Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 48

Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 48
● heimili&hönnun „Aðkoman í forstofunni skiptir miklu máli,“ segir Þórunn Högna- dóttir, ritstjóri sjónvarpsþáttarins Innlit-útlit, eftir að hún hefur tekið á móti blaðamanni. „Ég legg upp úr því að skapa stemningu þar,“ bætir hún við. Í forstofunni eru hlutir sem eiga sér sögu. Brandur Gunnars- son, ljósmyndari og maður Þórunn- ar, tók mynd, sem hangir á veggn- um, í húsakynnum gamla Tungls- ins við Lækjargötu sem brann. Ljósmyndin fangar augnablik sem lýsir nútímalegri borgarstemningu í litlu Reykjavík. Stólar í forstofu voru keyptir í Góða hirðinum og þeir hengdir upp á vegg. Þetta eru uppruna- lega gamlir símastólar en sú var tíðin að þeir þóttu ómissandi hús- gagn á hverju heimili. Skápamálin í forstofunni eru leyst með svört- um háglans plexigler-rennihurðum sem eru að sjálfsögðu í stíl við stól- ana. Þórunn leiðir blaðamann næst inn í stofu þar sem forláta gauks- klukka fangar athyglina. „Gauks- klukkan á stofuveggnum er úr járni en lítur út fyrir að vera úr pappa,“ segir Þórunn. „Klukkan er hönnuð þannig að hægt er að láta gaukinn skjótast út úr klukkunni á klukku- tíma fresti. „Ég var ekki alveg að þola það.“ Hægt er að stilla klukk- una þannig að gaukurinn lætur til dæmis bara heyra í sér klukkan sjö á kvöldin. Úr stofunni liggur leiðin inn á svefnherbergi, en Þórunn er hæst- ánægð með rúmið sem þar er. „Häs- ten-rúmið er æði.“ Hvítt rúmteppi hylur bláköflótta áklæðið sem þessi frægu sænsku rúm eru þekkt fyrir. „Ég ætlaði upphaflega að nota þetta hengi sem skilrúm en það endaði sem veggteppi í bili en ég á eftir að setja yfir það plexigler.“ Herbergi heimasætunnar, sjö ára dóttur Þórunnar, er ekki af verri endanum. „Frænka mín átti upphaflega þennann prinsessu- stól,“ segir Þórunn um bleika prins- essustólinn, sem hún lakkaði sjálf og bólstraði. Rúmið er sérsmíðað. Í bíómyndinni Paris When It Sizzles frá 7. áratugnum með Audrey Hepburn glittir í kolsvarta baðhergisveggi. Baðherbergis- veggirnir hjá Þórunni eru líka kol- svartir og eru hurðirnar á innrétt- ingunni úr svörtu háglans plexi- gleri. Allt er þetta til marks um einstaka smekkvísi húsfreyjunnar. -vg Kolsvartir baðherbergisveggir ● Sjónvarpskonan Þórunn Högnadóttir er óhrædd við að fara nýjar leiðir við að innrétta heimilið og hefur meðal annars sótt innblástur í gamla kvikmynd. Hvítt rúmteppi hylur bláköflótta áklæðið sem Hästen-rúmin eru þekkt fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þórunn Högnadóttir er landsmönnum að góðu kunn úr sjónvarpsþáttunum Innlit- útlit. Þórunn hefur fallega listmuni allt í kringum sig. Gauksklukkan í stofunni er hönnuð þannig að hægt er að láta gaukinn skjót- ast út úr klukkunni á klukkutíma fresti. Fagurkerinn Þórunn hefur komið sér upp mörgum fallegum munum. Svart og hvítt ræður ríkjum á heimili Þórunnar. Skyggnst inn í ævintýra- veröld heimasætunnar. Þórunn lakkaði stólinn sjálf og bólstraði. Rúmið er sérsmíðað. Baðherbergisveggirnir hjá Þórunni eru líka kolsvartir. Nýstárlegt er að nota steinteppi fyrir bæði veggi og gólf. 26. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.