Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 44
BLS. 8 | sirkus | 26. JANÚAR 2007 Klara Ósk Elíasdóttir söngkona úr Nylon hlaut verðlaun sem besta söngkona ársins á Hlust- endaverðlaunum FM 957 í vikunni. Klara Ósk segist aldrei hafa getað ímynd- að sér hvaða stefnu líf hennar myndi taka áður en hún fór á sinn fyrsta fund með Einari Bárðar- syni og hinum stelpunum í Nylon á sínum tíma. Sirkus ræddi við Klöru um lífið í Nylon-flokknum. Þ að var ofboðslega skemmti-legt að fá þessar viðurkenn-ingar,”“segir Klara Ósk Elíasdóttir, söngkona Nylon, sem hlaut Hlustendaverðlaun Fm957 sem besta söngkona ársins auk þess sem Nylon-flokkurinn fékk viðurkenningu fyrir besta myndbandið við lagið Closer. Ráðríkar og skoðanaglaðar Klara segir að verðlaunin fyrir bestu söngkonuna séu ekki aðeins viðurkenning fyrir hana heldur hljómsveitina eins og hún leggi sig enda séu þær í þessu saman. Aðspurð hvort hún sé aðalsöng- kona Nylon segir hún það af og frá. „Alls ekki. Við skiptum lögunum á milli okkar og reynum að gera þetta saman. Við stjórnum þessu mest sjálfar og í rödduninni er það Emilía sem fer fremst í flokki. Það fer ekkert frá okkur nema við séum allar ánægð- ar og við höfum okkar skoðanir á öllu,“ segir hún og bætir við að það sé oft gott að hafa Einar Bárðarson við hendina þegar þær þurfi á oddaat- kvæði að halda. „Við erum ráðríkar og heimtum þangað til við fáum okkar fram en það er gott að hafa Einar með okkur. Sem betur fer vinnum við vel saman enda myndi þetta annars aldrei ganga. Við erum stoltar af okkur og þessi viðurkenning er fyrir okkur í heild sem sönghóp. Í rauninni held ég að þeir hafi sett öll fjögur nöfnin okkar í pott og dregið um hver yrði fyrir valinu. Ég á bara einn fjórða af þessu.“ Með fæturna á jörðinni Nylon-ævintýrið, sem hófst sem auglýst sumarvinna í dagblaði, hefur heldur betur undið upp á sig. Klara segist aldrei hefði getað ímyndað sér hvaða stefnu líf hennar myndi taka þegar hún fór á sinn fyrsta fund með Einari Bárðasyni á sínum tíma. „Mér fannst þetta ofsalega spennandi strax í byrjun en vissi voðalega lítið út í hvað ég var komin. Við áttum að stofna hljómsveit og koma fram á 17. júní auk þess sem sjónvarpsþáttur var í bígerð. Þetta sumar var algjört ævintýri og þegar því lauk voru ákvarðanirnar orðnar mun stærri og tækifærin sem stóðu okkur til boða stærri og meiri. Allt í einu vorum við komnar til Bretlands og farnar að spila með stórum böndum sem við höfðum horft upp til sem krakkar. Við vorum farnar að lifa drauminn sem við vissum ekki að við áttum fyrr en hann var farinn að rætast. Þetta hefur verið rosalega gaman og er það enn þá,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir velgengni takist þeim að halda fótunum niðri á jörðinni. „Maður nær ekki að njóta neins nema vera með góða yfirsýn yfir það sem er að gerast. Við vitum líka að gæfan er hverful, það gæti allt verið horfið á morgun og því ætlum við að njóta á meðan er.“ Erum ekki haldnar strípihneigð Aðspurð segir Klara að hún hafi alist upp við djass á æskuheimilinu en að dívurnar Maria Carey og Celine Dion hafi verið númer eitt, tvö og þrjú hjá henni á unglingsárunum. „Í dag hlusta ég mikið á Evu Cassidy og Lucy Silvas. Tónlist þeirra höfðar til mín en þetta eru léttar ballöður og ljúfir tónar sem eru um leið kraftmiklir.“ Nylon hefur ekki fetað í fótspor þeirra fjölmörgu sönghópa og kvenna sem selja tónlist sína með nekt og kynþokka. Klara segir að sú ákvörðun hafi verið meðvituð, engin þeirra sé haldin strípihneigð. „Engin okkar vildi feta þá braut enda trúum við ekki að nektin selji þótt hún veki umtal og spenning. Við viljum vera góðar fyrirmyndir og vitum að það eru stelpur þarna úti sem líta upp til okkar og við viljum vera ánægðar með það sem við erum að bjóða upp á. Við erum mjög meðvitaðar um að þetta snýst um tónlistina og að brosa með henni og hafa gaman. Vonandi skilar það sér án þess að þurfa að fækka fötum.“ Um það hvort þrýstingurinn um þá stefnu sé mikill í Bretlandi segir hún að hann sé vissulega til staðar. „Þetta er mismunandi eftir tónlistarsviðum og þrýstingurinn er mestur í poppinu. Hins vegar pínir enginn Nylon til að gera eitthvað sem við viljum ekki. Við erum allar mjög harðar á þessu og ætlum að vera það áfram.“ Komnar með aðdáendahóp úti Eftir viðburðaríkt ár úti í Bretlandi hafa stelpunar í Nylon slakað vel á heima. „Þetta er búið að vera ofboðslega ljúft. Nú bíðum við bara eftir fréttum að utan. Það kemur allt í ljós á næstu mánuðum hvernig framhaldið verður,“ segir hún og bætir við að það sé erfitt að vera langtímum fjarri fjölskyldu og kærasta. „Það er það erfiðasta og það er alltaf jafn gott að heyra og sjá mömmu og kærastann. Við erum heppnar að því leyti að við höfum hverja aðra, annars væri þetta leiðinlegt. Við höfum gaman af hver annarri og skemmtum okkur vel saman í öllum þessum löngu bílferðum.“ Nylon hefur hitað upp fyrir nokkrar af þekktustu sveitum Bretlands og eru komnar með sinn eigin aðdá- endahóp. „Það er hópur af krökkum sem fylgir okkur eftir og bíður alltaf eftir okkur til að fá eiginhandarárit- anir og svona. Svo vitum við líka um þó nokkra aðdáendur sem horfa á atriðið okkar en láta sig hverfa áður en aðal hljómsveit kvöldsins stígur á sviðið. Það er æðisleg tilfinning. Að einhver skuli borga miða til að horfa á okkur hita upp fyrir stóru sveitina en yfirgefa staðinn áður en aðalnúmer kvöldsins spilar,“ segir Klara Ósk brosandi að lokum. indiana@frettabladid.is ÞETTA ER VIÐURKENNING FYRIR OKKUR ALLAR SAMAN Á HLUSTENDAVERÐLAUNUNUM Nylonstelpurnar voru flottar saman á sviðinu í Borgarleikhúsinu á þriðjudag- inn. SIRKUSMYND/DANÍEL Klara Ósk Elíasdóttir „Við erum stoltar af okkur og þessi viðurkenning er fyrir okkur í heild sem sönghóp. Í rauninni held ég að þeir hafi sett öll fjögur nöfnin okkar í pott og dregið um hver yrði fyrir valinu. Ég á bara einn fjórða af þessu.“ SIRKUSMYND/HEIÐA „VIÐ VORUM FARNAR AÐ LIFA DRAUMINN SEM VIÐ VISSUM EKKI AÐ VIÐ ÁTTUM FYRR EN HANN VAR FARINN AÐ RÆTAST.” KLARA Í NYLON VAR VALIN SÖNGKONA ÁRSINS AF HLUSTENDUM FM 957
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.