Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 42

Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 42
● heimili&hönnun „Þegar ég kem heim geri ég mitt besta til að klæða mig úr vinn- unni og njóta þess að eiga dás- amlega fjölskyldu og vini,“ segir Lára Aðalsteinsdóttir, markaðs- stjóri Eymundsson, innt eftir því hvernig hún nærir best skilningarvitin heima. „Ég hreiðra um mig í yndislega sófanum mínum, helli upp á gott kaffi og les, þegar ég vil virkilega slaka á. Ég hef alla tíð verið alæta á bókmenntir, en eftir að tími til lestrar minnkaði er ég farin að verða mun gagnrýnni á hvaða bókmenntir verða fyrir valinu,“ segir Lára, sem undanfarnar vikur hefur haft í nógu að snú- ast við opnun nýrrar Eymunds- son-verslunar í Holtagörðum og undirbúning mikillar bókaveislu í Eymundsson í tilefni af Viku bók- arinnar sem lýkur 4. maí. - þlg Sinfónía hafs sú fegursta ● Ef veggir gætu talað segðu þeir frá ósögðum leyndar- málum, eins og mælskir páfagaukar gera stundum, en með því sem prýðir veggina má glöggt koma upp um í húsráðandann. Hjá Láru Aðalsteinsdóttur, markaðsstjóra Eymundsson, eru það bækur, bækur og bækur; litskrúðug menning og listir uppi um alla veggi til að njóta. Lára Aðalsteinsdóttir, markaðsstjóri Eymundsson, lætur fara vel um sig í fallegri stofunni heima, en þar ráða menning og listir ríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEYRN Það fallegasta sem ég heyri er ölduniðurinn þegar ég er stödd í sumarhúsi fjölskyldunnar á miðjum Eyjafirði. Það er ekkert sem jafnast á við sinfóníu hafsins. Hljóðin frá hafinu hafa alltaf heillað mig því þau eru djúp og óræð um leið og þau eru leikandi og létt. Það flæðir orka úr hafinu sem endurnærir öll skilningarvit og kemur jafn- vægi á huga og líkama. Næst á eftir hafinu kemur vel spilaður djass og er hann notaður sem staðgeng- ill hafsins heima í borginni. Hann örvar fleiri skiln- ingarvit ef vel er leikið. BRAGÐ Ég er sérlega almennileg við bragðskyn mitt og finn enda- laus tilefni til að elda góðan mat og drekka góð vín. Ég kynntist vín- smökkun þegar ég dvaldi í Mið- Evrópu sumarlangt og hef síðan leikið mér við að þróa vínsmökk- unarhæfileikann. Ég er langt frá því fullnuma svo ég nýti tæki- færi sem gefast til að æfa mig og dekra þá við bragðskynið um leið. SJÓN Ekkert jafnast á við að horfa á einkasoninn vaxa úr grasi og þess nýt ég alla daga heima. Til að næra fagurkerann passa ég upp á að hafa falleg blóm í kringum mig og er fasta gestur í blómabúðinni á Hagamel. Ég las einu sinni að nostur við blóm á morgnana kæmi jafn- vægi á hugann fyrir annríki dagsins. Ég trúi þessu eins og heilögum sannleika. Mér finnst líka nauðsyn að hafa fallega listmuni í kringum mig. Þeir þurfa ekki að vera margir, en vel valdir. SNERTING Kraftur mannlegrar snertingar er vanmetinn í nútím- anum. Ég er viss um að margt mætti bæta með hlý- legu faðmlagi eða fallegu klappi á bakið. Að teygja sig eftir þeim sem manni þykir vænt um og snerta, er dásamleg tilfinning og aldrei hægt að fá nóg. En líka má örva snertiskynið með því að handfjatla falleg- an grip eða bók sem manni þykir vænt um. Við erum svo skemmtilega skrýtin stundum. LYKT Ég er mjög viðkvæm fyrir hvers kyns lykt og ekki margt sem leikur við lyktarskyn mitt. Má segja að bragð- og lyktarskyn sé eitt og hið sama hjá mér. Ég þarf ávallt að lykta af mat og drykk áður en ég smakka, og legg oft dóm af lyktinni einni saman, í stað þess að dæma út frá bragðinu. Mér skilst að ég fari á mis við margar eðalkrásir sökum þessa. Svo eru fáeinar undantekningar sem næra lyktarskynið, eins og ilmur af þeim sem maður elskar, angan af sjó á fallegum sumardegi og keimur af eðalvíni. Allt ómót- stæðileg andartök að upplifa. SJÖTTA SKILNINGARVITIÐ Það er margt sem truflar sjötta skilningarvit mitt í borgarysnum, en þegar í sveitina er komið, skór og sokkar læstir inni í skáp, og almennileg jarðtenging kemst á, gerist stundum margt skemmtilegt og heimurinn tekur á sig nýja liti. Þá vil ég meina að sjötta skilningarvitið taki við. Lára í fallegri, bjartri og notalegri stofunni heima. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R 26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.