Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.04.2008, Qupperneq 10
10 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Hávaðamengun í borgum getur valdið hjarta- og æðasjúkdómum, eyrnasuði, svefntruflunum, greindarskerð- ingu og lakari námsárangri barna. Kom þetta fram á ráðstefnunni Noise in the City sem haldin var nýlega í Amsterdam í Hollandi. Voru þar birtar bráðabirgðaniður- stöður Alþjóðaheilsustofnunar- innar (WHO) um áhrif hávaða- mengunar í borgum á heilsufar fólks. Eru þar nefndir margvís- legir orsakaþættir ónæðis, eins og bílaumferð, flugvélaumferð, járnbrautir og byggingafram- kvæmdir. Þá voru einnig kynntar aðferðir til að draga úr hávaða með umferðarstýringu, hljóð- bæru malbiki, einangrun bygg- inga, hljóðtálmum og betra umferðarskipulagi. -ovd Áhrif hávaða á íbúa borga: Hávaðameng- un hættuleg HÁVAÐI HEFUR MIKIL ÁHRIF Á FÓLK Hægt er að bregðast við hávaðamengun með ýmsum hætti en til þess þarf pólit- ískan stuðning og skýra stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/EOL VERÐLAUN Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Íslands veitti fyrirtæk- inu Baugi útflutningsverðlaun forseta Íslands á miðvikudag. Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarfor- maður Baugs veitti þeim viðtöku á Bessastöðum. Þetta var í 20. sinn sem verðlaunin eru veitt og af því tilefni voru veittar þrjár heiðurs- viðurkenningar. Þær komu í hlut Einars Benediktssonar, fyrrum sendiherra, dr. Rögnvalds Ólafssonar dósents og Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns. Forseti segir Baug hafa hlotið verðlaunin fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. - jse Forseti Íslands: Baugur fékk verðlaun SAMKEPPNISMÁL Fiskmarkaður Íslands hf. misnotaði markaðsráð- andi stöðu sína með því að tvinna saman kaup á fiski og slægingu á fiski og raska þannig samkeppni á uppboðsmarkaði fyrir fiskafurðir, samkvæmt ákvörðun Samkeppn- iseftirlistins frá því á miðviku- dag. Fiskmarkaðnum var gert að greiða tíu milljónir í stjórnvalds- sekt vegna brotsins. Í ákvörðunarorðum Samkeppn- iseftirlitsins segir að kaupendur að fiski á fiskmarkaðnum voru neyddir til þess að kaupa slægingu sem þeir höfðu ekki óskað eftir á óslægðum fiski sem þeir höfðu keypt á markaðnum. „Með því var eðlilegri samkeppni á uppboðs- markaði fyrir fiskafurðir raskað. Þá hafði háttsemi Fiskmarkaðar- ins einnig samkeppnishamlandi áhrif á markaði fyrir slægingu þar sem sá fiskur sem fiskkaupendur höfðu keypt óslægðan var slægður í slægingarþjónustu Fiskmarkað- arins,“ segir í ákvörðunarorðum Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið kemst einnig að því að Reiknistofa fisk- markaða hf. hafi brotið gegn sam- keppnislögum með því að láta þann sem kvartaði til samkeppnis- eftirlitsins vegna gruns um brot, Frostfisk ehf., á sérstakan „válista“ vegna ógreiddra slæg- ingarskulda. Félagið sem lenti á válista var útilokað frá viðskipt- um á Fiskaneti Reiknistofu fisk- markaða þar til skuldin hafði verið greidd. - mh Samkeppniseftirlitið segir Fiskmarkað Íslands hafa brotið lög: Gert að greiða tíu milljónir FISKVINNSLA Fiskmarkaður Íslands var sektaður fyrir að tvinna saman kaup á fiski og slægingu fisks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNARMÁL Elías Jónat- ansson, oddviti sjálfstæðismanna, sest í stól bæjarstjóra á Bolungar- vík um miðja næstu viku og ætlar að láta það verða sitt fyrsta verk að grandskoða fjármál sveitarfélags- ins. Nýr meirihluti A-lista Afls til áhrifa og Sjálfstæðisflokks var myndaður á fimmtudagskvöld. Elías telur nauðsynlegt að skoða fjármál sveitarfélagsins svo það sé skýrt í huga nýs meirihluta hver staðan raunverulega er. „Það eru mörg verkefni í gangi hér á staðn- um sem ekki hefur verið lokið við að fjármagna. Það er áhyggjuefni hjá okkur að því sé ekki lokið og því okkar fyrsta verk að fara yfir fjár- málin í heild sinni.“ Elías nefnir að miklar framkvæmdir séu fyrirhug- aðar. Þar eru efst á blaði snjóflóða- varnagarður, vinna við höfnina á staðnum og nýtt félagsheimili. Málefnasamningur hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félagana í bænum og flokksfélags A-lista. Anna Guðrún Edvardsdótt- ir oddviti A-lista verði formaður bæjarráðs. Þá mun forseti bæj- arstjórnar koma úr röðum sjálf- stæðismanna. Nýr meirihluti er myndaður af Sjálfstæðis- flokknum og list- anum Afl til áhrifa sem Anna Guðrún Edvardsdóttur leiðir. Um klofn- ingsframboð frá Sjálfstæðisflokknum er að ræða. Anna Guðrún segir að fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar 2006 hafi ekki verið sátt innan Sjálfstæðis- flokksins um þau málefni sem vinna ætti að á kjörtímabilinu. „Ég lagði áherslu að haldin væru íbúa- þing og reynt að gera stjórnsýsluna opnari fyrir bæjarbúum. Það náðist ekki sátt um það.“ Anna Guðrún segir að í nýjum málefnasamningi hafi A-listi náð fram þeim áhersl- um sem lögð voru til grundvallar í kosningunum 2006. Eins og verð- andi bæjarstjóri leggur Anna Guð- rún áherslu á fjármál sveitarfé- lagsins vegna þess að aðstæður hafi breyst gríðarlega á markaði á sama tíma og eftir er að fjármagna stór verkefni. „Við höfum ekki fengið hljómgrunn hjá K-lista um þær áhyggjur okkar og undir kraumaði líka óánægja um fleiri mál sem við munum skýra á næst- unni.“ Þögul mótmæli voru við ráðhúsið í bænum í gær þegar á milli tuttugu og þrjátíu manns létu í ljós óánægju sína með meirihlutaslitin, og eins að Grímur Atlason verði ekki leng- ur bæjarstjóri sveitarfélagsins. svavar@frettabladid.is Fjármögnun stórra verkefna áhyggjuefni nýs meirihluta Nýr bæjarstjórnarmeirihluti hefur verið myndaður í Bolungarvík. Elías Jónatansson, oddviti sjálfstæð- ismanna, sest í bæjarstjórastólinn. Fjármál sveitarfélagsins eru áhyggjuefni nýs meirihluta. Fyrir dyrum stendur að fjármagna stór verkefni sem voru þrætuepli innan fráfarandi meirihluta. FRÁ BOLUNGARVÍK Nýr meirihluti hefur verið myndaður af Sjálfstæðisflokki og A-lista sem var klofningsframboð úr flokknum í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006. MYND/BIRGIR ÞÓR ELÍAS JÓNATANSSON „Það er merkilegt að það hafi tekið viku að finna þennan ásteytingarstein. Fyrst var olíu- hreinsunarstöð nefnd til sögunnar sem ágreiningsmál fráfarandi meirihluta, síðan Soffía Vagns- dóttir og hennar starfsemi. Allir sjá hversu hjákátleg sú skýring var“, segir Grímur Atlason, fráfarandi bæjarstjóri Bolungarvíkur. Grímur segir fjármál bæjarins ekki ástæðu meirihlutaslita og allir viti að rekstur bæjarfélagsins hafi verið erfiður. „Fjárhagsáætlun hefur verið í endurskoðun og allir hafa verið sammála um hvernig að þeim málum yrði staðið og ég hafna þessari eftiráskýringu.“ Grímur Atlason, fráfarandi bæjarstjóri á Bolungarvík: Fjármálin ekki ástæða meirihlutaslitanna Anna G. Edvardsdóttir, oddviti A-list- ans, sleit meirihlutasamstarfi A- og K-lista. Hún segir ástæðuna vera umsvif Soffíu Vagnsdóttur, oddvita K-lista, í atvinnurekstri í bænum. Þau hafi verið of mikil og fari ekki saman við starf bæjarfulltrúa. Kjarnabúð ehf., fjölskyldufyrirtæki Soffíu, gerði nýlega samning við Ósafl, samstarfsfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors upp á um hundrað milljónir. Hann felur það í sér að Kjarnabúð ehf. mun sjá starfsmönnum fyrir mat og gistingu meðan á gerð Bolungarvík- urganga stendur yfir. Soffía Vagnsdóttir hefur lýst því yfir að atvinnurekstur sinn sé ekki ástæða meirihlutaslitanna, eitthvað annað búi undir. ÁSTÆÐA MEIRIHLUTASLITA A- OG K-LISTA Aðalfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn mánudaginn 19. maí kl. 16:00 í Landsbankanum, Hafnarstræti 5, 4. hæð. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á aðalfundi Íslenska lífeyrissjóðsins. Stjórn sjóðsins hvetur alla sjóðfélaga til að koma á fundinn og taka þannig virkan þátt í starfseminni. Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins FÖSTUDAGURINN LANGI Í JERÚSAELM Rétttrúnaðarkirkjan í austanverðri Evrópu hélt föstudaginn langa heilag- an í gær. Í Jerúsalem minntust menn pínu Krists og báru krossa í kirkjur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.