Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 26

Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 26
26 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR Það var þennan dag fyrir 31 ári að nafntogaðasti næturklúbb- ur heims var opnaður undir nafninu Studio 54 á 54. stræti Man- hattan, milli Broad- way og 8. traðar. Í loftinu lá að eitthvað mikið stæði til og meðal gesta í opnun- arhófinu voru Mick Jagger, Liza Minelli, Margaux Hemingway, Mikhail Baryshnikov, Brooke Shields og Debbie Harry, en Frank Sinatra, Warren Beatty og Cher komust aldrei inn úr bið- röðinni. Skömmu seinna hélt Bianca Jagger upp á afmæli sitt í klúbbnum, ríðandi á hvít- um hesti, en þar með var stað- fest að Studio 54 væri nætur- klúbbur fræga fólks- ins. Þangað tók að streyma í næturlang- ar svallveislur frægt fólk eins og Michael Jackson, Elizabeth Taylor, Freddie Mer- cury og Jackie On- assis og heimsins þekktustu tónlistar- menn stigu þar einnig á stokk. Í desember 1978 var rekstrar- stjórinn Steve Rubell handtek- inn fyrir fjárdrátt og 4. febrú- ar árið eftir var lokapartí hald- ið, þar sem Sylvester Stallone nokkur keypti síðasta drykkinn á mestu gullárum 54. Hátt í fjögur hundruð syngjandi konur eru saman komnar á Höfn í Hornafirði þessa helgi svo þar er gleði og gaman. Gígjan, lands- samband kvennakóra held- ur landsmót sitt jafnan á þriggja ára fresti og þetta er hið sjöunda í röðinni. Nú er komið að Kvennakór Hornafjarðar að taka á móti söngsystrum hvaðanæva að af landinu. Mótið var sett í gær- kveldi í íþróttahúsi stað- arins og eftir að sárasta hungrið hafði verið satt með léttum málsverði var lagt í óvissuferð. Þar sem nú er kominn laugardagur er óhætt að upplýsa að hald- ið var í fjallasali Hoffells og þar tóku eiginmenn hei- makórsins á móti hópnum með sínum einstaka hætti. Ekki nóg með það, held- ur lá Karlakórinn Jökull í leyni en spratt alskapaður fram úr fylgsnum sínum og hóf upp söng svo undir tók í hinum hornfirskum fjöllum. Ungir harmoníkusnillingar komu hinum langt að komnu gestum líka á óvart. Það er ljóst að kvennakór- skonur á Höfn vefja körl- um héraðsins um fingur sér og fá þá til liðs þegar á þarf. Það staðfestir Ragn- heiður Rafnsdóttir formað- ur undirbúningsnefndar. „Hér leggjast allir á eitt til að mótið takist sem best,“ segir hún. „Kórkonur hafa allar verið virkar í und- irbúningnum og karlarn- ir séð um pallasmíði, flutn- ing á húsgögnum og mörgu fleiru. Bærinn lánar hús- næði til æfinga, samsöngs og veisluhalda og hótelpláss á Höfn og í Nesjum er það ríkulegt að kórkonur eiga að njóta þar svefns í uppábún- um rúmum. Svo var búið að leggja inn beiðni fyrir góðu veðri. Hver og ein hafði sinn hátt á því og vitað er að séra KVENNAKÓRASAMBANDIÐ GÍGJAN: HELDUR Karlakórinn Jökull timamot@frettabladid.is Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Elínar Rósu Finnbogadóttur Rauðagerði 39. Sérstakar þakkir til heimahlynningar LSH og lækna er önnuðust hana í veikindum hennar. Kristján Sigurgeir Guðmundsson Finnbogi G. Kristjánsson Gunnhild Ólafsdóttir Guðrún Þ. Kristjánsdóttir Birgir Óskarsson Elín Rósa Finnbogadóttir Steingrímur Waltersson Kristján Guðmundur Birgisson Kristbjörg Steingrímsdóttir Finnbogi Steingrímsson Ólafur Jón Einarsson Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts elskulegs eiginmanns míns , föður okkar tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Stefáns Reykdal Markússonar Ægisvöllum 10, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki D-deildar og heimahjúkrunar Heilbrigðistofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Elín Óla Einarsdóttir og fjölskylda. Okkar ástkæri Valdimar Óskar Jónsson loftskeytamaður, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning 0315-13-304040 kt: 041167-3279 til styrktar Grensásdeild LSH. Jóna Margrét Guðmundsdóttir Guðmundur St. Valdimarsson Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ragnheiður Valdimarsdóttir Gunnar Skúli Guðjónsson Davíð Þór Valdimarsson Erla Dögg Ragnarsdóttir Margrét Valdimarsdóttir Ormar Gylfason Líndal og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Hlíðkvist Jóhannsson Blásölum 24, Kópavogi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sunnudaginn 20. apríl sl. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar hjá Sparisjóði Mýrasýslu, Borgarnesi. Reikningsnúmer 1103-18- 640081, kennit. 241159-5749. Guðný Þorgeirsdóttir Íris Hlíðkvist Bjarnadóttir Kristmar Jóhann Ólafsson Jóhann Hlíðkvist Bjarnason Sigríður Vilhjálmsdóttir Björgvin Hlíðkvist Bjarnason Guðbjörg Elín Þrastardóttir Skúli Eyjólfur Hlíðkvist Bjarnason Guðný Hlíðkvist Bjarnadóttir Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson Guðrún Hlíðkvist Bjarnadóttir Þorgeir M. Reynisson Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir Ingi Þór Guðmundsson afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Björnsdóttir læknir, Goðabyggð 11, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 23. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. maí kl. 13.30. Björn Sverrisson Aðalbjörg Sigmarsdóttir Ármann Sverrisson Kristín Sigurðardóttir Sólveig H. Sverrisdóttir Gunnar Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar og ömmu, Guðbjargar Maríu Magnúsdóttur Eyrarvegi 8, Flateyri. Valgeir Jóhannes Ólafsson Gunnar Magnús Ólafsson Vigfús Birgir Valgeirsson Ásgeir Örn Valgeirsson Guðbjörn Már Valgeirsson Jóhann Haukur Gunnarsson Sandra Halldórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Sæmundsdóttir Olsen lést að hjúkrunarheimilinu Holtsbúð þriðjudaginn 15. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Holtsbúðar. Við þökkum auðsýnda samúð. Reynir Olsen Ólafía Árnadóttir Ingi Olsen Þórelfur Guðrún Valgarðsdóttir Gunnar Olsen Sólveig Þorsteinsdóttir Snorri Olsen Hrafnhildur Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginsmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ágústar Hreins Óskarssonar Flétturima 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslunnar í Fossvogi. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Hildur Sigurðardóttir Sigurður Ágústsson Sigurlaug Stella Ágústsdóttir Vigdís Ósk Ágústsdóttir Sívertsen Berglind Hildur Ágústsdóttir Ali Khadraoui barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lára J. Sigurðardóttir andaðist 24. apríl á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Karlsson Unnur Laufey Jónsdóttir Ásmundur Karlsson Guðbjörg Alfreðsdóttir Guðríður Karlsdóttir Guðni Eyjólfsson Hólmfríður Karlsdóttir Friðrik Sigurgeirsson ömmubörn og langömmubörn. Móðir mín, tengdamóðir og amma, Guðlaug Pálsdóttir Hersir Hjúkrunarheimilinu Skjóli, andaðist síðasta vetrardag, 23. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gylfi Páll Hersir Sigurlaug Gunnlaugsdóttir Kári Gylfason WILLIAM SHAKESPEARE SKÁLD FÆDDIST ÞENNAN DAG 1564. „Hlustaðu á marga, talaðu við fáa. Elskaðu alla, treystu fáum og gerðu engum mein.“ William Shakespeare var enskt skáld og leikritahöfundur, oft kallaður þjóðarskáld Englend- inga. Meðal þekktustu verka hans eru Hamlet, Rómeó og Júlía og Macbeth. ÞETTA GERÐIST: 26. APRÍL 1977 Stúdíó 54 opnar í New York

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.