Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 48
 29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður Fámennur en ört stækkandi hópur áhugafólks berst nú fyrir því að byggt verði tæknisafn á Íslandi, þar sem tæknisaga og -nýjungar landsmanna verði til sýnis og starfrækt vísindastofa. Valdimar Össurarson hefur í nokkur ár barist fyrir því að á Ís- landi verði reist tæknisafn eins og þekkist víða erlendis, þar sem þau laða árlega til sín milljónir gesta. Safnið er fyrst og fremst hugsað sem lyftistöng fyrir nám í raunvísindum þar sem uppistaða þess er vísindastofa, eða „sci- ence center“, að erlendri fyrir- mynd, ásamt því að vera sýning á verkum íslenskra vísindamanna og nýjustu tækniframförum. „Fyrir fjárlaganefnd Alþingis liggur beiðni um verulega aukið framlag í verkefnið til að geta haldið áfram nauðsynlegri sér- fræðivinnu. Færustu sérfræð- ingar í heimi, við Ontario Science Centre í Toronto, eru tilbúnir að veita sína aðstoð, en það kostar sitt,“ útskýrir Valdimar. Hann bætir við að vinna sérfræðing- anna felist í því að skila tillögu með upplýsingum um starfsemi safnsins, kosti þess, líklega eig- endur og rekstraraðila. Hugmyndin að tæknisafn- inu kviknaði þegar Valdimar og fleiri tóku þátt í uppsetningu á sýningunni Hugvit og hagleikur í Þjórsár veri árið 2004. Hann segir þá hafa komið í ljós hversu illa hafi verið haldið utan um uppfinningar íslenskra hug- vitsmanna. „Uppistaðan í starfsemi er- lendra tæknisafna er „science center“, eins konar fræðandi leiktækjasalur, þar sem gestir geta prófað sjálfir, leikið sér og lært af reynslunni. Víða erlendis er heimsókn á söfnin talinn eðli- legur hluti af grunn- og fram- haldsskólanámi. Okkur vantar svona kennslutæki í okkar raun- greinakennslu, þótt við teljum stundum að okkar menntakerfi sé í fremstu röð. Önnur ástæða fyrir þörf á svona stofnun er að það vantar stað til að halda utan um frum- kvöðlastarf og uppfinningar. Þrátt fyrir mörg ágætis tækni- greinasöfn getum við hvergi farið með raungreinanema eða útlenda gesti og sagt: Svona er okkar tæknisaga.“ Hann bendir á að eins vanti stofnun sem haldi utan um helstu tækninýjungar á Íslandi. „Maður getur hvergi farið með skóla- krakkana til að sýna þeim hvað sé nýjast í erfðavísindum og öðrum greinum raunvísinda. Nú er ekk- ert hægt að segja frá þessu þar sem það er hvergi til sýnis. Safnið yrði góður vettvangur fyrir nem- endur innan raungreina.“ Eftir að hugmyndin varð til hófst undirbúningur að verk- efninu, sem hefur staðið yfir í fjögur ár. Ferðamálanefnd Flóa- manna hefur, undir stjórn Valdi- mars, verið formlegur undirbún- ingsaðili. Á þessu ári var leitað álits hjá ýmsum landssamtökum með menntun á sinni stefnuskrá. Þau hafa lagt áherslu á nauðsyn verkefnisins og tilnefnt fulltrúa í samráðshóp. Er verkefnið því nú unnið á mjög víðtækum grunni, enda stofnuninni ætlað að þjóna landinu öllu. „Ríkið hefur á tímabilinu styrkt verkefnið, fyrst árið 2005 og aftur 2006. Styrkirnir dugðu til að gera vandaðar en kostnaðar- samar skýrslur um þörf og nota- gildi safnsins fyrir menntakerfið, en vinna hefur öll verið sjálfboða- starf. Kennaraháskóli Íslands skilaði síðasta sumar skýrslu um notagildi og nauðsyn stofn- unarinnar með tilliti til skóla- starfs. Þar er fullyrt að tækni- safn sé nauðsynlegt og tímabært. Vonandi verður okkur því veitt- ur styrkur til að halda áfram,“ segir Valdimar og bætir við að undirbúningsnefndin eigi í góðu samstarfi við Menntamálaráðu- neytið, þar sem fullur skilningur sé á nauðsyn safnsins. Hann segir of snemmt að segja til um staðsetningu safnsins, en telur að hlutirnir gengju hratt fyrir sig yrði styrkveitingin sam- þykkt. „Við hristum nú stórar stofnanir fram úr erminni á ör- skömmum tíma. Allt er því hægt ef viljinn er fyrir hendi.“ Nánari lýsingar á verkefninu má sjá á vefsíðunni www.tsi.is. - rve Nauðsynlegt og tímabært tæknisafn Valdimar vill að safnið hýsi tæknisögu og helstu tækninýjungar Íslendinga. Tækni- og listasafnið í Valencia á Spáni er glæsilegt á að líta. Valdimar telur timabært að Íslendingar eignist eigið tæknisafn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.