Fréttablaðið - 26.01.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 26.01.2007, Síða 56
12 WPSA-mótaröðin í snjókrossi hefur verið haldin hér á landi frá árinu 1999 og svo verður einnig í ár. Snjókross er ein allra skemmtileg- asta keppnisgreinin í íslensku mót- orsporti og að þessu sinni má búast við miklu. „Snjókrosskeppnirnar hafa verið miklir viðburðir undanfarin ár en ég þori að lofa því að núna munum við sjá enn glæsilegri umgjörð í kringum keppnisliðin sem gerir þetta enn skemmtilegra. Mótaröð- in er að amerískri fyrirmynd og við erum að sjá alla umgjörðina í kringum þetta þróast í þá átt sem flottast er í Bandaríkjunum,“ segir Gunnar Hákonarson, sem er einn af upphafsmönnum snjókrossins hér á landi og sömuleiðis einn kepp- enda en segja má að „gamli mað- urinn“ fáist hreinlega ekki til að hætta að keppa. „Ég verð með í ár á mínum forsendum. Þetta er bara svo gaman að það er ekki nokkur leið að hætta,“ segir hann. Snjókrosskeppnirnar fara þannig fram að keyrt er í þremur styrkleikaflokkum, tveimur fullorð- ins og einum unglingaflokki. Allir keyra sömu braut, fjórar umferðir í hverri keppni og gefa keppnirnar síðan stig til Íslandsmeistaratitils. Brautirnar eru þannig lagðar að þær bjóða upp á allt í senn; hraða, stökk, ójöfnur, pústra og árekstra en þó mikið gangi á er mjög fátítt að slys verði í þessum keppnum. Kemur þar einnig til að örygg- iskröfur eru miklar hvað búnað keppenda varðar og sömuleiðis eru keppendur sífellt betur þjálfaðir. „Við höfum séð mikla vakningu í snjókrossi undanfarin ár. Kepp- endur eru farnir að æfa mun meira í brautum en áður sem aftur gerir að verkum að þeir vita nákvæmlega hvernig þeir eiga að bregðast við í mismunandi brautum. Sleðarnir eru líka sérútbúnir til keppni, líkt og gerist erlendis og þegar þetta fer saman við vandaðar og vel lagð- ar brautir verður útkoman frábært mótorsport fyrir áhorfendur. Við höfum séð mikla vakningu meðal unglinganna undanfarin ár, hörku keppni og góða ökumenn þannig að við þurfum ekki að örvænta í framtíðinni. Í ár sjáum við líka þá breytingu frá í fyrra að hérlendu vélsleðaum- boðin leggja mikið í keppnishaldið, halda úti keppnisliðum með til- heyrandi umgjörð sem ekki hefur sést áður hér á landi. Fyrir það eiga þau mikið hrós skilið. Núna sjáum við fjögur slík keppnislið með hátt í tuttugu keppnissleðum og mér er kunnugt um að í að minnsta kosti einu liðanna verður reyndur snjókrossmaður frá Bandaríkjun- um sem mun þjálfa og aðstoða í mótum. Það eru því sannkallaðar stórveislur framundan í snjókross- inu fyrir bæði keppendur og ekki síður áhorfendur,“ segir Gunnar. Fyrsta keppnin er áætluð 3. febrúar í nágrenni Reykjavíkur, 2. umferð verður í Ólafsfirði 10. febrú- ar, 3. umferð á Akureyri 24. febrú- ar, 4. umferð við Mývatn 10. mars, fimmta umferðin á Húsavík þann 24. mars og 6. og síðasta umferðin verður alþjóðlegt mót með þátttöku erlendra keppnisökumanna hinn 14. apríl á Egilsstöðum. Keppnis- dagatalið getur tekið breytingum vegna tíðarfars. Upplýsingar um keppnirnar verða birtar á www.snocross.is. Sex snjókrossveislur á næstu mánuðum WPSA-mótaröðin í snjókrossi hefst þriðja febrúar og munu fjögur öflug keppnislið, að amerískri fyrirmynd, mæta til leiks. { vetrarlíf }
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.