Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 88

Fréttablaðið - 26.01.2007, Side 88
„Þótt þú hafir selt milljónir af plötum þýðir það ekki að þú sért góð. McDonald‘s selur fullt af hamborgurum,“ á Ahmet Ertegun að hafa sagt við Tori Amos. Ahmet, sem lést í desember síðastliðnum, var stofnandi og stjórnandi Atlantic-plötufyrirtækisins. Tímaritið Rolling Stone birti mjög yfirgripsmikla umfjöllun í minningu þessa mikla frömuðar sem blaðið kallar „The Greatest Record Man of All Time“. Ahmet fær ellefu síður í blaðinu á meðan sjálfur James Brown fær ekki nema sjö. Ahmet Ertegun var sonur tyrknesks sendiherra í Bandaríkjunum. Hann var forfallinn djass- og blúsgeggjari og stofnaði Atlantic árið 1947. Hann gerði annan geggjara og fyrrum tónlistarrýni hjá Bill- board, Jerry Wexler, að meðeiganda og saman gerðu þeir Atlantic að stórveldi. Ahmet uppgötvaði Ray Charles og gerði Arethu Franklin og Wilson Pickett að stjörnum. Hann náði í bæði Led Zeppelin og Rolling Stones. Og hann gerði samninga við Cream og King Crimson og Tori Amos. Atlantic hélt áfram að vaxa löngu eftir að hin óháðu fyrirtækin sem spruttu upp á eftirstríðsárunum (Chess, King, Vee-Jay …) lentu í erfiðleikum. Ahmet hélt áfram að stjórna fyrirtækinu eftir að hann seldi það Warner-risanum. Hann var á fullu til dauðadags og lést reyndar eftir að hann datt illa á tónleikum með Stones, 83 ára að aldri … Stórmenni í tónlistarsögunni sem hélt áfram að styðja við listamennina sem hann uppgötvaði eftir að þeir yfirgáfu hann og fóru annað. Blessuð sé minning hans. Þessi orð Ahmets við Tori komu annars upp í hugann þegar ég rakst á lista yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum árið 2006. Þvílík hörmung! Tónlist úr Disney- þætti í fyrsta sæti, útþynnt kántrí miðju- moð númer tvö og Idol-stjarnan Carrie Underwood númer þrjú. Bestu plötur ársins samkvæmt helstu fjölmiðlum eru hvergi sjáanlegar. Getur verið að gæði og mikil sala fari hreinlega ekki saman? Mikil sala = lítil gæði? Íslandsvinirnir í The Shins senda í næstu viku frá sér sína þriðju breiðskífu sem hefur þó verið fáan- leg í langan tíma á netinu. Steinþór Helgi Arnsteins- son skoðaði gripinn og sögu hans. The Shins er upprunalega frá Albuquerque, höfuðborg Nýju Mexíkó, sem kemur meðal annars fyrir í hinu ógleymanlega King of Rock ‘n‘ Roll með Prefab Sprout þar sem segir í viðlaginu: „Hot dog, jumping frog, Albuquerque!” En nóg um borgina. Aðalmaðurinn á bak við The Shins er söngvarinn, James Mercer, en hann stofnaði sveitina upp úr 1997. Hjólin byrj- uðu síðan að snúast fyrir alvöru þegar sveitin hitaði upp fyrir Mod- est Mouse og fékk í kjölfarið samning hjá hinni frábæru Sub Pop-útgáfu en þriðja platan verð- ur jafnframt sú síðasta hjá útgáf- unni. Fyrsta plata sveitarinnar, Oh, Inverted World, kom út árið 2001 og fékk mikið lof. Þótti metn- aðarfull indípoppplata, undir sól- skinsáhrifum frá Beach Boys þótt meðlimum sveitarinnar líki illa sá samanburður. Platan Chutes too Narrow fylgdi í kjölfarið árið 2003. The Shins stóð því frammi fyrir verðugu markmiði, að setja saman sína þriðju plötu sem svo margar aðrar sveitir hafa brennt sig á. Strax frá fyrstu fregnum um nýju plötuna var alveg ljóst að meðlim- ir sveitarinnar ætluðu að feta nýjar slóðir. Í viðtali við Billboard sögðu þeir að í fyrsta skiptið hefði sveitin svigrúm til þess að að teygja almennilega úr sér. Platan fékk nafnið Wincing the Night Away (útúrsnúningur á laginu Twistin’ the Night Away sem Sam Cooke gerði vinsælt) og er tilvísun í svefnleysi Mercer. Platan var tekin upp af Joe Chiccarelli sem hefur unnið með listamönnum á borð við Beck, Tori Amos og U2 en einnig hefur nýr meðlimur bæst við, Eric Johnson úr Fruit Bats. The Shins hefur einnig flutt sig yfir til Portland í Oregon-ríki. Einn dáðasti drengur þeirrar borg- ar, Stephen Malkmus, lét einmitt hafa það eftir sér að Shins og önnur Portlandsveit, The Decemberists, væru hið nýja svarta. Hinn 20. október lak platan hins vegar á netið og fór þar eins og eldur um sinu. Meðlimir sveitar- innar hafa ítrekað að hljómgæðin séu allt önnur og mun verri á lek- anum auk þess sem tveimur lögum hefur verið bætt við plötuna. Til þess að bæta gráu ofan á svart setti iTunes plötuna óvart á sölu í tvo daga fyrir nokkrum vikum síðan. Þegar platan lak á netið virtust allir netverjar vera sam- mála um að hér væri komin sísta plata Shins til þessa. Nýlegir dómar frá ýmsum tónlistarmiðl- um hafa hins vegar verið á öðru máli. Bæði NME og Drowned in Sound gáfu sem dæmi plötunni níu af tíu mögulegum. Platan er þó töluvert frábrugð- in fyrri plötum, því neitar enginn. Yfirborðið er þykkara og tónninn alvarlegri. „Mér finnst það alltaf svalt að koma fólki á óvart, og þú veist, tvöfalt svalara ef þú getur komið því á óvart og vakið aðdáun. Mér fannst við megnugir þess og ein- faldlega hafa gert eitthvað sem Shins-aðdáendur ættu ekki von á,“ sagði Mercer í nýlegu viðtali. Þá er bara að bíða og sjá hvað aðdá- endurnir segja. Wu-Tang mætt aftur 11. hve r vinnur ! Sendu SMS BTC ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið DVD myndina! Vinningar eru Antbully á DVD, DVD myndir Og margt fleira KemurÍ VERSLANIR25. janúar Viltu eintak? Vin nin ga rv er ða af he nd ir h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.