Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 1
56% 37% 42% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Laugardagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 Jólin alls staðar er eitt af uppáhaldsjólalögunum Smáauglý i Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út.„Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj- ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér- staka leiðangra að leita að kryddi.Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan- lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók sem heitir Hollt og ódýrt.„Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf- semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam- bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum. Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum heillandi.“ Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til- heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós- myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd- un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“ Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ítölskum tvíbökum á bls. 6. Tónlistarsnillingurinn hógværi, Skúli Sverrisson, talar um nýju plötuna, lífið í New York og samvinnuna við Blonde Redhead og Laurie Andersson. Í helgar- blaðinu er ennfremur fjallað um vinsælustu leikföng síðustu ára, jólahald hjá þeim sem ekki eru kristnir, tísku fyrir skammdegisdaga, aðskilnað ríkis og kirkju og 90 ára afmæli Fram- sóknarflokksins. Lögreglan í Reykja- vík rannsakar nú tvö stór mál er varða tilraunir til umfangsmik- ils smygls á fíkniefnum hingað til lands. Í öðru tilvikinu var reynt að smygla fjórtán kílóum af hassi til landsins, auk 200 gramma af kókaíni í einni send- ingu. Í hinu málinu var reynt að smygla inn rúmlega 800 e-töfl- um. Þetta mikla magn af hassi, svo og kókaínið, komu hingað til lands með hraðsendingu frá Dan- mörku. Fíkniefnalögreglan náði sendingunni þegar hún kom til landsins og voru tveir Íslending- ar handteknir í kjölfarið. Tveir til viðbótar, einnig íslenskir, voru síðan teknir og sátu um skeið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar- innar. Þessum mönnum hefur nú öllum verið sleppt. Lögreglan í Reykjavík hefur unnið málið í samvinnu við dönsku lögregluna, en rannsókn þess stendur enn yfir. Hvað varðar síðara málið þá var þar einnig um að ræða hrað- sendingu með rúmlega 800 e- töflum hingað til lands. Sendingin kom frá Hollandi. Lögreglan í Reykjavík handtók tvo karl- menn, rúmlega tvítuga, í tengsl- um við þetta mál. Mennirnir eru báðir erlendir ríkisborgarar en búsettir hérlendis. Þeir voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur, en sleppt að þeim tíma liðnum. Þeir hafa verið úrskurðaðir í farbann til 19. jan- úar. Þriðji maðurinn var jafn- framt handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er einnig af erlendu bergi brotinn. Honum var sleppt nú í vikunni. Rannsókn þessa máls er vel á veg komin. Til viðbótar þessum málum bíða nú fjórir menn dóms Héraðsdóms Reykjavíkur vegna tilraunar til smygls á 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot, þar sem reynt var að smygla inn ríflega fimmtán kílóum af amfetamíni og rúmum tíu kílóum af hassi í bensíntanki BMW-bifreiðar. Reynt að smygla 14 kílóum af hassi og 800 e-töflum Tvö umfangsmikil mál vegna smygls á fíkniefnum hingað til lands eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni. Í öðru tilvikinu var reynt að smygla um 800 e-töflum. Í hinu kom hraðsending með 14 kílóum af hassi. 8 dagar til jóla! Opið til 22 BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Gjafabréf - harður pakki en samt mjúkur Íslendingar versla þjóða mest í Danmörku yfir vetrarmán- uðina, sé miðað við lönd sem standa utan Evrópusambandsins og eiga þess kost að fá virðis- aukaskatt endurgreiddan. Fjöru- tíu prósent af slíkum „tax-free“ viðskiptum í Danmörku eru stunduð af Íslendingum í nóvem- ber og desember, að sögn Jónasar Hagan hjá Euro Refund. Guðjón Arngrímsson hjá Flugleiðum staðfestir að óvenju- lega mikið sé um styttri ferðir til Danmerkur í ár. „Þessar vikurn- ar er nánast fullt hjá okkur í Danmerkurferðirnar, þrjár vélar á dag, og þetta virðist vera vin- sælla en nokkurn tíma áður,“ segir Guðjón. Kaupa mest skattfrjálst Óvinafagnaður saltaður í bili Norsku læknasamtökin hafa hvatt til þess að neyðar- getnaðarvarnarpillan verði seld á bensínstöðum og í matvörubúð- um, en ekki bara í apótekum eins og nú er raunin, svo auðveldara sé að koma í veg fyrir óæskilega þungun hjá yngri konum, hefur Aftonbladet eftir Steinari Madsen, yfirlækni hjá samtök- unum. Á þremur árum hefur sala á getnaðarvörninni, sem stundum er kölluð daginn-eftir-pillan, aukist um þrjátíu prósent í Noregi. Á sama tíma hafa tölur yfir fóstureyðingar staðið í stað. Þó hafa læknarnir áhyggjur af því að konur noti pilluna sem getnaðarvörn, frekar en sem neyðarúrræði þegar aðrar getnaðarvarnir bregðast. Verði seld á bensínstöðvum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.