Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 26.04.2008, Síða 72
40 26. apríl 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Halla Oddný Magnúsdóttir píanóleikari heldur burtfarar- prófs tónleika sína úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík í kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Þar flytur hún verk eftir tónskáldin J.C. Bach, Beethoven, Schumann, Prokofiev og Ravel. Aðagangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Jory Vinikour er dáður semballeikari um allan heim og er væntanlegur í Salinn í annað sinn í tónleikaröðinni Tíbrá. Hann kom hér síðast í desem- bermánuði 2005 og vígði konsertsembalinn í Salnum, en það dásamlega hljóðfæri fann heimili í Tónlistarhúsi Kópavogs í tilefni af 40 ára afmæli tónlistarskólans þar í bæ. Hljóðfærið, sem er af fransk-flæmskri gerð, er mikill gæðagripur, enda var það smíðað á vinnustofu Marcs Ducornet í París og hefur tvö hljómborð og spannar því rúmar fimm áttundir, en slíkt hljóðfæri gefur möguleika á flutningi hvorki meira né minna en allra þeirra verka sem samin hafa verið fyrir sembal. Jory Vinikour er tvímælalaust í hópi frábær- ustu semballeikara í heimi og á langan og afar glæstan feril að baki. Að undanförnu hefur orðspor Jorys sem meðleikara aukist mjög, til dæmis fyrir leik hans með söngstjörnunni Anne Sofie von Otter. Geisladiskur hans með Goldberg-tilbrigðunum eftir Bach sem Delos International gaf út árið 2001 hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og var valinn einn af 10 bestu diskum ársins af Chicago Tribune-dag- blaðinu. Vinikour kemur einmitt til með að leika Goldberg-tilbrigðin á tónleikum sínum í Salnum, en þeir fara fram næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20. Miðaverð er 2.000 kr. en eldri borgarar, námsmenn og öryrkjar fá miðann á 1.600 kr. Það er ljóst að þetta eru tónleikar sem áhugafólk um sígilda tónlist má ekki láta fram hjá sér fara. - vþ Sembalsnillingur í Salnum JORY VINIKOUR OG SEMBALL SALARINS Jory leikur á sembalinn á tónleikum á þriðjudagskvöld. > Ekki missa af … Samsýningu feðginanna Karls Austmann, Jóhanns Smára Karlssonar og Sigrúnar Lindu Karlsdóttur sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 14. Karl og Sigrún sýna þar málverk en Jóhann hefur farið eilítið aðra leið í listsköpun sinni og sýnir ljósmyndir. Sýningin stendur til 11. maí næstkomandi. Kammersveitin Ísafold heldur útgáfutónleika annað kvöld í tilefni nýrrar plötu sveitarinnar. Platan heit- ir „all sounds to silence come“, og er titillinn dreg- inn af nýju verki á plötunni eftir hljómsveitarstjóra og listrænan stjórnanda sveit- arinnar, Daníel Bjarnason. Ísafold fagnar jafnframt fimm ára afmæli um þessar mundir, auk þess sem útgáfufyrirtækið 12 Tónar, sem gefur plötuna út, er tíu ára, og því mætti segja að tónleik- arnir séu líka eins konar afmælis- fagnaður. „Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til þess að þessi hópur var saman í tónlistarnámi fyrir nokkrum árum. Hópurinn tók sig til og fór í tónleikaferð um landið árið 2003 sem heppnaðist svo vel að ákveðið var að halda samstarfinu áfram. Það hefur allt legið upp á við síðan og margt gott gerst á þessum fimm árum,“ segir Alexandra Kjeld, framkvæmda- stjóri Ísafoldar. Hljómsveitin hefur á sínum fimm starfsárum náð að skipa sér sess sem ein af fremstu kammersveitum landsins. Hún hlaut nýverið Íslensku tónlistar- verðlaunin sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatón- listar og var valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2008. Það segir sitt um metnað sam- starfsins að hljómsveitarmeðlim- ir eru í yngri kantinum, eru flest- ir á þrítugsaldri, og því vekur það athygli að litlar mannabreyt- ingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar. „Já, þessi hljómsveit er ein- faldlega svo gott og skemmtilegt verkefni að það er vilji fyrir hendi til að halda henni gangandi, þrátt fyrir að flestir meðlimirnir hafi verið að bæta við sig námi erlendis og séu búsettir hér og þar um heiminn,“ útskýrir Alex- andra. Á tónleikunum annað kvöld verða meðal annars leikin verk af nýju plötunni eftir Alfred Schnittke og Daníel Bjarnason, ásamt verkum eftir Edgar Var- èse, Benjamin Britten og Bent Sørensen. Tónleikarnir fara fram í Langholtskirkju og hefjast kl. 20. Miða má nálgast í verslunum Skífunnar á Laugavegi og í Kringlunni, í 12 Tónum á Skóla- vörðustíg og á www.midi.is. Jafnframt verður hægt að kaupa miða við innganginn. Stjórnandi á tónleikunum er Dan- íel Bjarnason. vigdis@frettabladid.is Fagna afmæli og útgáfu KAMMERSVEITIN ÍSAFOLD Kemur fram á afmælis- og útgáfutónleikum annað kvöld. MYND/GUNNAR SVANBERG SKÚLASON Ljósmyndaýning Berglindar Björnsdóttur, Kyrrð, stendur nú yfir í húsgagnaversluninni Saltfé- laginu. Þar má sjá ljósmyndir sem hafa verið stækkaðar og límdar á plexígler þannig að á stundum mynda tvær myndir eina heild. Verkin eru sýnishorn af því sem Berglind hefur verið að vinna að síðastliðið ár. Sýningin stendur út apríl. - vþ Kyrrð að klárast TRJÁGREINAR Ein af ljósmyndum Berg- lindar Björnsdóttur. einstök sýning Kolbrún Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Rauði þráðurinn laugardaginn 26. apríl kl. 14:00 Málverkasýning 1 LAUGARDAGUR 26. APRÍL KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR – TÓNÓ RVÍK HALLA ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! SUNNUDAGUR 27. APRÍL KL. 16 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR AÐGANGUR ÓKEYPIS! ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL KL. 20 TÍBRÁ: SEMBALTÓNLEIKAR JORY VINIKOUR LEIKUR GOLDBERGTILBRIGÐI BACHS. VERÐ 2000/1600 KR. TOLSTOY S A LLA R SM Á SÖ G U R TO LSTO Y S Lafleur útgáfan smásögum Leo Tolst oys í fl‡›ingu Gunnars Dal SMÁSÖG UR ALLAR Heildarút gáfa á öllu m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.