Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500026. apríl 2008 — 113. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG LAUGARDAGUR ST ÍL L 46 AUGLÝSINGAR „Jú, jú, það má segja að þetta sé sérkennilegt í ljósi þess sem síðar varð. En það var bara hringt niður á Þrótt og beðið um einhvern flottan bíl,“ segir Sturla Jónsson, vörubíl- stjóri og byltingarforingi. Sturla og frægur Volvo VN 670 byltingartrukkur hans voru í lykilhlutverki þegar Fíton, í sam- vinnu við Saga Film, gerðu mikla auglýsingu fyrir olíufyrirtækið N1. Það skýtur skökku við í ljósi þeirra atburða sem síðar urðu – þar sem Sturla leiðir baráttu fyrir lækkun olíuverðs. „Ég er náttúrulega ekkert í stríði við olíufurstana. Ég er í stríði við ríkisstjórnina,“ segir Sturla. Auglýsingin byrjar þannig að Sturla gengur að trukki sínum ræsir vélarnar, kveikir ljósin og allt hefst. Og undir dúndra tónar frá hljómsveitinni Queen: Don’t Stop Me Now. Leikstjórar eru þeir Sammi og Gunni. Sturla er ánægður með auglýsinguna sem slíka þótt verðið á olíu sé honum ekki að skapi. - jbg/sjá síðu 54 Talsmaður vörubílstjóra: Sturla auglýsir fyrir olíufélag RÖKSTÓLAR Illugi Gunnarsson og Jónsi myndu vilja vera í mafíu með Garðari Thór Cortes og Bjarna Ármanns 28 UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir skýringum á ummælum Bans Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), sem sagði í viðtali við austurrískt vikurit vonast til þess að Austurríki nái kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna. Skilja má ummælin svo að framkvæmdastjórinn sé að taka afstöðu með Austurríki, sem keppir gegn Íslandi og Tyrk- landi um tvö laus sæti í öryggis- ráðinu. Kosningabaráttan er nú að ná hámarki, en kosið verður um sætin í október. „Persónulega vona ég innilega að Austurríki nái kjöri,“ er meðal annars haft eftir Ban í vikuritinu Profil. Ban er þar í viðtali í tilefni af heimsókn hans til Austurríkis, þar sem hann heimsækir meðal annars skrifstofur SÞ í Vín. „Ef rétt er haft eftir aðalfram- kvæmdastjóranum er um að ræða mál sem ekki eingöngu snertir Ísland heldur einnig öll önnur aðildarríki,“ segir Kristín Árna- dóttir, kosningastjóri framboðs Íslands til öryggisráðsins. „Aðildarríkin hljóta að gera þá kröfu til aðalframkvæmdastjór- ans að hann sýni fyllsta hlutleysi og forðist með nokkru móti að lýsa yfir stuðningi við sum aðild- arríki á kostnað annarra,“ segir hún. Kristín segir að íslensk stjórn- völd muni óska eftir skýringum á orðum Bans. Hafi austurríska blaðið haft ranglega eftir honum, eða hafi eitthvað skolast til í þýð- ingu á viðtalinu yfir á þýsku, verði það væntanlega leiðrétt. Hans Winkler, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Austurríkis, segir Ban hafa persónuleg tengsl við Austurríki, enda hafi hann áður verið sendiherra Suður- Kóreu í landinu. Winkler segir Ban hafa lýst per- sónulegri skoðun, en í hlutverki sínu sem aðalframkvæmdastjóri SÞ geri hann auðvitað ekki upp á milli aðildarþjóða. - bj / sjá síðu 6 Stjórnvöld vilja skýringar á stuðningi við Austurríki Framkvæmdastjóri SÞ segist vona innilega að Austurríki nái kjöri í öryggisráðið. Austurríki keppir gegn Ís- landi og Tyrklandi um laus sæti í ráðinu. Íslensk stjórnvöld munu óska eftir skýringum á ummælum hans. VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja Norðanhret Í dag fer lítið fyrir sumarveðri á landinu, sérstaklega norðanlands. Talsverður vind- ur, snjókoma og frost er spáin fyrir norðurhelming landsins, en sunnanlands verður hlýrra og bjart suðvestantil. VEÐUR 4 -4 -1 2 7 -3 EFNAHAGSMÁL „Þetta þýðir að launahækkanir halda ekki í við verðbólguna,“ segir Rannveig Sigurðar- dóttir, forstöðumaður greiningar og útgáfu í Seðlabankanum. Kaupmáttur launatekna rýrnaði um 0,9 prósent milli mars í fyrra og mars í ár. Launavísitalan hækkaði um 7,8 prósent milli ára, en verðbólgan jókst hins vegar um 8,7 prósent. Þetta, segir í Hagvísum Seðlabankans, hefur ekki gerst frá því í apríl árið 2000. Bent er á, þessu til skýringar, að stórir hópar hafi ekki fengið launahækkanir um síðustu áramót, auk þess sem verðbólga sé nú mikil. Greining Glitnis spáir því að verðbólgan aukist enn og verði í þessum mánuði 10,2 prósent. En þótt kaupmáttur rýrni nú almennt, hefur hann rýrnað hjá stórum hópum launafólks undanfarin ár. Þannig hefur um helmingur skrifstofufólks upplifað kaupmáttarrýrnun undanfarin þrjú ár. Hins vegar hafa laun stjórnenda að jafnaði hækkað töluvert umfram verðbólgu undanfarin þrjú ár. - ikh / Sjá síðu 12 Íslenskar konur eru ekki með neitt væl Eskimo markaðssetur hina íslensku konu með merkinu e-label Börnin hans Friðriks best Fréttablaðið bað málsmetandi aðila um að tilnefna bestu og verstu kvik- myndir Íslandssögunnar 3432 sem ál ar- ig. nar. loku fi n í ið- ð um u. úr m ar- di. ar ið ð Sumarið stefnir í að verða sumar ástarinnar þar sem fjöldi hönnuða sótti innblástur til hippa-tísku sjöunda og áttunda áratugarins. Ítalska merkið Pucci hefur aldeilis sótt í sig veður og hefur ekki verið jafnvinsælt síðan 1965. Hippalúkkið sem ítölsku hönnuðirnir sýndu fyrir næsta vetur voru hins vegar með rík-mannlegra móti, skemmtileg blanda af bóhemskum áhrifum og lúxus. - amb SKYNÖRVANDI MYNSTUR OG LOÐ-FELDIR HJÁ ÍTÖLSKUM HÖNNUÐUM LÚXUSHIPPAR GULT OG GRÁTT Óvenjuleg en dempuð lita- paletta frá Pucci fyrir haust/vetur 2008. HIPPALEGT Síð og víð skyrta við útvíðar gallabuxur og barðastóran hatt hjá Just Cavalli. LOÐFELD- UR Fallegur refakeip yfir fagurbláan silkikjól frá Pucci. MÓTMÆLI Ungur tíbetskur drengur var klæddur upp sem Panchen Lama, næstæðsti andlegi leiðtogi Tíbeta, í mótmælum í Nýju- Delí í gær. Í kringum hann eru mótmælendur í gervi kínverskra hermanna, en Panchen Lama var rænt af kínverskum yfirvöldum árið 1995 og hefur ekki sést síðan. Hann hefði orðið nítján ára í gær. NORDICPHOTO/AFP Kaupmáttur launatekna rýrnaði um tæpt prósent á einu ári: Verðbólgan gleypir launin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.