Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 10

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 10
 Rúmlega 40 prósent þeirra 242 aldraðra sem voru á biðlista eftir hjúkrunarrými í september sögðust hafa minni þörf fyrir stofnanavist þá en þegar þeir sóttu um að komast að á hjúkrunarheimili. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Landlæknisembætt- ið gerði í samstarfi við heilbrigð- isráðuneytið á aðstæðum og við- horfum aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrými. Rúmlega 37 prósent aðspurðra töldu sig vera í meiri þörf en áður fyrir vistun á hjúkrunarheimili og rétt tæp 17 prósent sögðu þörf- ina jafn mikla. Af aðspurðum voru 138 metnir í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými, þrír í brýnni þörf og 25 í þörf. Matthías Halldórsson land- læknir segir niðurstöðurnar koma að nokkru leyti á óvart. „Þeir sem voru spurðir eru á biðlista með gilt vistunarmat og rúmlega helmingur þeirra telur sig geta verið heima með sömu þjónustu og þeir hafa núna. Og 40 prósent töldu sig hafa minni þörf fyrir stofnanavistun nú heldur en þegar það sótti um. Þó var það svo að flestir voru metnir í brýnni eða mjög brýnni þörf.“ Matthías telur þetta sýna að það skorti á eftirlit með vistunar- matinu. „Verið getur að ástand fólks hafi skánað á tímabilinu en það hefur líka verið lögð meiri áhersla á heimahjúkrun og heim- ilishjálp á tímabilinu frá því að viðkomandi er metinn og til dags- ins í dag.“ Biðlistar sem vistunarmatið gefur upp eru ekki eins langir og ætla mætti að sögn Matthíasar sem telur það geta stafað af því að vistunarmatið sé ekki nógu að- greinandi. Einnig geti hugsanlega verið hagsmunir að því að meta fólk til vistunar „Það eru gefin viss stig og samkvæmt þeim eru mjög margir sagðir í brýnni þörf. Það er mjög mikilvægt að það sé öruggt að þeir sem eru í albrýn- ustu þörfinni séu teknir inn. Eins og staðan er núna geta hjúkrunar- heimili að einhverju leyti ráðið hvernig þau taka inn og það er meiningin að auka eftirlit og skil- virkni með þessu. Gætt sé að það sé algerlega hlutlaust mat.“ Vistunarmat og eftirlit með því fluttist um síðustu mánaða- mót frá heilbrigðisráðuneytinu til landlæknisembættisins. Matthías seg-ir breytingar standa til. „Stefnt er að því að taka upp nýtt mælitæki, RAI-Home-Care, í stað vistunarmatsins áður en langt um líður. Svipað mælitæki er notað inni á hjúkrunarheimil- um til að meta þá sem þar eru. En einnig er hægt að nota þetta heima til að meta þörf fólks á hjálp heima hjá sér og fyrir þörf á vistun. Þetta er betra mælitæki og meira aðgreinandi.“ Telur biðlista gefa ranga mynd af þörf Biðlistar aldraðra eftir hjúkrunarrýmum eru ekki eins langir og ætla mætti að sögn landlæknis. Í könnun í september sögðu 40 prósent á biðlista þörf fyrir vistun hafa minnkað frá því þeir sóttu um. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða 15 milljónir króna fyrir trjágróður á tveimur hektur- um lands við Rauðavatn. Gangi viðskiptin eftir verður útvistar- svæðið austan Rauðavatns allt á forræði borgarinnar. Þéttur trjágróður er á landinu sem Jón Þórðarson kaupmaður fékk úthlutað til afnota af borgar- ráði árið 1950. Fjölskyldan byggði þar lítinn sumarbústað og kallaði staðinn Dynskóga. Eftir tíð inn- brot á seinni árum brann bústað- urinn til kaldra kola í fyrra. Þótt landið sé í reynd í eigu Reykjavíkurborgar hafa afkom- endur Jóns kaupmanns þar enn ótímabundinn afnotarétt. Þeir mættu endurreisa þar sumarhús jafnstórt því sem brann en frekari byggingaréttur fylgir ekki. Eftir að ágreiningur hafði verið á milli eigenda og borgarinnar um verð fyrir gróðurinn og lóðarétt- indin var skipuð sérstök þriggja manna matsnefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að sanngjarnt verð fyrir eignina væri áðurnefnd- ar 15 milljónir króna. Segja matsmennirnir að á reitn- um séu um tugur trjátegunda í fal- legum blönduðum skógi sem falli vel að nýtingu svæðisins fyrir úti- vist. Þaðan sé afar gott útsýni til vesturs yfir höfuðborgina. Bjóða 15 milljónir í Dynskóga Ætla má að um helmingur þeirra barna sem eru með vistun á frístundaheimilium í Reykjavík nýti sér vistun sína þegar skólarnir fara í jólafrí um 20. desember. Frístundaheimilin verða opin alla virka daga á meðan jólafrí í skólum stendur yfir. Steingerður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍTR, segir foreldra þegar farna að skrá börn sín. Boðið verður upp á óhefðbunda dagskrá þessa daga eins og ferðir á Þjóðminjasafnið og fleira. Nú bíða 47 börn eftir að komast að á frístundaheimilum í Reykjavík og alls vantar 31 starfs- mann til starfa. Bókanir í jóla- fríinu hafnar Gefðu íslenska jólagjöf Landsins mesta úrval af íslensku handverki Hafnarstræti 19 Sími 551 1122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.