Fréttablaðið - 05.10.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 05.10.2007, Síða 54
BLS. 14 | sirkus | 5. OKTÓBER 2007 Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir hefur nýlokið við unglingabókina, Strákarnir með strípurnar, sem kemur út í október hjá bókaútgáfunni Sögur. Ungl- ingabókin er sérstök að því leyti að Ingibjörg skrif- aði hana í samstarfi við dóttur sína, Lovísu Þórðar- dóttur, sem er í níunda bekk. Ingibjörg segir að hugmyndin að bókinni hafi kviknað þegar þær mæðgurnar voru í sundi. „Lovísa uppveðraðist við hugmyndina og við byrj- uðum strax að þróa karaktera og kasta á milli okkar hugmyndum. Inni á milli tókum við pásur frá verk- efninu en í nóvember í fyrra tókum við þetta föstum tökum og þá fóru hlutirnir að gerast fyrir alvöru,“ segir Ingibjörg. Þetta er ekki fyrsta ritverk hennar því hún skrifaði leikritið, Móðir mín dóttir mín, sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún lék Súsí í kvikmyndinni Maður eins og ég, blaðakonu í kvik- myndinni Strákarnir okkar og Lóu ritara í saka- málaseríunni Allir litir hafsins eru kaldir. Aðspurð að því hvort hún hafi fengið betri innsýn inn í líf dóttur sinnar við skrifin viðurkennir Ingibjörg að sjálf sé hún eiginlega meiri villingur en nokkurn tímann dóttir hennar. „Það verður að segjast að Lovísa er ennþá ósköp róleg í tíðinni og lítið útstáelsi á henni. Ég var sjálf margfalt meira trippi en hún sem gerði það að verk- um að foreldrar mínir kölluðu mig þriðju heims- styrjöldina. Allt það villta í sögunni kemur því frá mér en það einlæga og tæra kemur úr hennar reynslubrunni.“ Ingibjörg og Lovísa unnu bókina þannig að þær gerðu hugmyndavinnuna saman en svo kom það í hlut Ingibjargar að setja saman textann. „Stundum fór ég aðeins fram úr mér í hita leiksins og var komin á aðra braut en við höfðum lagt upp með. Þá voru teknar lýðræðislegar ákvarðanir þar sem hugmynd- in var ýmist inni eða úti. Í flestum tilfellum vorum við sáttar við útidúrana sem ég kom með. Svona hélt samstarfið áfram út alla bókina, þangað til við vorum báðar sáttar.“ Um hvað fjallar bókin? „Strákarnir með strípurnar fjallar um krakka í 10. bekk. Aðalsöguhetjan Gabríel tekur lesendur með sér í sérkennilegt ferðalag þar sem hann fer fram og til baka í tíma. Líf hans er við það að falla saman á tímabili í sögunni þar sem leyndarmál fortíðar virð- ist vera að skjóta upp kollinum, nokkuð sem enginn vissi nema hann. Við fjöllum um flækjur gelgjunnar, vonir þeirra og þrár í spennandi söguþræði og ekki síst hættur þar sem val unglingsins og ábyrgð hans á sjálfum sér skiptir máli. Við erum berorðar og tökum á ýmsum tabúum, málum sem eiga sér stað í þjóðfélaginu.“ Hvort er skemmtilegra að leika eða skrifa? „Þetta er erfið spurning. Ég er auðvitað fyrst og fremst leikkona og fæ mikið út úr því að taka þátt í skemmtilegum verkefnum tengdum leiklistinni. Þetta er harður heimur og þegar það er gúrkutíð á þeim vettvangi tek ég gjarnan upp pennann. Ef bókin okkar verður einhvern tímann að bíómynd þá panta ég að leika mömmuna,“ segir hún og hlær. martamaria@frettabladid.is Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is GÖMUL SÁL Sam- kvæmt Sigríði Klingen- berg hefur Svanhildur ekki oft orðið ástfangin á ævi sinni. SPURNINGAKEPPNI Sirkus Jens Guð 1. Nígeríu. 2. Rafael Benítez. 3. Guðrún Halldórsdóttir. 4. Fallbyssur. 5. Oprah Winfrey. 1. Í hvaða landi gerist Flug- drekahlauparinn? 2. Hver er knattspyrnustjóri Liverpool? 3. Hver leikstýrði kvikmynd- inni Veðramót? 4. Hvað heitir próteinsúkku- laði þeirra Arnars Grant og Ívars Guðmundssonar? 5. Hver er launahæsta sjónvarpsstjarnan samkvæmt nýjum lista tímaritsins Forbes? 6. Hverjir eru umsjónarmenn Útsvars? 7. Hvern lék Laddi í Stellu í orlofi? 8. Hvað heitir nýr bókmennta- þáttur í umsjón Egils Helga- sonar? 9. Hvað heitir kaffihús Friðriks Weisshappel í Kaup- mannahöfn? 10. Hver leikstýrir söngleikn- um Ást? 6. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. 7. Sven. 8. Kiljan. 9. Laundromat. 10. Gísli Örn Garðarsson. TROMMULEIKARINN HANNES HEIMIR FRIÐBJARNARSON SIGRAÐI ANDRA FREY VIÐARS- SON ÚTVARPSMANN Í SÍÐUSTU VIKU. ANDRI FREYR SKORAR Á BLOGGARANN JENS GUÐ. 6. Sigmar Guðmundsson og einhver kona. 7. Sænskan drykkjumann sem ég man ekki hvað hét. 8. Kiljan. 9. Ég veit það ekki. 10. Veit ekki. Hannes Heimir heldur sigurgöngu sinni áfram. Hann sigrar Jens með 6 stigum gegn 3. Jens skorar á besta vin sinn og plötusnúðinn Viðar Júlí Ingólfsson. Fylgist með í næstu viku! Hannes H. Friðbjörnsson 6 RÉTT SVÖR 1. Kanada. 2. Ég veit ekkert um fótbolta. 3. Guðný Halldórsdóttir. 4. Hef aldrei heyrt á það minnst. 5. Oprah Winfrey. 3 RÉTT SVÖR 1. A fg an is ta n. 2 . R af ae l B en íte z. 3 . G uð ný Ha lld ór sd ót tir . 4 . H re ys ti. 5 . O pr ah W in fre y. 6 . Þ ór a Ar nó rs dó tti r o g Si gm ar G uð m un ds so n. 7 . Sa lo m on .8 .K ilja n. 9 . T he L au nd ro m at C af é. 10 . Gí sl i Ö rn G ar ða rs so n. þriðja heimsstyrjöldin! MÆÐGURNAR INGIBJÖRG REYNISDÓTTIR OG LOVÍSA ÞÓRÐARDÓTTIR SKRIFUÐU SAMAN BÓK: Gekk undir nafninu KRAFTMIKLAR MÆÐGUR Ingibjörg Reynisdóttir og Lovísa Þórðardóttir skemmtu sér vel við skrif bókarinnar, Stákarnir með strípurnar, sem kemur út í október. „Þegar ég hugsa um hollustuna er það sushi-bakki sem ég kaupi í Fylgifiskum. Algert sælgæti. Annars freistast ég líka til að nefna Búllu-borgara sem er himnesk óhollusta.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir alþingiskona „Uppáhaldsskyndibitinn minn er Subway- bátur með kjúklingi og ógrynni af svörtum ólívum. Þær gera gæfumuninn. Síðan klikkar breiðloka með rækjum í Pylsuvagn- inum á Selfossi aldrei.“ Soffía Sveinsdóttir veðurfréttakona „Uppáhaldsskyndibitinn minn þegar ég er búin að vera föst á hraðbrautinni í marga klukkutíma og er alveg að gefast upp og drepast úr hungri er grilluð kjúklingasam- loka frá Carl’s Jr og franskar með fullt af barbecue-sósu og stórri kók. Ekki diet. Alvöru kók. Sykur er góður og lífið er stutt.” Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona „Réttur nr. 52 í Kínahúsinu og Bæjarins bestu með öllu.“ Steinn Ármann Magnússon leikari Skyndibitinn? uppá- halds „Svanhildur Hólm er sexa,“ segir Sigríður Klingenberg spákona um sjónvarpskonuna Svanhildi Hólm Valsdótt- ur. „Svanhildur er líkt og jörðin. Það er öruggt hvað jörð- in gerir næstu 24 tímana og Svanhildur hefur á hreinu hvað hún ætlar að gera næstu 24 tímana. Svanhildur hefur gífurlega seiglu, er ljúf og aðlaðandi og lætur ekki allt flakka þótt henni sé stundum nóg boðið. Ef hún verð- ur reið, sem gerist á nokkurra ára fresti, á hún frekar til að loka á viðkomandi manneskju en að rífast. Hún er í rauninni mjög gömul sál og vill halda í gamlar hefðir og hafa þroskaða orku í kringum sig. Hún varðar veg sinn vel og það hefur ekki oft komið fyrir í hennar lífi að hún hafi orðið ástfangin. Hún er lengi að verða ást- fangin og einnig lengi að vinna ástina úr huga sínum. Svanhildur þolir ekkert væl og gengur bara í hlutina. Hún er ekki mesta punturófa bæjarins því að sveitaorka vermir fætur hennar. Svanhildur er með þrjá ása í fæð- ingartölunni sinni sem gerir hana þar af leiðandi að styrkum stjórnanda. Væri ég samt ekki hissa að hún myndi í framtíðinni ákveða eitthvað annað en að vera í þessu sjónvarpi og gæti það verið seinnipartinn á næsta ári eða 2009 sem þær breytingar ættu sér stað. Hún er eins og alvöru kvenskörungur, verndar og gætir karlsins eins og mögulegt er svo að sá maður sem hvílir á milli brjósta hennar verður öruggur að eilífu. Amen. Svanhildur er alvöru kvenskörungur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.