Fréttablaðið - 26.01.2007, Síða 102

Fréttablaðið - 26.01.2007, Síða 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er áfall. En þeir eru ekkert heilagir þessir læknar þótt margir haldi það. Ég held því fram að þetta sé klemmd taug. Of miklar æfing- ar,“ segir Bubbi Morthens, sem í gær var staddur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir ómskoðun. Úrskurður lækna var sá að Bubbi þjáðist af brjósklosi í hálsi. Fella þurfti niður fyrirhugaða tónleika í Sjallanum á Akureyri í gærkvöldi og ljóst að Bubbi telur það hið mesta skaðræði í þeim bransa sem hann starfar í – tónleikahaldi. „Alveg ferlegt.“ En hann er hins vegar algerlega óspila- fær og lítið við því að segja. Hægri hönd nánast lömuð og hann dofinn og aumur í hálsi. Ástæður þess að blása þurfti af tónleikana eru ekki þær að Bubbi sé fallinn – ef einhver kynni að draga þá ályktun við þær fregnir að enginn var Bubbi að spila á Akureyri eins og til stóð. Bubbi er ekki fallinn en eftir tæpan mánuð verður einmitt tekið fyrir í Hæsta- rétti mál hans á hendur tímaritinu sáluga, Hér og nú, sem dæmt var í héraði til að greiða Bubba bætur fyrir að hafa á forsíðu fyrirsögnina „Bubbi fallinn“. Voru að vísa til reykingabindindis en dómarinn féllst á það með gallhörðum lög- manni Bubba, Sigríði Rut, að þetta mætti aðeins skilja á einn veg. Bubbi með brjósklos í hálsi „Ég festi höndina eitthvað undir mér í átakssenu milli mín og Ell- erts. Og það með þessum afleið- ingum,“ segir leikarinn Gunnar Hansson, sem rifbeinsbrotnaði á sýningunni Degi vonar síðastliðið sunnudagskvöld. „Ég átti þetta sennilega skilið. Enda búinn að gera mikið grín að samstarfs- félaga mínum Halldóri Gylfasyni eftir að hann sleit hásin í fótbolta- leik milli Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins,“ bætir leikar- inn við og reynir af veikum mætti að líkja líkamsástandi sínu við hnefaleikakappa. En það fellur um sjálft sig. „Ég væri alltaf grátandi í hringnum,“ segir hann og hlær. Gunnar segir að sýningin hafi nánast gengið frá honum líkam- lega því áður en æfingar hófust þurfti leikarinn að fara í aðgerð á fæti. „Ég hafði talið sjálfum mér trú um að þetta væri eitthvað smá- vægilegt. En var síðan draghaltur á fyrri hluta æfingaferilsins,“ segir Gunnar en þar með er ekki öll sagan sögð. „Í einu slagsmála- atriðinu festi ég putta í skyrtu Ell- erts og tognaði það illa að hann þrefaldaðist,“ útskýrir Gunnar auk þess sem þumalputtarnir eru báðir nokkuð bólgnir eftir átökin á sviðinu. „Ég og Ellert tökumst sér- staklega mikið á í tveimur atrið- um. Og höfðum ákveðið að hafa þetta ekki of óekta heldur láta hvor annan finna fyrir því,“ segir leikarinn og þetta eru fórnirnar sem hann þarf að færa. Gunnar ætlar að harka af sér og mun bryðja verkjatöflur fyrir átökin. „Ég er helvíti aumur. Lækn- irinn ýtti létt á veika blettinn og ég vældi eins og kelling,“ segir Gunn- ar. „Reyndar er það nú þannig að þegar ég er aumur þá er ég alveg agalega aumur,“ bætir leikarinn við. Og segist vera farinn að finna fyrir því hjá samstarfsfólki sínu að það haldi að hann sé algjör kveif. „Enda hef ég alltaf verið að væla og nú sést þetta ekki einu sinni á mér,“ segir hann og hlær. Og áhorfendur Borgarleikhúss- ins mega búast við miklum átök- um á sviðinu því Gunnar sendir mótleikara sínum Ellerti tóninn. Vonar að hann sé stoltur af sjálf- um sér og afrekum sínum. „Hann er fauti og fantur. Og ég mun borga fyrir mig,“ segir hann. … fær Páll Óskar Hjálmtýsson sem undirbýr fyrstu sólóplötu sína í átta ár, samhliða því að dæma söngfuglana í X-Factor og sinna Eurovision-þörfum landsmanna. „Þetta kom upp á versta tíma. Það var búið að bóka heljar- innar fjölmiðla- og kynningar- fund fyrir Garðar í síðustu viku. Við vorum búnir að leigja flottasta klúbbinn í London og 32 manna sinfóníu- hljómsveit til að spila undir í fimm lögum en þessu hefur því miður verið frestað,“ segir Einar Bárðar- son, umboðs- maður Garðars Cortes. Stór- tenórinn hefur nú legið veikur í tvær vikur og var nýlega greindur með bráðabarkabólgu. „Hann er að komast á ról núna og við reiknum með að halda þessa kynningu í næsta viku,“ segir Einar. Allt átti að leggja í sölurn- ar á þessari kynningu og segir Einar að þeir ætli að halda sínu striki. „Garðar átti að koma fram með Catherine Jenkins í kvöld en við ákváðum að draga hann út úr þeirri dagskrá og hvíla hann,“ útskýrir Einar. Bretarnir fengu engan meðaljón til að fylla skarð íslensku vonarstjörnunnar heldur fengu ein- hvern vinsæl- asta ungtenór landsins, Mark Spence, til að fylla upp í tómið sem Garðar skil- ur eftir sig. Einar vildi ekkert tjá sig um samningaviðræðurn- ar við Universal-útgáfu- fyrirtækið sem hefur mikinn hug á að fá Garðar til liðs við sig. „Þetta er í réttum far- vegi,“ sagði umboðs- maðurinn. Garðar úr leik eftir bráðabarkabólgu Gnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR - SÚRT RENGI HARÐFISKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.