Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.10.2007, Blaðsíða 28
Tugþúsundir Íslendinga seilast í samlokukælana daglega. Kóngurinn í kælinum er hinn trausti og tryggi Sómi sem satt hefur tóma maga með sælkera- samlokum síðan 1978. „Sómi var stofnaður 1978 og þá voru smurðar um 200 samlokur sem dreift var í helstu sjoppur. Síðan hefur vöxturinn verið stöð- ugur og nú eru smurðar um 20 þús- und samlokur á dag,“ segir Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri Sóma, en mánaðarlega kemur fram nýjung í vörulínu fyrirtækisins. „Reynslan sýnir að ein af hverj- um tíu nýjungum nær að festa sig í sessi. Sómi er sá aðili á samloku- markaðnum sem leggur mesta áherslu á fjölbreyttar vörutegund- ir og ríkulega sælkeravöru,“ segir Alfreð þar sem hann stendur í nýjum og glæsilegum húsakynnum Sóma við Gilsbúð í Garðabæ, en þar starfa 45 manns við samloku- gerðina. „Við byrjum að smyrja klukkan 22 á kvöldin og er smurt er alla nóttina, en flestar sendingar fara út klukkan sex á morgnana. Mikið fer í fyrsta morgunflug á lands- byggðina svo nýsmurðar samlokur séu líka komnar í kæla fjarlægustu byggða Íslands klukkan níu,“ segir Alfreð, en dagvakt sér um að skera niður grænmeti og álegg, laga salöt og gera klárt fyrir næturvaktina að setja samlokurnar saman. „Langlokurist með skinku, osti og pepperoni er langvinsælasta vörutegundin, en þar fyrir utan hafa Íslendingar enn mest dálæti á roastbeef og hangikjöti. Sómi býður einungis upp á handgerða hágæðavöru þar sem einu tækin eru skurðarhnífar, færiband og pökkunarvélar,“ segir Alfreð, sem fær sér alltaf eina með hangikjöti og salati. „Þetta er góður kostur og sífellt vaxandi úrvalið af heilsuvörum, en markaðurinn ræður þessu alfarið. Þeir sem vinna hér mega borða eins mikið af samlokum og þeir vilja. Sumir fá sér eina, aðrir fjór- ar eða fimm, en það er besti mæli- kvarðinn, finnst mér. Ef maður vill ekki borða vöruna sjálfur er stað- allinn ekki í lagi. Það er metnaðar- mál hjá Sóma að gera þetta vel og vinna með gott hráefni,“ segir Alfreð, sem á hverjum degi fær samlokubrauð í hundraðavís frá bakaríunum, ásamt áleggi í stórum stæðum. „Osturinn er gríðarstór liður og nautakjötsreikningurinn er ansi hár líka. Við seljum yfir þúsund hamborgara á dag og enn er roast- beef vinsælasta samlokan, svo öll innkaup eru í ótrúlega stórum tölum fyrir litla Ísland,“ segir Alfreð sem fullyrðir að samlokur séu ódýrar á Íslandi. „Við miðum okkur gjarnan við Bretland sem er mekka samlok- unnar. Verðlagning út úr búð hér er mjög sambærileg nema hvað við vinnum með mun dýrara hráefni. Það er líka ástæða þess hve sam- lokan er vinsæl. Við leitum ekki að ódýru skinkunni eða útrunnu græn- meti. Notum eingöngu topphráefni og mestu gæði sem fyrir pening- ana fást.“ Handsmurðar tuttugu þúsund samlokur á dag Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.