Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 36

Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 36
[ ] Húsbílar eru afar skemmti- legur ferðakostur sem verður stöðugt vinsælli hér á landi. Ekki þarf að hafa mikið fyrir því að bregða sér í ferðalag og nánast nóg að keyra bara af stað, enda húsbílar búnir öllu sem þarf í gott ferðalag. Margeir Pétur Jóhannsson er stoltur húsbílaeigandi. Fyrir rúmum tveimur árum fjárfesti hann í Fiat-húsbíl sem hefur reynst honum mjög vel. „Ég skellti mér á þennan húsbíl í þeim tilgangi að eiga fleiri sam- verustundir með fjölskyldunni. Ég keypti húsbílinn hjá Víkur- verk og hann hefur staðið vel undir væntingum. Bíllinn er af gerðinni Fiat og er ítölsk gæði fram í fingurgóma,“ útskýrir Margeir og bætir við: „Kostirnir eru þeir að þegar maður vill fara eitthvert keyrir maður bara af stað. Það er allt til alls í bílnum og maður þarf aðeins að stoppa til þess að taka bensín og kaupa mat. Svo þegar farið er heim eru bara allir kallaðir inn í bíl og svo brunað í bæinn. Þannig er maður alveg laus við óþarfa umstang sem fylgir hefðbundnum útileg- um.“ Í húsbílnum er svefnpláss fyrir sex manns. Í bílnum er að finna ísskáp og gaseldavél, vask, eld- húsborð og fataskáp. Í honum er líka sturta ásamt salerni og nægt geymslupláss. Margeir segir að mjög þægi- legt sé að aka húsbílnum. Það hafi verið skrítið í fyrstu, enda bíllinn kassalaga og tekur á sig mikinn vind. „Húsbíllinn er bein- skiptur og vel er búið um öku- manninn. Ég hef ferðast mikið á honum. Við fjölskyldan fórum nánast um hverja helgi síðasta sumar og út um allt land. Í raun- inni er hægt að fara á alla staði sem maður vill fara á svo lengi sem veður og færð leyfa og við- haldskostnaðurinn er afar lítill.“ Margeir hvetur alla þá sem hafa gaman af að ferðast um landið að skella sér á húsbíl og segir að það sé frábær ferðamáti og nægt pláss sé fyrir alla sem eru með í för. Á húsbílum er hægt að elta góða veðrið og flýja það slæma án mikillar fyrirhafnar. mikael@frettabladid.is Getur farið hvert á land sem er, hvenær sem er Svefnplássið er þægilegt og alls eru rúm fyrir sex manns. Vel er búið að bílstjóranum. Margeir er ánægður með húsbílinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í húsbílnum er allt til alls eins og sjá má. Vekjaraklukkuna má ekki gleyma að stilla þegar vakna þarf snemma til að fara í flug. Notið háværa klukku og látið hana standa minnst þremur skrefum frá rúminu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.