Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 36
[ ] Húsbílar eru afar skemmti- legur ferðakostur sem verður stöðugt vinsælli hér á landi. Ekki þarf að hafa mikið fyrir því að bregða sér í ferðalag og nánast nóg að keyra bara af stað, enda húsbílar búnir öllu sem þarf í gott ferðalag. Margeir Pétur Jóhannsson er stoltur húsbílaeigandi. Fyrir rúmum tveimur árum fjárfesti hann í Fiat-húsbíl sem hefur reynst honum mjög vel. „Ég skellti mér á þennan húsbíl í þeim tilgangi að eiga fleiri sam- verustundir með fjölskyldunni. Ég keypti húsbílinn hjá Víkur- verk og hann hefur staðið vel undir væntingum. Bíllinn er af gerðinni Fiat og er ítölsk gæði fram í fingurgóma,“ útskýrir Margeir og bætir við: „Kostirnir eru þeir að þegar maður vill fara eitthvert keyrir maður bara af stað. Það er allt til alls í bílnum og maður þarf aðeins að stoppa til þess að taka bensín og kaupa mat. Svo þegar farið er heim eru bara allir kallaðir inn í bíl og svo brunað í bæinn. Þannig er maður alveg laus við óþarfa umstang sem fylgir hefðbundnum útileg- um.“ Í húsbílnum er svefnpláss fyrir sex manns. Í bílnum er að finna ísskáp og gaseldavél, vask, eld- húsborð og fataskáp. Í honum er líka sturta ásamt salerni og nægt geymslupláss. Margeir segir að mjög þægi- legt sé að aka húsbílnum. Það hafi verið skrítið í fyrstu, enda bíllinn kassalaga og tekur á sig mikinn vind. „Húsbíllinn er bein- skiptur og vel er búið um öku- manninn. Ég hef ferðast mikið á honum. Við fjölskyldan fórum nánast um hverja helgi síðasta sumar og út um allt land. Í raun- inni er hægt að fara á alla staði sem maður vill fara á svo lengi sem veður og færð leyfa og við- haldskostnaðurinn er afar lítill.“ Margeir hvetur alla þá sem hafa gaman af að ferðast um landið að skella sér á húsbíl og segir að það sé frábær ferðamáti og nægt pláss sé fyrir alla sem eru með í för. Á húsbílum er hægt að elta góða veðrið og flýja það slæma án mikillar fyrirhafnar. mikael@frettabladid.is Getur farið hvert á land sem er, hvenær sem er Svefnplássið er þægilegt og alls eru rúm fyrir sex manns. Vel er búið að bílstjóranum. Margeir er ánægður með húsbílinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í húsbílnum er allt til alls eins og sjá má. Vekjaraklukkuna má ekki gleyma að stilla þegar vakna þarf snemma til að fara í flug. Notið háværa klukku og látið hana standa minnst þremur skrefum frá rúminu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.