Fréttablaðið - 16.12.2006, Page 90
Framsóknarflokkurinn níræður
Framsóknarflokkurinn spratt upp
úr umróti heimastjórnaráranna.
Hann átti rætur í ýmsum fram-
farahreyfingum, sem þá voru að
eflast og létu til sín taka í þjóðfé-
laginu. Oftast nefna menn í því
sambandi ungmennafélögin sem
voru menningarfélög og störfuðu
í þjóðlegum anda sjálfstæðisbar-
áttunnar. Einnig samvinnuhreyf-
inguna, sem komin var á fullt
skrið sem félagsmálahreyfing og
þátttakandi í verslun, viðskiptum
og atvinnurekstri, allt að erlendri
fyrirmynd, einkum danskri og
enskri. Þessi samtök börðust
meðal annars fyrir almennum
framförum og umbótum í landinu,
aukinni menntun og atvinnu-
rekstri sem tryggja átti mönnum
sannvirði fyrir vöru og vinnu.
Þessi hugsjónalegi bakgrunnur
hafði mikil áhrif á stefnu flokks-
ins og þess gætir jafnvel enn í
dag. Þriðja stoðin í tilurð Fram-
sóknarflokksins er einnig samtök
alþingismanna eftir alþingiskosn-
ingarnar 1916. Þeir bundu enda-
hnútinn á stofnun þingflokksins,
gáfu honum nafn og sömdu fyrstu
stefnuskrána. Hún gefur það ekki
sérstaklega til kynna að verið
væri að stofna bændaflokk en
flokkurinn beitti sér þó frá byrjun
að framförum í sveitum landsins
og studdi málstað bænda.
Flokkurinn var stofnaður sem
þingflokkur nokkurra bænda og
kennara, sem þá áttu sæti á
Alþingi. Engin landssamtök voru
bakhjarl hans. Ingvar Gíslason
skrifar í tímaritið Andvara að
aðalástæða þess að mótaður þing-
flokkur með framsóknarnafni
varð til sé að ýmsir þingmenn af
Norður- og Austurlandi hittust þar
sem þeir biðu eftir skipi á Seyðis-
firði. Fimm þeirra stofnuðu þing-
flokk Framsóknar og við komuna
til Reykjavíkur bættust þrír í
þeirra hóp. Stofnendurnir voru
grónir þingmenn sem höfðu hall-
ast að ýmsum flokkum, klíkum og
innanþingssamtökum. Flokkurinn
var ekki stofnaður af þeim hópi
manna sem kölluðu sig Óháða
bændur og bauð fram í kosningun-
um 1916. Aðeins Sigurður Jónsson
í Ystafelli og Sveinn Ólafsson í
Firði höfðu tekið þátt í þeim sam-
tökum af þeim átta sem stofnuðu
Framsóknarflokkinn. Sigurður og
Sveinn voru kjörnir til að semja
texta stofnskrárinnar við þriðja
mann, Þorstein M. Jónsson rithöf-
und. Ólafur Briem frá Espihóli í
Eyjafirði var einnig aðsópsmikill í
þessum átta manna hópi og varð
fyrsti formaður flokksins. Jörund-
ur Brynjólfsson, kennari og einn
af þingmönnum Reykjavíkur, var
stuðningsmaður flokksins frá
stofnun og telst fyrsti þingmaður
hans þrátt fyrir að hafa verið kos-
inn á þing fyrir Alþýðuflokkinn
1916.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður formlega á Alþingi 16.
desember árið 1916. Fyrstu árin
starfaði hann eingöngu sem þing-
flokkur en upp úr 1930 var honum
breytt í formlega fjöldahreyfingu
með flokksfélög sem grunneining-
ar.
Beðið eftir skipi
Upphaf stofnunar Framsóknarflokksins má rekja til þess að nokkrir þing-
menn voru á spjalli á Seyðisfirði þar sem þeir biðu skipsferðar til Reykjavík-
ur. Svavar Hávarðsson blaðamaður hverfur níutíu ár aftur í tímann.
Góð og hófsöm grunngildi
Eins og íslenski geitastofninn
Sagan verði metin af réttsýni
Framsókn þykir vænt um fólk
Flokkurinn sjálfum sér verstur
Í dag eru níutíu ár síðan elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins var stofnaður. Hér er stofnun Framsóknarflokksins rifjuð upp,
tæpt á helstu staðreyndum í sögu hans, álita á afmælisbarninu leitað og reynt að varpa ljósi á stöðu flokksins á tímamótunum.