Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 29

Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Áskell Jónsson er útskriftarnemi á viðskipta- braut Verkmenntaskólans á Akureyri. Hann ekur um á Volkswagon Golf Highline árgerð 1998 sem hann eignaðist fyrir tveimur árum og hefur mikið dálæti á. „Þetta er frábær bíll. Hann er frekar sparneytinn sem mér þykir mikill kostur og hann hefur góða akst- urseiginleika,“ segir Áskell, og bætir við að hann eigi oft góðar stundir í bílnum. „Ég á það til að keyra eitt- hvert út fyrir bæinn og hugsa um lífið og tilveruna. Það er þægilegt að keyra bílinn og það er góður hljómburður í honum, svo oft hlusta ég á tónlist í leið- inni.“ Áskell hefur ferðast töluvert á bílnum sínum og stefnir að því að ferðast meira um landið í sumar. „Ég er mikið að keppa í fótbolta svo ég keyri oft á keppn- ir á bílnum. Svo er ég jafnvel að velta fyrir mér að taka hringinn um Ísland í sumar. Við gleymum stund- um hvað við búum í flottu landi og það er um að gera að gefa sér tíma til að skoða það.“ hnefill@frettabladid.is Gott að hugsa í bílnum Áskell segist hafa átt margar góðar stundir í bílnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL BÍÓ Á LEIÐINNI Ferða-DVD-spilarar geta stytt börnunum í aftur- sætinu stundir á löngum keyrslum. BÍLAR 2 HAUSTTÍSKA HERRA Herratískan vakti ekki síður athygli en kventískan á tískuvikunni í Mexíkó sem er nýafstaðin. TÍSKA 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.