Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 92
F ramsóknaflokkurinn fagnar í dag 90 ára afmæli sínu en hann var stofnaður á þess- um degi árið 1916 og er því elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokk- urinn á sér merka sögu, hann hefur átt aðild að ríkisstjórn leng- ur en nokkur annar flokkur á Íslandi eða um tvo þriðju hluta þeirra 90 ára sem flokkurinn hefur starfað. Hann hefur unnið með öllum flokkum og hefur átt aðild að bæði að vinstri og hægri stjórn- um og gegnum tíðina hefur oft verið erfitt að myndi ríkisstjórn án Framsóknarflokksins. Flokkur- inn hefur því haft mikil áhrif þróun íslensks samfélag eins og við þekkjum það í dag. En á þess- um tímamótum eru blikur á lofti og afmælisárið hefur líklega verið eitt það erfiðasta í sögu flokksins og margir velta fyrir sér framtíð hans á þessum tímamótum. Þegar að Framsóknaflokkurinn var stofnaður voru örar breyting- ar í þjóðfélaginu - nýjar stéttir urðu æ fjölmennari og mikil fólks- fjölgun var í helstu þéttbýlisstöð- um landsins. Stjórnmálaumræðan var að færast frá sjálfstæðis- stjórnmálum yfir í stéttastjórn- mál. Í mars þetta ár var Alþýðu- samband Íslands stofnað ásamt stjórnmálaarmi þess Alþýðu- flokknum. Framsóknarflokkurinn varð til með sameiningu þing- flokka Bændaflokksins og Óháðra bænda. Framsóknaflokkurinn var því fyrst og fremst bændaflokkur- inn þegar að hann var stofnaður sem átti að gæta hagsmuna bænda og annars búaliðs í sveitum lands- ins. Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum frá þessum tíma og þýðing landbúnaðar fyrir íslenskt þjóðarbú verður sífellt minni og hlutfallslega hefur orðið mikil fólksfækkun sveitum lands- ins. Framsóknarflokkurinn hefur á vissan hátt verið fórnarlamb þessara þróunar. Framsóknarflokkurinn hefur vissulega fylgt þessari þróun síð- ustu áratugi og aðlagað stefnumál sín þéttbýlissamfélaginu. Samt sem áður hefur flokkurinn alltaf verið með mun meira fylgi á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu. Nú þegar að meirihluti lands- manna býr á höfuðborgarsvæðinu hefur þessu staðreynd valdið Framsóknarfólki nokkrum áhyggj- um. Undanfarin ár hefur flokkur- inn því markvisst reynt að breyta hefðbundinni ímynd flokksins sem landsbyggðarflokks í að vera borgaralegur miðjuflokkur og freistað þess að auka fylgið á höf- uðborgarsvæðinu. En það segir sig sjálft að fylgi Framsóknar- flokksins á suðvestur horni lands- ins kemur til með að ráða miklu um hvaða afl flokkurinn verður í íslenskum stjórnmálum í framtíð- inni. Tilraunir til að auka fylgi flokks- ins á höfuðborgarsvæðinu hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri og svo virðist sem að þær hafi fælt marga hefðbundna kjósendur flokksins frá honum. Á þessum tímamótum er Framsóknarflokk- urinn því í mikilli kreppu. Þetta kjörtímabil - ekki síst líðandi ár - hefur verið flokknum erfitt. Flokk- urinn virðist ekki njóta trausts kjósenda og hann hefur mælst langt undir kjörfylgi í flestum skoðanakönnunum og hann tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosn- ingum í vor. Í kjölfarið sagði Hall- dór Ásgrímsson af sér sem for- maður flokksins. Sú atburðarás var öll með ólíkindum eins þjóð- inni er líklega ógleymanlegt. Val flokksmanna á eftirmanni Hall- dórs var nokkuð sérstakt þar sem Jón Sigurðsson var sóttur út fyrir þingflokkinn og nánast óþekktur maður meðal almennra kjósenda. Margir túlkuðu þetta sem svo þingflokkurinn nyti hvorki trausts hins almenna kjósanda né eigin flokksmanna. Jón Sigurðsson á eftir að sanna sig í íslenskri pólit- ík en hann hefur notað síðustu mánuði í að kynna sig fyrir kjós- endum. Sú kynning hefur ekki enn skilað flokknum auknu fylgi í könnunum. Nú þegar tæpir sex mánuðir eru til kosninga hefur fjöldi kjósenda ekki gert upp hug sinn og margt getur því breyst. Á undaförnum áratugum hefur orðið mikil breyt- ing á kosningahegðun Íslendinga. Kosningarannsóknir sýna að flokkshollusta hefur minnkað og nýjar kynslóðir kjósenda líta síður á sig sem stuðningsmenn ákveðins flokks og einstök mál- efni vega mun þyngra en áður. Þessar rannsóknir sýna að allt að þriðjungur kjósenda skiptir um flokk á milli kosninga og 60 pró- sent þeirra hugleiða í aðdraganda kosninga að kjósa annan flokk eða flokka en þeir svo kjósa á endan- um. Fylgi flokka getur því sveifl- ast mikið og ekkert er fyrirfram gefið þegar að kemur að kosning- um. Kosningarannsóknir sýna einnig að hlutfallslega eru frekar fáir kjósendur Framsóknarflokks- ins sem líta á sig sem stuðnings- menn hans. Flokkurinn hefur því þurft að treysta á lausafylgi, sem hefur gengið ágætlega hingað til, enda staðsetur flokkurinn sig á miðju íslenskra stjórnmála eins og flestir kjósendur. Því er ekki öll nótt úti fyrir Framsóknar- flokkinn og hann gæti unnið traust kjósenda á ný á komandi mánuð- um. Skoðanakannanir og síðustu sveitastjórnarkosningar gefa þó ef til vill ekki tilefni til mikillar bjartsýni fyrir hönd flokksins um gott gengi í næstu Alþingiskosn- ingum. En fari svo að flokkurinn tapi miklu fylgi í vor skildi enginn afskrifa Framsóknarflokkinn til framtíðar. Flokkurinn á sér dýpri rætur í samfélaginu en svo að einar kosningar ráði örlögum hans. En hvort Framsóknarflokk- urinn muni spila jafn stórt hlut- verk í íslenskum stjórnmálum á næstu 90 árum eins og hann hefur gert síðustu 90 ár mun framtíðin skera úr um. Að lokum vil ég óska öllu framsóknarfólki til hamingju með daginn. Afmælisbarn í kreppu Framsóknarflokkurinn hefur verið í forystu þrettán ríkisstjórna á síðustu 90 árum. Einar Mar Þórðarsson stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fer yfir þróun Framsóknarflokksins og skoðar stöðu flokks- ins er í dag. JÓLAGLEÐI Í HÚSGAGNAHÖLLINNI OPIÐ TIL Kl.22 alla daga fram að jólumKomdu og fáðu fr ía mynd m eð jólas veininu m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.