Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 22
22 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Karlar Konur 824 1999/ 2000 2001/ 2002 2003/ 2004 2005/ 2006 nám, fróðleikur og vísindi Kjarni málsins > Fjöldi útskrifaðra stúdenta á Íslandi eftir kyni 1002 1.298 861 943 1.334 1.572 1.450 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Komin er út ný barnabók, Með hetjur á heilanum, um brettagaurinn Sigga sem fer í sveit. Bókina má nota til móðurmálskennslu í grunnskólum, en höfundur hennar telur nauðsynlegt að kenna nútímabörnum að lesa barnabókmenntir. „Ég tel mikilvægt að barnabók- menntir séu kenndar í skólum. Það eru svo margir afþreyingar- möguleikar í dag að það þarf að kenna krökkum að lesa barna- bókmenntir og efla læsi,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, M. Paed. í íslensku og höfundur barnabókarinnar Með hetjur á heilanum um brettagaurinn Sigga, sem fer í sveit til frænd- fólks síns í Fljótshlíðinni og lend- ir í ýmsum ævintýrum. Guðjón telur nauðsynlegt að nemendur á miðstigi lesi bækur saman og vinni með þær líkt og unglingar vinna á seinni skóla- stigum með skáldsögur og forn- sögur. „Við verðum að byrja fyrr. Áður lásu öll börn barnabækur, en nú er það ekki sjálfsagt og ekki víst að börn hafi fengið nægilega þjálfun til að lesa bók- menntir á unglingastigi.“ Í bókinni er komið inn á sögu lands og þjóðar og eru málefni líðandi stundar fléttuð inn í sög- una, svo sem jafnrétti kynjanna, ástin og ofneysla áfengis. Bók- inni fylgir nýstárleg verkefna- bók, Hetjuspegill, sem kennarar geta nálgast á netinu. „Fólk skrifar meira og er óhræddara við að skrifa en áður, en margir gera ekki greinarmun á ritmáli og talmáli eins og sést til dæmis á bloggsíðum. Í Hetju- spegli eru verkefni sem taka á málvillum á borð við notkun broskarla í stað punkta í lok setn- ingar,“ segir Guðjón. Börnin skrifa einnig fréttir og senda tölvupóst. Þá má finna orðskýr- ingar í lok hvers kafla bókarinn- ar, sem eru til þess gerðar að auka orðaforða barnanna. Sögusviðið er sveitabær í Fljótshlíð en Guðjón var áður bóndi í þeirri sveit. Honum er því mikið í mun að kynna nútíma- landbúnað fyrir börnum. „Ég vildi koma því til skila að miklar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið á Íslandi. Síðustu fimmtíu ár hafa verið jafn viðburðarík og þúsund ár þar á undan. Nánast allar barnabækur um sveitina eru gamlar svo ég vildi skrifa um nútímasveit, tækin og tólin, og allt það sem börn í dag þekkja.“ Með hetjur á heilanum er gefin út af bókaútgáfunni Sölku og er að sögn höfundar ekki síður hugs- uð sem almenn barnabók. eva@frettabladid.is Bók með orðskýring- um fyrir nútímabörn MEÐ HETJUR Á HEILANUM Bók Guðjóns Ragnars Jónassonar er skrifuð fyrir börn á aldrinum tíu til þrettán ára. Sagan tekur á ýmsum samfélagslegum og persónulegum vandamálum og börnin læra mörg skemmtileg orð. Árrisull Sá sem vaknar snemma Misseri Hálft ár Hliðhollur Vinveittur Kenna sér meins Vera veikur Hartnær Hér um bil Nýliðun Nýtt fólk bætist við Guðjón Ragnar fékk skólabörn til liðs við sig þegar hann ákvað hvaða orð fengju skýringu. ORÐSKÝRINGAR Nýjasta tímarit Són, eða Fimmta sónarskoðun eins og það heitir nú er komið út. Í því er að finna greinar um um skáld- skap og þýðingar. Í fréttatilkynningu segir að ljóð, frum- samin og þýdd, séu að þessu sinni óvenju fyrirferðarmikil í ritinu. Í heiðurssæti sé sónarljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur, Rof. Þá sé sérstök ástæða til að vekja athygli á sonnettu Höllu Magnúsdóttur, Ég skila því, þegar þess er minnst að liðin eru 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. ■ Skáldskapur og þýðingar Fimmta sónarskoðun skáldskapar Bent Scheving Thorsteinsson veitti Háskóla Íslands veglega peningagjöf í gær eða alls 13 milljónir króna. Peningarnir munu renna til Styrktarsjóða skólans. Bent Scheving Thorsteinsson hefur verið velgjörðarmaður Háskóla Íslands frá síðustu aldamótum og með framlagi sínu að þessu sinni hefur hann fært Háskólan- um 60 milljónir króna á nærri 7 árum. Féð hefur runnið til stofnunar þriggja sjóða, sem heyra undir Styrktarsjóði Háskólans. SAlls hafa sjóðirnir veitt 15 styrki til vís- indarannsókna. Með gjöf Bents er eigið fé hvers sjóðs fyrir sig nú orðið 20 milljónir kr. Fjárhæðir sjóðanna hafa verið nýttar í þágu rannsókna við Háskóla Íslands og með viðbótarframlaginu aukast enn frekar möguleikar meistara- og doktors- nema við Háskólann til námsstyrkja. ■ Vegleg gjöf Hefur gefið 60 milljónir á sjö árum Ráðstefnan Ný form lýðræðis – íbúalýðræði, lýðræðiskerfi sveitarfélaga og félagsauður verður haldin á morgun, föstudaginn 30. nóvember í Odda, Háskóla Íslands og hefst klukkan 15.00. Aðalfyrirlesari er Gerry Stoker, prófess- or við háskólann í Southampton, en hann er einn þekktasti stjórnmálafræðing- ur á sviði sveitarfélaga og nýrra lýðræðisforma. Ráðstefnan, sem boðað er til í tilefni af fimm ára starfsafmæli Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, er öllum opin, en nauðsynlegt er að skrá þátt- töku á www.stjornmalogstjornsylsa.is. ■ Fyrirlestur Ný form lýðræðis Ásdís Ósk Einarsdóttir hóf meistaranám í þróunarfræðum við Háskóla Íslands í haust en stutt er síðan hún brautskráðist með BA-próf í mannfræði frá sama skóla. Í lokaverkefni sínu í mannfræði skrifaði Ásdís Ósk um feminíska galdratrú. „Mjög margar konur í dag aðhyllast galdratrú og í ritgerðinni vildi ég reyna að sýna fram á hvernig konur geta nýtt sér það til að skapa sér rými innan trúarbragða.“ Ásdís Ósk segir ástæðuna fyrir því að hún fór í mannfræði vera þá að hún hefur ávallt haft áhuga á ferðalögum og að kynnast ólíkum menningarheimum. „Mannfræðin sameinaði þetta fannst mér og eftir að ég hafði kynnt mér hana kom í sjálfu sér ekkert annað til greina.“ Upphaflega ætlaði Ásdís í meistaranám í mannfræði en skipti um skoðun eftir að hún frétti af framhaldsnámi í þróunarfræðum. Námið hefur verið í boði við Háskóla Íslands frá 2005 en því er ætlað að veita nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að takast á við viðfangsefni á sviði þróunarmála, jafnframt því að undirbúa þá undir rannsóknarvinnu. „Ég man þegar ég var að klára BA-rit- gerðina að þá hugsaði ég með mér að mig langaði til að láta eitthvað gott af mér leiða, skilja eitthvað eftir sem er stærra en maður sjálfur. Í því ljósi var þróunarfræðin góður kostur,“ segir Ásdís, sem rekur Fair Trade-búðina við Klapparstíg og hefur hugsað sér að fjalla um „fair trade“-stefnuna í lokaverkefni sínu. Þróunarmál eiga hug Ásdísar allan og hún vonast til að geta starfað að þróunarsamvinnu strax að lokinni útskrift. „Mig langar að gera eitthvað sem skiptir máli og vonandi get ég orðið að liði þar sem fólk þarf á aðstoð að halda.“ NEMANDINN: ÁSDÍS ÓSK EINARSDÓTTIR, MEISTARANEMI Í ÞRÓUNARFRÆÐUM Skiptir máli að láta eitthvað gott af sér leiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.