Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 66
BLS. 14 | sirkus | 26. JANÚAR 2007 S ólveig Eiríksdóttir rekur lífrænu hollustulínuna Himneska hollustu. Solla segir Íslendinga aðeins á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að lífrænum mat. Hún tók sig til og þýddi allar leiðbeiningar á íslensku svo vörurnar séu aðgengi- legri. „Ég áttaði mig á því að fólk hafði ekki nýtt sér lífrænu vörurnar þar sem það skildi ekki hvernig átti að nota þær,“ segir Sólveig Eiríksdóttir sem rekur Himneska hollustu og selur lífrænar vörur. „Hjá okkur er allt á íslensku. Ég komst að því að konur sem eru þaulvanar í eldhúsi og geta rúllað upp heilu fermingaveislunum skilja ekki hollenskar leiðbeiningar og hafa því hingað til sleppt lífrænum vörum. Þessi uppgötvun varð kveikjan að því að koma með þessa framleiðslu,“ segir Solla og bætir við að á umbúð- unum séu einnig auðveldar upp- skriftir. „Í fyrstu voru þessar vörur svo dýrar og fólk varð að velja á milli spelts og bensíns. Nú er hins vegar komin samkeppni á þennan markað og með fleiri neytendum hefur verðið lækkað þótt enn sé um fyrsta flokks vöru að ræða. Sjálf er ég tiltölulega nýkomin með bílpróf, fór allar mínar leiðir á hjóli áður en ég ákvað að taka prófið. Ég var lengi að gefa mig en ákvað að þar sem ég var með barn yrði ég að hafa bíl. Núna ek ég um á sparneytnum Yaris því ég vil frekar eyða peningunum í eitthvað hollara en bensín,“ segir Solla og bætir við að hún sé stolt yfir hollustuvakningunni í þjóðfélaginu. „Ég er voðalega montin yfir þessari vakningu í lífrænum mat, við vorum brautryðjendur og nú er þetta komið í allar búðir. Fólk sem aldrei spáði í neitt svona er nú farið að spurja og spá svo maður sáir fræjum og hnippir aðeins í fólk. Ég hef alltaf haft þennan áhuga á hollustu og byrjaði í þessu með hugsjón sem er enn í gangi og verður alltaf. Við Íslending- ar erum á eðlilegu róli varðandi lífrænan mat, kannski frekar sein miðað við önnur lönd. Við eigum samt eftir að taka við okkur og allt í einu verða allir komnir í þetta. Við erum nefnilega svo krúttleg.“ Við mælum með F eðgarnir Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson eiga lagið Eldur sem flutt verður í Söngvakeppni Sjónvarpsins annað kvöld. Grétar fékk eiginkonu sína til að semja textann við lagið svo um alvöru fjölskylduverkefni er að ræða. „Við feðgarnir eigum lagið saman og Ingibjörg Gunnarsdóttir konan mín samdi textann,“ segir Grétar Örv- arsson tónlistarmaður en hann og Kristján Grétarsson sonur hans eiga lagið Eldur sem flutt verður í Söngvakeppni Sjónvarpsins annað kvöld. Þeir feðgar hafa ekki samið oft saman en samkvæmt Grétari gekk samstarfið vel. „Ingibjörg hefur samið texta fyrir marga lagahöfunda og söngvara í gegnum tíðina og því lá beinast við að leita til hennar enda ekki við hæfi að líta fram hjá konunni sinni,“ segir Grétar brosandi en fjölskyldan leitaði til Friðriks Ómars söngvara til að flytja lagið. „Friðrik Ómar er sterkur flytjandi sem hefur brennandi áhuga á þessari keppni. Við erum ekki í þessu af neinum fíflagangi heldur erum í þessu af fullri alvöru og leggjum allan okkar metnað í þetta,“ segir Grétar og bætir við að hann telji lagið sterkt. „Í laginu er mikill undirliggjandi kraftur, það hefur yfir þjóðlegum blæ að ráða og ýmis önnur blæbrigði en ég vil láta hlustendur um að dæma.“ Aðspurður um gengi Silvíu Nætur í fyrra segist Grétar líklega vera sammála meirihluta þjóðarinnar um að grínið hafi gengið of langt. „Mér fannst þetta voðalega sniðugt og vissi að hún myndi sigra hér heima. Hún var með heilan sjónvarpsþátt á bak við sig og yngri kynslóðin er dugleg í símakosningunni. Þar af leiðandi hvet ég þá sem eldri eru til að kjósa það lag sem við getum verið stolt af og forðast það að vakna upp með timburmenn eftir þessa keppni eins og gerðist í fyrra og hittiðfyrra. Við eigum að senda fólk sem hefur brennandi áhuga á þessari keppni, fólk sem leggur metnað í þetta.“ GRÉTAR ÖRVARSSON FÉKK FJÖLSKYLDUNA MEÐ Í EUROVISION Samdi lag með syninum og konunni SÖNGVARINN OG LAGASMIÐIRNIR „Friðrik Ómar er sterkur flytjandi sem hefur brenn- andi áhuga á þessari keppni. Við erum ekki í þessu af neinum fíflagangi heldur erum í þessu af fullri alvöru og leggjum allan okkar metnað í þetta,“ segir Grétar sem sést hér ásamt Kristjáni syni sínum og söngvaranum Friðriki Ómari. SIRKUSMYND/HEIÐA „Á föstudögum fer ég alltaf með stelpurnar mínar í íþróttaskólann og ætla svo að eiga kósý kvöld með þeim heima. Á laugardaginn ætla ég að mæta í ræktina og um kvöldið er ég búin að lofa að passa litla strákinn systur minnar. Hann ætlar að vera í næturpössun í fyrsta skiptið svo það verður öruggleg eitthvað um andvöku það kvöldið. Á sunnudögum er það alltaf sama skemmtilega rútína, við fáum okkur bakkelsi og gefum svo öndunum brauð.“ Íris Björk Árnadóttir fyrrverandi fegurðar- drottning og mamma „Helgin er að mestu leyti óráðin, kannski kíki ég suður eða verð heima hér fyrir norðan og stend í flutningum. Ætli maður reyni ekki að kíkja aðeins út á lífið til að sýna smá lit en annars er undirbúningur fyrir mót í fullum gangi svo maður verður að hafa sig hægan. Ég verð að æfa alla helgina, það eru engar pásur í því.“ Heiðrún Sigurðardóttir líkamsræktarkona „Ég er að fara að syngja í Eurovision-keppninni á morgun og er mjög spennt fyrir því. Ég er ein af bakröddunum fyrir söngkonuna Guðrúnu Lísu Einarsdóttur og mér líst mjög vel á þetta hjá okkur. Ef lagið sigrar er ég að sjálfsögðu tilbúin að fara út og keppa fyrir Íslands hönd, þótt ekki væri nema sem bakrödd. Á sunnudaginn ætla ég svo bara að slaka á.“ Ína Valgerður Pétursdóttir söngkona „Helgin fram undan er mjög róleg sem er fínt þar sem það er búið að vera mjög mikið að gera síðustu daga, bæði í vinnunni og í að þjálfa. Kannski skrepp ég bara í bíó en mig langar að sjá nýju myndina með Ben Stiller, Night at the Museum. Ég held að hún sé skemmtileg afþreying.“ Kristín Rós Hákonardóttir sundkona Hvað á að gera um helgina? ER Í HOLLUSTUNNI AF HUGSJÓN „Ég mæli með kvikmyndunum Little Miss Sunshine og Stranger than Fiction og disknum Coco Rosie. Sjálf hlakka ég mikið til að sjá myndina Foreldra og það er óhætt að segja að bíóárið byrji mjög vel.“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona „Ég mæli með leikritinu Pabbanum. Þetta er alveg rosalega skemmti- leg og fyndin sýning sem ég mæli með fyrir alla. Einnig mæli ég með Incubus tónleikunum í mars. Ég hlakka alveg svakalega til að sjá þá.“ Tinna Marína söngkona „Ég mæli með kvikmyndinni Crash. Þessi mynd kom mér mjög á óvart og ég er búinn að hugsa mikið um hana síðan ég sá hana. Einnig mæli ég með geisladisknum með Ný danskri og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég var að finna þennan disk í hrúgunni heima og er aftur farinn að dýrka þennan disk.“ Kristinn Darri Röðulsson Herra Ísland 2006 „Ég mæli með leikritinu Ófagra veröld í Boragrleikhúsinu en það dregur mann inn í geðveikina og út aftur, algjör snilld. Einnig mæli ég með að fólk gefi til hjálparstarfs með sínum hætti og gleðjist yfir stórum jafnt sem smáum framlögum. Það skiptir ekki hvaðan fjárstyrkurinn kemur. Að lokum mæli ég með að hver og einn geri sitt í þessum loftlagsbreyting- um og kíki á www.climatecrisis.net.“ Hólmfríður Anna Baldursdóttir upplýsingafulltrúi UNICEF Sólveig Eiríksdóttir Solla er tiltölulega nýkomin með bílpróf og keyrir um á sparneytnum Yaris. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.