Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 31

Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 31
Lúðvík Ríkharð Jónsson selur hákarl úr eld- gömlum pylsuvagni fyrir framan verslunarmið- stöðina Glerártorg á Akureyri. „Þetta er eldgamall pylsuvagn sem hafði verið í Lækjargötunni í Reykjavík í mörg ár,“ segir Lúðvík Ríkharð Jónsson sem selur hákarl úr pylsuvagni fyrir utan verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akur- eyri. Þetta er í þriðja skiptið sem Lúðvík selur hákarl- inn yfir þorrann í pylsuvagninum og hann segir áhuga Akureyringa og annarra viðskiptavina mikinn en auk hákarlsins selur Lúðvík skötu. „Fólki finnst þægilegt að sækja hákarlinn hingað og ég er að fá viðskiptavini frá Austurlandi sem koma í verslunar- ferð í bæinn. Ég held að neyslan sé mjög svipuð og hún hefur verið síðustu árin, allavega ekki minni. Sumir borða hákarlinn allt árið og hann er góður í magann og við brjóstsviða.“ Lúðvík segir hákarlinn í ár mjög góðan. Hann hafi að minnsta kosti ekkert nema hól fengið. „Við látum ekkert frá okkur nema það sem okkur þykir gott. Ef það er eitthvað við hann sem okkur líkar ekki hend- um við honum,“ segir Lúðvík sem ásamt syni sínum rekur fyrirtækið Marsibil á Ólafsfirði. „Við feðgar erum með þetta saman en hann er nú aðalmaðurinn, ég gríp inn í þegar hann er á sjó.“ Aðspurður segist Lúðvík sjálfur vilja hákarlinn bragðsterkan. „En ekki þó þannig að hægt sé að taka hann upp með skeið. Fæstir vilja hann þannig. Sjálf- ur vil ég hafa hann mjúkan og góðan en það er óskap- lega misjafnt hvernig fólk vill hafa hann. Sumir vilja láta lýsið renna af honum á meðan aðrir vilja hafa hann þéttan.“ Lúðvík segir að fólki á öllum aldri þyki hákarlinn góður en þeir sem séu æstastir í hann séu þeir sem aldir voru upp við hann. „Sonarsonur minn sem er rúmlega tveggja ára er alveg æstur í hákarl og finnst hann sælgæti. Hinir sem ekki eru vanir finnst þetta oft ekki eins gott. Um daginn komu eldri ítölsk hjón til mín og fengu að smakka. Ég rétti þeim stóran bita sem þau skyrptu fljótt út úr sér og komu ekkert aftur. Ég hafði bara gaman af því.“ Hákarl við brjóstsviða Þrír nýir grænmetisréttir hafa bæst á markaðinn frá Móður náttúru og þeir sem fyrir voru hafa fengið ferskan búning. „Okkar markmið er alltaf að búa til góðan mat og því fylgir sem sjálf- sagður hlutur að hann sé jafnframt hollur í gegn,“ segir Valentína Björnsdóttir sem er í forsvari fyrir Móður náttúru. Hún segir hráefn- isvalið vandað eins og kostur sé. „Þegar við getum notað lífrænt ræktað grænmeti þá gerum við það. Notum til dæmis lífræna, íslenska bankabyggið.“ Nú er Valentína beðin að lýsa nýjungunum í framleiðslunni. „Við erum með nýja tegund af kjúkl- ingabaunabuffi með sólþurrkuðum tómötum og þrjá tilbúna pottrétti sem við seljum í 500 gramma boxum. Þá er gott að borða með buffi eða bara hrísgrjónum og sal- ati,“ segir hún brosandi þar sem hún stendur við pottana í höfuð- stöðvum Móður náttúru uppi í Guf- unesi. „Við erum líka að skipta um útlit á öllum okkar réttum,“ heldur hún áfram. „Fengum til liðs við okkur auglýsingastofuna Fabrikk- una og það er margra mánaða vinna sem liggur að baki þessum nýju umbúðum sem fara í búðirnar í dag.“ Alls eru það ellefu vörutegundir sem Móðir náttúra framleiðir og eru ferskar í kæliborðum verslana. „Við matreiðum líka mikið fyrir skóla og leikskóla og fórum af stað í haust með átak sem við kölluðum gott og gaman,“ lýsir Valentína. „Fengum matvælafræðing til sam- starfs við að reikna út næringar- gildi heildarmáltíðar og nú eru margir skólar með okkar rétti á matseðlinum reglulega.“ Hún bætir því við til fróðleiks að fyrir- tækið sé nánast stofnað á leikskóla. „Ég var matráðskona á leikskóla og fannst vanta mat af þessu tagi. Svo er Karl maðurinn minn snill- ingur í grænmetismatargerð svo úr varð að við stofnuðum fyrirtæk- ið fyrir þremur árum.“ Viðtökurn- ar segir hún hafa verið ævintýra- legar. „Það virðist algerlega hafa vantað tilbúinn mat sem er líka hollur.“ Tólf manns vinna hjá Móður náttúru og Valentína ber lof á starfsfólkið og starfsandann. „Við köllum þetta stundum ástareldhús því það eru þrenn hjón í hópnum. Þetta er persónulegur og heimilis- legur vinnustaður. Við viljum ekki verða eins og verksmiðja heldur elda mat sem við gætum hugsað okkur að bjóða gestum í heima. Ef ekki væri hægt að búa til hollan mat af bestu sort þá mundi maður ekki nenna þessu. Þá færi maður bara að framleiða karamellur.“ Að lokum gefur hún Fréttablað- inu uppskrift að einföldum og fljótlegum pastarétti með basil- sósu. Við köllum þetta ástareldhús
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.