Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 12
Andstæðingar Pútíns
Rússlandsforseta ætla ótrauðir að
koma saman og ganga fylktu liði um
götur Moskvuborgar í dag, þrátt
fyrir að stjórnvöld hafi bannað sam-
komuna.
Skákmeistarinn Garrí Kasparov,
sem er einn þeirra sem standa að
mótmælunum, segir gönguna vera
„fyrstu tilraun okkar til að mótmæla,
í samræmi við stjórnarskrána, með
aðgerðum á götum úti og sameina
fólk með gjörólíkar pólitískar
skoðanir“.
Auk Sameinuðu borgarafylking-
arinnar, sem Kasparov er í forsvari
fyrir, taka þátt í aðgerðunum meðal
annars hreyfing róttækra bolsévíka,
sem nefnist Bolsévíski þjóðarflokk-
urinn, og frjálslyndir hægrimenn
sem kalla sig Bandalag hægriafla.
„Breytingar geta því aðeins orðið
í Rússlandi að skipulagðar séu sam-
eiginlegar aðgerðir ólíkra stjórn-
málaafla,“ sagði Kasparov, en mót-
mælunum er meðal annars beint
gegn nýlegri breytingu á kosninga-
lögum og vaxandi ofríki stjórnvalda,
eins og mótmælendurnir orða það.
Lögreglan gerði á þriðjudaginn
húsleit á skrifstofum Kasparovs og
félaga hans í Sameinuðu borgara-
fylkingunni. Borgaryfirvöld hafa
bannað mótmælagöngu, en hafa þó
boðið upp á að leyfa mótmæla-
samkomu í Moskvu.
Hæstiréttur segir að
Hreinn Jakobsson, fyrrverandi
forstjóri Skýrr, hafi brotið
trúnaðarskyldu gegn fyrirtækinu
með því að ráða sig til keppinaut-
arins Anza.
Hreini var fyrirvaralaust sagt
upp starfi forstjóra hjá Skýrr 7.
apríl á þessu ári. Þann 1. septemb-
er var hann ráðinn forstjóri tölvu-
þjónustufyrirtækisins Anza.
Stjórnendur Skýrr töldu Hrein
hafa brotið ákvæði ráðningar-
samningsins um að ráða sig ekki
til samkeppnisfyrirtækis næstu
tvö árin og hættu að greiða honum
laun sem áður hafði verið lofað að
yrðu borguð út fyrir tólf mánaða
uppsagnarfrest. Hreinn var sömu-
leiðis beðinn að skila Porche Chae-
ynne jeppa fyrirtækisins sem
hann hefði annars átt að fá að
halda út uppsagnarfrestinn.
Hreinn taldi að Skýrr ætti að
borga honum launin áfram þar
sem ósannað væri að hann hefði
brotið ákvæði ráðningarsamn-
ingsins um trúnaðarskyldu. Hann
sagðist mundu halda jeppanum
sem tryggingu fyrir laununum.
Stjórnendur Skýrr sögðu aug-
ljóst að Hreinn hefði haft trúnaðar-
skyldur sínar að engu með því að
ráða sig sem forstjóra hjá keppi-
nauti Skýrr þótt meir en helmingur
væri eftir af uppsagnarfrestinum.
Ákvæði ráðningarsamningsins um
að fyrirtækið legði forstjóra til bíl
gæti ekki náð til þess að Skýrr ætti
að útvega forstjóra allt annars
fyrirtækis bíl. Með því að kyrr-
setja Porche-jeppann væri Hreinn
að taka lögin í eigin hendur. Við það
væri ekki hægt að una.
Eftir árangurslausa sáttafundi
í haust höfðaði Skýrr mál gegn
Hreini til að ná af honum jeppan-
um.
Í úrskurði Héraðsdóms Reykja-
ness, sem Hæstiréttur hefur nú
staðfest, segir að starfsmaður á
uppsagnarfresti beri sömu
trúnaðarskyldur við vinnuveit-
anda eins og ef hann væri í starfi.
Hann megi ekkert aðhafast sem
geti skaðað atvinnurekandann.
Hreinn hafi ráðið sig til starfa hjá
Anza sem sé í harðri samkeppni
við Skýrr og þar með brotið
trúnaðarskylduna við Skýrr og
gegn ráðningarsamningnum. Hann
ætti því engan rétt til að halda
jeppanum.
„Það er mjög afgerandi í dómn-
um að með því að ráða sig sem for-
stjóra annars fyrirtækis þá hafi
Hreinn brugðist trúnaðarskyldum
sínum við Skýrr,“ segir Bjarni
Birgisson, stjórnarformaður Skýrr,
aðspurður um niðurstöðuna.
Ekki náðist í Hrein Jakobsson.
Brottrekinn forstjóri
skili lúxusjeppanum
Hæstiréttur segir Hrein Jakobsson, fyrrverandi forstjóra Skýrr, hafa brotið
trúnaðarskyldu og eiga að skila fyrirtækinu Porche jeppa. Hreinn hélt jeppanum
sem tryggingu fyrir launum sem hann taldi Skýrr eiga að greiða sér.
Samkvæmt því sem
fullyrt er í heimildamynd sem
send var út fyrr í vikunni í
tyrkneska ríkissjónvarpinu er
Svíþjóð „villmennskuland án
tjáningarfrelsis“.
Í myndinni er fullyrt að sænsk
yfirvöld hafi allt fram á níunda
áratug síðustu aldar kerfisbundið
drepið Sama og sígauna og þar
með gerst sek um þjóðarmorð.
Frá þessu greindi fréttavefur
sænska blaðsins Aftonbladet.
„Ég hef aldrei séð annað eins.
Frá upphafi til enda var þátturinn
fullur af útúrsnúningum og
lygum,“ er haft eftir tyrkneska
blaðamanninum Yavuz Baydar.
Svíþjóð sögð land
villimennsku Tólf ökumenn voru
teknir fyrir ölvunarakstur í
umdæmi lögreglunnar í Reykja-
vík frá fimmtudagsmorgni til
föstudagsmorguns. Þetta voru tíu
karlmenn og tvær konur. Sá
yngsti er sautján ára að aldri en
sá elsti hálfáttræður. Konurnar
eru báðar á fertugsaldri. Þrír
þessara ökumanna höfðu þegar
verið sviptir ökuleyfi og einn var
tekinn fyrir ölvunarakstur fyrr í
vikunni.
Þá tók lögreglan sex aðra
ökumenn sem höfðu verið sviptir
ökuleyfi. Fimm aðrir ökumenn
höfðu ekki endurnýjað öku-
skírteinin sín og einn til viðbótar
hafði það ekki meðferðis.
Tólf ökumenn
teknir ölvaðir
Nemendur 8. bekkjar
Rimaskóla í Grafarvogi, sem hafa
verið í textílmennt það sem af er
vetri, hafa ákveðið að gefa
Hjálparstarfi Kirkjunnar
ungbarnafatnað. Fötin eru hluti af
handavinnu þeirra og fengu
nemendurnir hugmyndina að
gjöfinni í tíma í fermingar-
fræðslu hjá séra Bjarna Þór
Bjarnasyni.
Krakkarnir afhentu Hjálpar-
starfi kirkjunnar fötin í vikunni
og óska þeir þess að fötin verði
gefin til hjálparstarfs innanlands.
Gáfu handa-
vinnuna sína
Almenna verkfræðistofan
hefur afhent Krabbameinsfélaginu
söfnunarfé að upphæð 175 þúsund
krónur. Þetta er afrakstur átaks
sem Almenna verkfræðistofan
kallaði Bleika daginn og fyrirtækið
hélt í síðasta mánuði. Á þeim degi
voru starfsmenn fyrirtækisins
hvattir til að bera bleikan lit í
fatnaði eða fylgihlutum.
Í tengslum við þemadaginn
efndu starfsmenn Almennu
verkfræðistofunnar til söfnunar til
styrktar Bleiku slaufunni, árveknis-
átaki Krabbameinsfélagsins um
brjóstakrabbamein.
Styrkir Krabba-
meinsfélagið
Fyrst voru það Orðin tóm og nú Glamm!!
Þetta er diskurinn sem allar hugsandi konur og allir hugsandi karlar vilja fá undir geislann.
Á þessum nýja og glæsilega geisladiski les Jón Norland 24 ljóð
eftir sjálfan sig sem sonur hans, Sverrir Norland, hefur samið
skemmtilega og kröftuga tónlist við.
Sverrir leikur auk þess
á kassa- og rafgítara, bassagítar og slagverk.
Geisladiskur handa öllum þeim sem
unna íslenskri tungu og góðri tónlist.
Hér ræður engin hálfvelgja ríkjum!
Diskurinn fæst í öllum helstu bókaverslunum og plötubúðum.
Forlag misskilinna skálda
X
ST
R
E
A
M
D
E
S
IG
N
S
N
0
6
11
0
03