Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 66

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 66
Piparkökuhúsakeppni Kötlu er orðin árlegur viðburður og keppendum fer stöðugt fjölg- andi. Síðustu ár hefur keppnin verið haldin í Kringlunni en í ár er hún í Smáralind þar sem hægt er að skoða listilega gerð hús. Gunnar Sigurðsson, sölu- og mark- aðsstjóri Kötlu, segir að ástæðan fyrir því að keppnin var flutt hafi verið sú að stærra rými hafi þurft fyrir hana þar sem húsunum fer stöðugt fjölgandi. „Við vildum líka prófa eitthvað nýtt og Smáralind hafði áhuga á að vera með keppn- ina því hún hefur mikið aðdráttar- afl,“ segir hann. Tölvert er um að sama fólkið keppi ár eftir ár. „Hjá mörgum er það orðin hefð að taka þátt í keppn- inni og við erum að sjá sömu and- litin aftur og aftur. Ég veit um eina konu sem hefur verið með frá upphafi, kannski dottið út í eitt og eitt skipti en alltaf komið inn aftur.“ Piparkökuhúsakeppnin hefur verið tvískipt síðustu tvö ár og keppt er í fullorðinsflokki og barnaflokki. „Eftir að það var ákveðið að hafa þetta í tvennu lagi fóru að koma inn miklu fleiri hús. Núna eru um fimmtíu hús í keppn- inni og stærsti hlutinn af þeim er frá börnum. Foreldrarnir hjálpa þeim oft við baksturinn og koma með húsin með þeim og það er það skemmtilegasta við keppnina, að þessi bakstur sameinar svolítið fjölskylduna.“ Gunnar segir að piparkökuhús- in séu almennt mjög falleg og vel gerð hjá börnunum. „Greinilegt er að þau hafa lagt mikla vinnu í húsin. Þau eru með gangstéttir og tré og nota svolítið leikföng eins og playmokarla til þess að skreyta með. Núna sendi til dæmis einn leikskóli inn hús sem hafði bara verið að vinna í þessu. Með húsinu kom heil mappa með myndum af börnunum að vinna húsið og á þeim má sjá hvernig þau teiknuðu það fyrst og byggðu svo.“ Greinilegt er að við gerð allra húsanna er lögð mikil áhersla á smáatriði og sjá má nákvæmar eftirlíkingar af frægum bygging- um eins og Perlunni. „Menn hafa byggt Hallgrímskirkju, alþingis- húsið og fleiri fræg hús. Það er nostrað við smáatriðin sem hafa verið að aukast og þróast undan- farin ár. Mikið er lagt upp úr ljós- um og fólk og húsgögn eru inni í húsunum sem sum eru með sykur- húðuðu gleri og allt.“ Keppninni í ár lýkur á morgun með verðlaunaafhendingu klukk- an þrjú. „Í fullorðinsflokki verða veitt ein aðalverðlaun sem eru mjög vegleg og í barnaflokki fimm. Allir sem taka þátt fá líka einhvers skonar verðlaun. Húsin verða svo til sýnis í nokkra daga í viðbót þannig að hægt verður að skoða þau aðeins lengur og sjá hver þeirra hafa unnið til verð- launa.“ Smáatriðin skipta máli vox feminae stjórnandi MARGRÉT J. PÁLMADÓTTIR EINSÖNGUR HANNA BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR ORGEL ANTONÍA HEVESI ÓBÓ EYDÍS FRANZDÓTTIR NÝR GEISLADISKUR FRÁ VOX FEMINAE AVE MARIA Johann Sebastian Bach AGNUS DEI Christoph Willibald Gluck LAUDATE DOMINUM Wolfgang Amadeus Mozart AVE MARIA Franz Schubert MILLE CHERUBINI IN CORO Franz Schubert DAS GROSSE HALLELUJAH Franz Schubert LAUDATE PUERI DOMINUM Felix Mendelssohn-Bartholdy VENI DOMINE Felix Mendelssohn-Bartholdy LYFTU ÞÍNUM AUGUM UPP Felix Mendelssohn-Bartholdy PANIS ANGELICUS César Franck KYRIE op. 187 Josef Gabriel Rheinberger AVE MARÍA Sigvaldi S. Kaldalóns SALVE REGINA Gerhard Deutschmann TE DEUM Þorkell Sigurbjörnsson DONA NOBIS PACEM Mary Lynn Lightfoot Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Rvk. – S. 511 3737 – Gsm. 863 4404 – www.domusvox.is Forstjóralampi Glóey ehf. Ármúla 19 • s: 568 1620 • www.gloey.is kr. 5.995.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.