Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 33

Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 33
[ ]Hálstau er glæsilegt og alltaf í tísku. Munstraðar slæður og klútar klæða hverja konu upp sem heimsdömu. Glitrandi máni TVÆR NÝJAR ILMTEGUNDIR FRÁ ESCADA Tískufyrirtækið Escada hefur sett á markað nýjan herra- og dömuilm sem ber nafnið Moon Sparkle. Dömuilmurinn er afar sumarlegur. Samsetning hans eru fínlegir sumarávextir svo sem jarðarber, epli, sólber og sítrusávextir. Yfir- tónar ilmsins eru ávaxtakenndir á meðan undirtónarnir eru blóma- kenndir. Herrailmurinn er einnig sumarlegur. Yfirtónar hans eru engifer, pipar og mandarína, en einnig má finna keim af grape, fjólu og vatnablómum. Tískuvikan í Mexíkó er ný- afstaðin en þar vakti herra- tískan ekki síður athygli en kventískan. Á tískuvikunni í Mexíkó, þar sem haust- og vetrar tískan 2008 var kynnt, stálu karlarnir sumir hverjir senunni. Áberandi voru niðurþröngar buxur, aðsniðnar silkiskyrtur og hermannaklossar. Flestir hönn- uðirnir virtust aðhyllast svart, grátt og brúnt þótt sumir hafi leikið sér með aðra liti. vera@frettabladid.is Karlar sýna línurnar Teinótt Santo-jakka- föt við her- mannaklossa. Brúnir tónar hjá Paola Hernandez. Santo- jakkaföt í þægilegri kantinum. Hvítu rúðurnar setja á þau afgerandi svip. Þeir sem virkilega þora fara í eldrauðar buxur við svarta skyrtu en slíka samsetningu legg- ur hönnuðurinn Sergio Alcala upp með. Nýr félagi! Skólavörðustígur 8 · 101 Reykjavík · Sími 552 3425 Kjartan Sigurðsson hárgreiðslumeistari, sem stofnaði og rak hárgreiðslustofuna Kúltúru í Glæsibæ frá árinu 1994 í rúman áratug, hefur nú tekið við rekstri hárgreiðslustofunn- ar Jói og félagar á Skólavörðustíg 8 í hjarta Reykjavíkur. Viðskiptavinir Jóa og félaga geta treyst því að fagmennska og frábær þjónusta einkenni áfram þessa vinsælu hár- greiðslustofu með Kjartan við stjórnvölinn. 30.000 blaðberar komnir til landsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.