Fréttablaðið - 26.04.2008, Page 44
● heimili&hönnun
Þessi litli ísskápur er frá jap-
anska fyrirtækinu Twinbird Corp-
oration. Hann er hljóðlátur, fæst í
mörgum litum og getur kælt mat-
væli og drykki niður í fjórar gráð-
ur.
Þetta er tilvalin græja í sumar-
bústaðinn og ekki spillir fram-
úrstefnulegt útlitið fyrir sem er
mjög í anda japanskra framleið-
enda.
Ísskápurinn tekur allt að sex
lítra og getur hæglega haldið utan
um nokkrar kippur af bjór eða
svaladrykkjum.
Þá gæti ísskápur í þessari stærð
verið sniðugur fyrir fólk sem vill
skammta sér mat yfir daginn. Í
hann má setja fjórar til fimm mál-
tíðir og láta þar við sitja þegar
þeim er lokið.
Sjá nánar á slóðinni www.twin-
bird.jp/english/aboutus.html.
hönnun
● LITUÐ GLERBORÐ Sænski hönnunarhópurinn Front sýndi
falleg glerborð á hönnunarsýningunni í Mílanó sem lauk nú í vikunni.
Innblásturinn að borðinu kemur frá ævintýrinu um Lísu í Undralandi en
hún rakst á lítið borð úr gleri á ferðalagi sínu.
Borðið var unnið fyrir hollenska
hönnunarfyrirtækið Moooi
en Front-hópurinn er þar á
lista yfir hönnuði innan um
nöfn eins og Ross Lovegrove
og Marcel Wanders. Front hefur
vakið athygli fyrir frumlega og
skemmtilega hönnun og hefur
aðsetur í Stokkhólmi. Sjá nánar á
vefsíðunni www.front.se.
Á rigningardögum má finna sér
ýmislegt til dundurs. Til dæmis
er skemmtilegt að
útbúa fallegt dúkku-
hús hvort sem er
fyrir sjálfan sig eða
fyrir krakkana. Fjöl-
skyldan getur sam-
einast við verkefn-
ið en auðvelt er að
henda upp lítilli fjög-
urra herbergja íbúð
úr tveimur pappa-
spjöldum. Tilvalið er
að nota gamla afganga
af veggfóðri eða bara
munstraðan efnisdúk
úr saumaskúffunni á veggi dúkku-
hússins og láta hugmyndaflugið
ráða um val á gólf-
efnum. Litlar eldhús-
innréttingar er hægt
að skera út úr pappa
og útbúa skúffuein-
ingar úr eldspýtu-
stokkum. Möguleik-
arnir eru óþrjót-
andi en leiðbeiningar að
dúkkuhúsinu á mynd-
inni má finna á vefslóð-
inni, http://www.cookie-
mag.com/magazine/
blogs/nesting/2008/02/
diy-dollhouse.html
Fjögurra herbergja íbúð
gerð úr pappír og dúk
Tilvalið er að nota veggfóður, efnisdúk, pappír og eldspýtnastokka í dúkkuhús.
Smart ísskápur í bústaðinn
Framúrstefnulegur ísskápur frá Japan.
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Höfum opnað stærri verslun á nýjum
stað í Faxafeni 14.
Opið á morgun laugardag frá 10 - 16
26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR8