu og næsta ári. Haldið verður áfram að auka birgðirnar. Samið hefur verið um neyðarbirgðir af dreypilyfjum sem eiga að duga í slæmum far- aldri í þrjá mánuði jafnvel þótt allir aðflutningar til landsins brygðust. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess að engin framleiðsla er á dreypi- lyfjum í landinu. Á næstunni verð- ur sett reglugerð um birgðahald nauðsynjalyfja hér. - jss LYFJABIRGÐIR Dreypilyfjabirgðir Land- læknisembættisins eiga eftir að aukast verulega á næstunni. Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri inflúensu: Tryggja kauprétt á bóluefni VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir nýi íslenski bjór- inn sem er væntanlegur? 2 Í hvaða landi var kosið til þings í fyrsta skipti á dögunum? 3 Hvað nefnist ný starfsþjálfun fyrir áfengissjúklinga? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 78 UMHVERFISMÁL Hópur frá Veraldar- vinum hefur verið á Austurlandi í sumar og unnið að tiltekt og þrifum víða í fjórðungnum. Í hópnum eru sjálfboðaliðar víðs vegar að úr heimilnum. Hópurinn hefur verið á Héraðs- sandi og við Selfljót og í síðustu viku var 15 manna hópur við störf í Mjóafirði við tiltekt og þrif á hafnarsvæðinu. Hópurinn gistir í Neskaupstað og er nú að hefja vinnu í Hjallaskógi við grisjun og stígagerð. Næsti hópur Veraldarvina er væntanlegur til Fjarðarbyggðar í dag og mun sá hópur vinna við þrif á Eskifirði og Reyðarfirði. -hs Tiltekt á Austurlandi: Sjálfboðaliðar vinna að tiltekt BAGDAD, AP Tvær tylftir manna dóu ofbeldisdauða í Írak í gær og er það nokkuð undir meðaltali ágústmánaðar, en þá lést 51 maður að jafnaði daglega. Mest er ofbeld- ið í höfuðborginni Bagdad, en í gær létust þar sex og átján særð- ust eftir að bílsprengja sprakk. Mörg þúsund Bandaríkjamanna og Íraka reyna að gæta friðar og reglu í Bagdad, sem er í blönduðu héraði sjía og súnnía. Því er þar sérlega mikið um erjur, sem og í nágrenni borgarinnar. Fyrir norð- austan Bagdad, nálægt Baqouba- borg, sprakk sprengja við þjóðveg og skildi eftir 24 særða og fjóra til ólífis í gær. Þetta mun hafa verið önnur sprengja dagsins í bænum. Síðastliðinn mánudag var svo árás með sprengjuvörpum og vélbyss- um á bænahús sjía, rétt fyrir sunn- an Baqouba. Nokkrum súnníum og sjíum á íraska þinginu tókst þó að samein- ast í gær um að krefjast tíma- marka við hersetu Bandaríkja- manna í Írak. Verði hún að lögum, verða þau bindandi fyrir ríkis- stjórn landsins. - kóþ Ekkert lát á ódæðisverkum í Írak: Rúmlega fimmtíu drepnir daglega GERT AÐ SÁRUM EINS FÓRNARLAMBSINS Mynd tekin skömmu eftir slysið í sjúkra- húsinu í Baqouba, norðaustan við Bagdad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.